Matvælastofnun segir að neysla á listeríumenguðum matvælum valdi almennt ekki sjúkdómi í heilbrigðum einstaklingum. Áhættuhópar þurfi þó að vara sig en þar undir falli barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn, aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi.
Á vef landlæknis segir að bakterían geti borist út í blóð og valdið blóðsýkingu og þá geti hún sótt í miðtaugakerfið og leitt til heilahimnubólgu. Meðal einkenna eru hiti, höfuðverkur, ógleði, uppköst og blóðþrýstingsfall.
Innköllun á graflaxinum á við um eftirfarandi framleiðslulotur:
Vöruheiti: Úrvals grafnar sneiðar, Úrvals grafinn lax (bitar), Úrvals grafinn lax (flök)
Framleiðandi: Eðalfiskur ehf, Vallarási 7-9, 310 Borgarnesi
Lotunúmer: IB22038041046, IB22038041049 og IB22038042048
Siðasti notkunardagur: 13.3.2022-11.4.2022
Dreifing: Verslanir Krónunnar, Fjarðarkaup og í Kolaportinu.