Gildismat vísinda Rakel Anna Boulter skrifar 24. mars 2022 12:00 Í nýju ráðuneyti háskólamála fer nú fram vinna við heildarendurskoðun á reiknilíkani háskólanna, sem klárast von bráðar. Það er líkan sem ákvarðar fjárframlög til opinberu háskólanna út frá m.a. frammistöðu þeirra í kennslu og rannsóknum en lítur aðallega að fjölgun nemenda og er því fremur einsleitt. Stúdentaráð, með Röskvu í meirihluta, hefur lagt áherslu á að fjölga þurfi þeim matsþáttum sem hafðir eru til hliðsjónar við þá útreikninga. Við endurskoðun þessa líkans er mikilvægt að hafa í huga að hlutverk háskólastofnana er töluvert meira en það eitt að skila starfsfólki inn í arðsemisdrifna geira samfélagsins. Hlutverk háskólanáms er að skila þekkingu út í samfélagið. Menntun er þannig alltaf mikilvæg og þarf ekki að hafa skýran tilgang, annan en þann að vera einstaklingnum til bóta. Ef háskólanám er sniðið eftir því að snúa hjólum atvinnulífsins verður námið bæði einhæft og tækifærum fækkar. Hugvísindi hafa löngum fallið í skugga annarra vísinda. Ófáir hugvísindanemar kannast eflaust við spurninguna „Hvernig ætlarðu að nýta þá menntun?“ þegar þau segja í hvaða námi þau eru. Í hugvísindum er megináhersla lögð á gagnrýna hugsun og hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir slíkt og nú, þegar straumhvörf eru svo hröð að vart er hægt að fylgjast með. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að leggja hlutlægt mat á mikilvægi gagnrýnar hugsunar. Mikilvægt er að fjármagni í ríkisrekinn háskóla sé ekki áætlað eftir þörf tiltekinna starfsgreina á vinnumarkaði. Ef svo fer, setur ríkið sig í þá stöðu að beina stúdentum í eina átt frekar en aðra, sem er óásættanlegt. Íslenskir stjórnmálamenn árið 1970 hefðu aldrei getað spáð fyrir um að vinnumarkaðurinn í dag myndi líta út eins og hann gerir nú. Eins er það ekki góðs viti að reyna að beina námsfólki í hinar og þessar námsleiðir byggt á hugmyndum núverandi stjórnvalda um hvernig íslenskt samfélag mun líta út árið 2060 og hvers konar hugvit og starfskraftur mun koma að bestum notum þá. Röskva berst fyrir að öll hafi jafnan aðgang að námi og fellur þar undir að nemendur geti, án afskipta ríkis með fjárveitingum, valið það nám sem þau hafa áhuga á. Mikilvægt er að gera öllum vísindum jafn hátt undir höfði. Ef ofuráhersla er lögð á einhver tiltekin fræði er hætt á aukinni undirfjármögnun annara og getur það leitt til þess að námsframboði hraki. Landslag háskólakerfisins hefur tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina. Því taka matsþættir í reiknilíkaninu ekki mið af raunkostnaði mismunandi fræðasviða og deilda innan háskólans. Mismunandi námsleiðir þurfa ólíka fjárveitingu af eðlilegum ástæðum. Með jafnri dreifingu fjármagns er ekki átt við að nákvæmlega jafn há upphæð berist hverju sviði heldur er átt við að öllum nemendum séu veitt jöfn tækifæri til menntunar af sömu gæðum óháð sviði. Í ríkisreknum háskóla ættu allir stúdentar að hafa frelsi til að velja sér nám á sínu áhugasviði og því brýnt að ójöfn fjárveiting komi ekki í veg fyrir það. Huglæg vísindi eru í stöðugri framþróun. Nýsköpun er þverfagleg og tækifærin má finna alls staðar. Á hverju ári birtast nýjar kenningar sem færa okkur ný sjónarhorn, e.t.v. sjónarhorn sem gjörbreyta hugsun okkar og hegðun. Það er nauðsynlegt að háskólastofnanir séu vettvangur til að skapa frjóan jarðveg fyrir þessar hugmyndir og til þess þarf tryggja örugga og nægilega fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er oddviti Röskvu á framboðslista hugvísindasviðs fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu í dag til 18:00 dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í nýju ráðuneyti háskólamála fer nú fram vinna við heildarendurskoðun á reiknilíkani háskólanna, sem klárast von bráðar. Það er líkan sem ákvarðar fjárframlög til opinberu háskólanna út frá m.a. frammistöðu þeirra í kennslu og rannsóknum en lítur aðallega að fjölgun nemenda og er því fremur einsleitt. Stúdentaráð, með Röskvu í meirihluta, hefur lagt áherslu á að fjölga þurfi þeim matsþáttum sem hafðir eru til hliðsjónar við þá útreikninga. Við endurskoðun þessa líkans er mikilvægt að hafa í huga að hlutverk háskólastofnana er töluvert meira en það eitt að skila starfsfólki inn í arðsemisdrifna geira samfélagsins. Hlutverk háskólanáms er að skila þekkingu út í samfélagið. Menntun er þannig alltaf mikilvæg og þarf ekki að hafa skýran tilgang, annan en þann að vera einstaklingnum til bóta. Ef háskólanám er sniðið eftir því að snúa hjólum atvinnulífsins verður námið bæði einhæft og tækifærum fækkar. Hugvísindi hafa löngum fallið í skugga annarra vísinda. Ófáir hugvísindanemar kannast eflaust við spurninguna „Hvernig ætlarðu að nýta þá menntun?“ þegar þau segja í hvaða námi þau eru. Í hugvísindum er megináhersla lögð á gagnrýna hugsun og hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir slíkt og nú, þegar straumhvörf eru svo hröð að vart er hægt að fylgjast með. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að leggja hlutlægt mat á mikilvægi gagnrýnar hugsunar. Mikilvægt er að fjármagni í ríkisrekinn háskóla sé ekki áætlað eftir þörf tiltekinna starfsgreina á vinnumarkaði. Ef svo fer, setur ríkið sig í þá stöðu að beina stúdentum í eina átt frekar en aðra, sem er óásættanlegt. Íslenskir stjórnmálamenn árið 1970 hefðu aldrei getað spáð fyrir um að vinnumarkaðurinn í dag myndi líta út eins og hann gerir nú. Eins er það ekki góðs viti að reyna að beina námsfólki í hinar og þessar námsleiðir byggt á hugmyndum núverandi stjórnvalda um hvernig íslenskt samfélag mun líta út árið 2060 og hvers konar hugvit og starfskraftur mun koma að bestum notum þá. Röskva berst fyrir að öll hafi jafnan aðgang að námi og fellur þar undir að nemendur geti, án afskipta ríkis með fjárveitingum, valið það nám sem þau hafa áhuga á. Mikilvægt er að gera öllum vísindum jafn hátt undir höfði. Ef ofuráhersla er lögð á einhver tiltekin fræði er hætt á aukinni undirfjármögnun annara og getur það leitt til þess að námsframboði hraki. Landslag háskólakerfisins hefur tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina. Því taka matsþættir í reiknilíkaninu ekki mið af raunkostnaði mismunandi fræðasviða og deilda innan háskólans. Mismunandi námsleiðir þurfa ólíka fjárveitingu af eðlilegum ástæðum. Með jafnri dreifingu fjármagns er ekki átt við að nákvæmlega jafn há upphæð berist hverju sviði heldur er átt við að öllum nemendum séu veitt jöfn tækifæri til menntunar af sömu gæðum óháð sviði. Í ríkisreknum háskóla ættu allir stúdentar að hafa frelsi til að velja sér nám á sínu áhugasviði og því brýnt að ójöfn fjárveiting komi ekki í veg fyrir það. Huglæg vísindi eru í stöðugri framþróun. Nýsköpun er þverfagleg og tækifærin má finna alls staðar. Á hverju ári birtast nýjar kenningar sem færa okkur ný sjónarhorn, e.t.v. sjónarhorn sem gjörbreyta hugsun okkar og hegðun. Það er nauðsynlegt að háskólastofnanir séu vettvangur til að skapa frjóan jarðveg fyrir þessar hugmyndir og til þess þarf tryggja örugga og nægilega fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er oddviti Röskvu á framboðslista hugvísindasviðs fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu í dag til 18:00 dag.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun