„Varnarleikurinn í seinni hálfleik ekki til fyrirmyndar“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. mars 2022 20:25 Helgi Magnússon ræddi við Kristinn Óskarsson, dómara, í leiknum. Vísir/Vilhelm KR tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn á heimavelli með 16 stigum 84-100. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var svekktur með tap kvöldsins. „Sóknarfráköst Þórs Þorlákshafnar fóru illa með okkur. Varnarleikurinn hjá okkur í seinni hálfleik var ekki til fyrirmyndar en þessi leikur tapast á sóknarfráköstum og síðan setti Massarelli tvö stór skot,“ sagði Helgi Magnússon, eftir leik. KR spilaði vel í þriðja leikhluta og saxaði forskot Þórs niður í tvö stig sem Helgi var ánægður með. „Vörnin var góð og við hreyfðum boltann vel í sókninni. Þetta var síðan mjög einhæft hjá okkur, Þór er með gott lið en við verðum að geta fundið betri lausnir heldur en við gerðum.“ „Við létum það fara í taugarnar á okkur í fyrri hálfleik hvað leikurinn var hægur en ég reyndi að segja við mína menn að það væri okkur í hag. Ég þekki það sjálfur að maður getur verið pirraður þegar leikurinn er hægur og maður snertir ekki boltann en mér fannst að við hefðum átt að halda haus á þeim tímapunkti.“ Helgi viðurkenndi að það hafi farið mikil orka í að saxa niður forskot Þórs og þegar heimamenn minnkuðu forskotið niður í tvö stig var tankurinn tómur og Þór Þorlákshöfn gekk á lagið. Isaiah Joseph Manderson, Bandaríkjamaður KR, lék sinn þriðja leik með liðinu og fannst Helga hann eiga mikið inni. „Mér finnst hann koma ágætlega inn í liðið, það eru hlutir sem hann þarf að bæta og gera betur. Mér fannst hann standa sig ágætlega í leiknum og ekkert sérstakt út á hann að setja,“ sagði Helgi og taldi síðan upp það sem Manderson þarf að bæta. „Ég væri til í að sjá hann rúlla betur á körfuna, gefa betri hindranir og þá getur hann búið til vandræði þar sem við erum með leikmenn fyrir utan sem geta refsað. Það eru fullt af hlutum sem þarf að laga og á það ekki bara við um hann,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
„Sóknarfráköst Þórs Þorlákshafnar fóru illa með okkur. Varnarleikurinn hjá okkur í seinni hálfleik var ekki til fyrirmyndar en þessi leikur tapast á sóknarfráköstum og síðan setti Massarelli tvö stór skot,“ sagði Helgi Magnússon, eftir leik. KR spilaði vel í þriðja leikhluta og saxaði forskot Þórs niður í tvö stig sem Helgi var ánægður með. „Vörnin var góð og við hreyfðum boltann vel í sókninni. Þetta var síðan mjög einhæft hjá okkur, Þór er með gott lið en við verðum að geta fundið betri lausnir heldur en við gerðum.“ „Við létum það fara í taugarnar á okkur í fyrri hálfleik hvað leikurinn var hægur en ég reyndi að segja við mína menn að það væri okkur í hag. Ég þekki það sjálfur að maður getur verið pirraður þegar leikurinn er hægur og maður snertir ekki boltann en mér fannst að við hefðum átt að halda haus á þeim tímapunkti.“ Helgi viðurkenndi að það hafi farið mikil orka í að saxa niður forskot Þórs og þegar heimamenn minnkuðu forskotið niður í tvö stig var tankurinn tómur og Þór Þorlákshöfn gekk á lagið. Isaiah Joseph Manderson, Bandaríkjamaður KR, lék sinn þriðja leik með liðinu og fannst Helga hann eiga mikið inni. „Mér finnst hann koma ágætlega inn í liðið, það eru hlutir sem hann þarf að bæta og gera betur. Mér fannst hann standa sig ágætlega í leiknum og ekkert sérstakt út á hann að setja,“ sagði Helgi og taldi síðan upp það sem Manderson þarf að bæta. „Ég væri til í að sjá hann rúlla betur á körfuna, gefa betri hindranir og þá getur hann búið til vandræði þar sem við erum með leikmenn fyrir utan sem geta refsað. Það eru fullt af hlutum sem þarf að laga og á það ekki bara við um hann,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti