Upphitun Seinni bylgjunnar: „Valsararnir líta ógeðslega vel út“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 15:01 FH-ingar þurfa að gera mun getur gegn Val í kvöld til að eiga meiri möguleika en í undanúrslitaleik bikarsins. vísir/hulda margrét Gríðarleg spenna er á toppi Olís-deildar karla í handbolta nú þegar fram undan eru fimm síðustu umferðirnar á aðeins þremur vikum. Algjör lykilleikur í bráttunni um sæti í úrslitakeppninni er í Safamýri í kvöld. Stórleikur FH og Vals, og lykilleikur á milli Fram og KA, standa upp úr í kvöld en öll átjánda umferð deildarinnar verður leikin í kvöld og umferðin svo gerð upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á morgun. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferð kvöldsins og má sjá þáttinn hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 18. umferð Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30. Ásgeir sagði Valsmenn einfaldlega með mikið fleiri vopn en FH, eins og sýndi sig í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á dögunum. Þar keyrðu Valsmenn yfir FH-inga í seinni hálfleik og nýttu sér það að Ásbjörn Friðriksson og Egill Magnússon meiddust: Staðan í Olís-deild karla fyrir leiki kvöldsins. „Það kom ekkert þegar þeir duttu út. Lítið framlag frá allt of mörgum. FH-ingarnir verða að vera fullmannaðir ef þeir ætla að eiga einhvern séns, og þeir þurfa að halda út í sextíu mínútur. Það verður áskorun og spurning hvernig staðan er á þeim leikmönnum sem meiðast. Valsararnir líta ógeðslega vel út. Þeir eru hrikalega flottir og ef maður horfir fram næstu vikur þá er Valur klárlega liðið sem þarf að vinna ef menn ætla sér einhverja titla. Það er ekki nokkur spurning,“ sagði Ásgeir. „Fáránlega mikill meðbyr“ með KA sem getur skilið Fram eftir Fram og KA mætast í ekki síður mikilvægum leik en með sigri næði KA fimm stiga forskoti á Fram í slagnum um 8. sætið, það síðasta í úrslitakeppninni. „Þá myndum við nokkurn veginn vita hvaða lið verða í úrslitakeppninni. Ég sé Framarana ekki koma til baka úr því. Fyrir þá er þetta fyrsti úrslitaleikurinn í að komast í úrslitakeppnina. Það hlýtur að hafa verið markmiðið fyrir tímabilið,“ sagði Ásgeir. Hann var á svæðinu þegar KA komst í og lék úrslitaleik Coca Cola-bikarsins fyrr í mánuðinum og upplifði gulbláa stemningu eins og hún gerist best: „Það var ótrúleg stemning KA-megin. Ótrúlega vel mætt á pallana, holningin á liðinu allt önnur og komin svakaleg barátta og vilji, eitthvað extra, í þá. Það er einhver breyting í gangi hjá KA núna, fáránlega mikill meðbyr með þeim, og ef þeir spila rétt úr þessu gætu þeir nýtt þennan meðbyr til að klára deildina vel og það veit á gott fyrir úrslitakeppnina.“ Olís-deild karla FH Valur KA Fram Seinni bylgjan Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Stórleikur FH og Vals, og lykilleikur á milli Fram og KA, standa upp úr í kvöld en öll átjánda umferð deildarinnar verður leikin í kvöld og umferðin svo gerð upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á morgun. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferð kvöldsins og má sjá þáttinn hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 18. umferð Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30. Ásgeir sagði Valsmenn einfaldlega með mikið fleiri vopn en FH, eins og sýndi sig í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á dögunum. Þar keyrðu Valsmenn yfir FH-inga í seinni hálfleik og nýttu sér það að Ásbjörn Friðriksson og Egill Magnússon meiddust: Staðan í Olís-deild karla fyrir leiki kvöldsins. „Það kom ekkert þegar þeir duttu út. Lítið framlag frá allt of mörgum. FH-ingarnir verða að vera fullmannaðir ef þeir ætla að eiga einhvern séns, og þeir þurfa að halda út í sextíu mínútur. Það verður áskorun og spurning hvernig staðan er á þeim leikmönnum sem meiðast. Valsararnir líta ógeðslega vel út. Þeir eru hrikalega flottir og ef maður horfir fram næstu vikur þá er Valur klárlega liðið sem þarf að vinna ef menn ætla sér einhverja titla. Það er ekki nokkur spurning,“ sagði Ásgeir. „Fáránlega mikill meðbyr“ með KA sem getur skilið Fram eftir Fram og KA mætast í ekki síður mikilvægum leik en með sigri næði KA fimm stiga forskoti á Fram í slagnum um 8. sætið, það síðasta í úrslitakeppninni. „Þá myndum við nokkurn veginn vita hvaða lið verða í úrslitakeppninni. Ég sé Framarana ekki koma til baka úr því. Fyrir þá er þetta fyrsti úrslitaleikurinn í að komast í úrslitakeppnina. Það hlýtur að hafa verið markmiðið fyrir tímabilið,“ sagði Ásgeir. Hann var á svæðinu þegar KA komst í og lék úrslitaleik Coca Cola-bikarsins fyrr í mánuðinum og upplifði gulbláa stemningu eins og hún gerist best: „Það var ótrúleg stemning KA-megin. Ótrúlega vel mætt á pallana, holningin á liðinu allt önnur og komin svakaleg barátta og vilji, eitthvað extra, í þá. Það er einhver breyting í gangi hjá KA núna, fáránlega mikill meðbyr með þeim, og ef þeir spila rétt úr þessu gætu þeir nýtt þennan meðbyr til að klára deildina vel og það veit á gott fyrir úrslitakeppnina.“
Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30.
Olís-deild karla FH Valur KA Fram Seinni bylgjan Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira