Stjóri Mercedes segir möguleika Hamiltons á að verða heimsmeistari litla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2022 15:01 Toto Wolff og Lewis Hamilton á góðri stundu. getty/Dan Istitene Þrátt fyrir að aðeins ein keppni sé búin á tímabilinu í Formúlu 1 segir Toto Wolff, stjóri Mercedes, að Lewis Hamilton eigi litla möguleika á að verða heimsmeistari. Hamilton lenti í 3. sæti í kappakstrinum í Barein um helgina, fyrstu keppni tímabilsins. Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz tóku efstu tvö sætin. Báðir ökumenn Red Bull, heimsmeistarinn Max Verstappen og Sergio Pérez, þurftu að hætta keppni sem gaf Hamilton tækifæri á að ná 3. sætinu. Eftir keppnina á sunnudaginn gerði Wolff lítið úr möguleikum Hamilton og Mercedes á heimsmeistaratitli í ár. „Ef þú lítur á goggunarröðina núna virðist það vera ansi fjarlægt að svo mikið sem hugsa um að eiga möguleika á að vinna heimsmeistaratitil ökumanna og bílasmiða,“ sagði Wolff hreinskilinn. „Við fengum eins mörg stig eins og við gátum fengið og þurfum að byggja á því. Hver einasta helgi telur. En eins og staðan er núna þurfum við að vera raunsæir. Þegar þú ert þriðji geturðu ekki hugsað um að vinna titla,“ bætti Wolff við. Mercedes-menn hafa ekki langan tíma til að finna lausnir á vandamálum síðustu keppni því næsti kappakstur er strax um næstu helgi, í Sádí-Arabíu. Hamilton varð heimsmeistari með Mercedes 2014-15 og 2017-20 en í fyrra þurfti hann að sjá á eftir heimsmeistaratitlinum til Verstappens. Formúla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton lenti í 3. sæti í kappakstrinum í Barein um helgina, fyrstu keppni tímabilsins. Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz tóku efstu tvö sætin. Báðir ökumenn Red Bull, heimsmeistarinn Max Verstappen og Sergio Pérez, þurftu að hætta keppni sem gaf Hamilton tækifæri á að ná 3. sætinu. Eftir keppnina á sunnudaginn gerði Wolff lítið úr möguleikum Hamilton og Mercedes á heimsmeistaratitli í ár. „Ef þú lítur á goggunarröðina núna virðist það vera ansi fjarlægt að svo mikið sem hugsa um að eiga möguleika á að vinna heimsmeistaratitil ökumanna og bílasmiða,“ sagði Wolff hreinskilinn. „Við fengum eins mörg stig eins og við gátum fengið og þurfum að byggja á því. Hver einasta helgi telur. En eins og staðan er núna þurfum við að vera raunsæir. Þegar þú ert þriðji geturðu ekki hugsað um að vinna titla,“ bætti Wolff við. Mercedes-menn hafa ekki langan tíma til að finna lausnir á vandamálum síðustu keppni því næsti kappakstur er strax um næstu helgi, í Sádí-Arabíu. Hamilton varð heimsmeistari með Mercedes 2014-15 og 2017-20 en í fyrra þurfti hann að sjá á eftir heimsmeistaratitlinum til Verstappens.
Formúla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira