Að bæta kjör sín með fasteignakaupum Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 22. mars 2022 10:30 Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn. Því er öfugt farið hérlendis. Fólk sem býr í eigin fasteign eykur eign sína yfir ævina á meðan aðrir festast á leigumarkaði. Innan við 10% leigjenda segist vilja vera á leigumarkaði. Það er ekki sláandi í ljósi þess að stjórnvöld hafa rekið séreignastefnu með beinum hvötum til fasteignakaupa sem gera það mun hagstæðara að eiga húsnæði en að leigja. Sumir leigjendur greiða hærri leigu en því sem nemur afborgunum lána fyrir sambærilegt húsnæði. Það er óskiljanlegt að fólk sem á fyrir útborgun, og sýnir mánuð eftir mánuð að það geti vel staðið undir greiðslum, standist ekki greiðslumat fyrir lægri fjárhæð en það greiðir nú þegar. Við útreikning á greiðslugetu ber lánveitendum að taka mið af neysluviðmiðum á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Slík viðmið eru því marki brennd að byggja á meðaltölum en ekki á einstaklingsbundinni neyslu. Til dæmis gera þau ráð fyrir rúmlega 200.000 krónum á ári í tómstundir og afþreyingu, á heimili tveggja fullorðinna einstaklinga með engin börn. Það skiptir engu máli við greiðslumat þótt fólk eyði mun minna en þetta í afþreyingu, þessi fjárhæð er algjört grunnviðmið. Fólk veit þetta mætavel. Í skýrslu um neysluviðmiðin frá 2011 var gerður sá fyrirvari að þau séu „hvorki endanlegur mælikvarði á hvað telst nægjanleg neysla einstakra heimila né dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfa sér til framfæris“. Auðvitað ætti fólk því að hafa aukin tækifæri til þess að sýna fram á greiðslugetu sína þegar viðmiðið byggir ekki á traustari grunni en þessum. Greiðslumat á að endurspegla greiðslugetu einstaklinga og fjölskyldna. Fátt endurspeglar greiðslugetuna betur en skoðun á þeim útgjöldum sem fólk hefur raunverulega staðið undir til lengri tíma. Þess vegna hef ég lagt fram þingmál, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, sem myndi heimila lánveitendum að taka tillit til þeirrar fjárhæðar sem fólk hefur greitt skv. þinglýstum leigusamningi í 12 mánuði eða lengur – og byggja greiðslumatið á henni. Hér er ekki lagt til að fólki verði gert kleift að skuldbinda sig umfram greiðslugetu. Hér er lagt til að fólki, sem er sannarlega fært um að standa undir lánagreiðslum, verði heimilað að bæta kjör sín með fasteignakaupum í stað þess að vera bundið fast á óhagstæðum leigumarkaði. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Leigumarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Viðreisn Alþingi Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn. Því er öfugt farið hérlendis. Fólk sem býr í eigin fasteign eykur eign sína yfir ævina á meðan aðrir festast á leigumarkaði. Innan við 10% leigjenda segist vilja vera á leigumarkaði. Það er ekki sláandi í ljósi þess að stjórnvöld hafa rekið séreignastefnu með beinum hvötum til fasteignakaupa sem gera það mun hagstæðara að eiga húsnæði en að leigja. Sumir leigjendur greiða hærri leigu en því sem nemur afborgunum lána fyrir sambærilegt húsnæði. Það er óskiljanlegt að fólk sem á fyrir útborgun, og sýnir mánuð eftir mánuð að það geti vel staðið undir greiðslum, standist ekki greiðslumat fyrir lægri fjárhæð en það greiðir nú þegar. Við útreikning á greiðslugetu ber lánveitendum að taka mið af neysluviðmiðum á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Slík viðmið eru því marki brennd að byggja á meðaltölum en ekki á einstaklingsbundinni neyslu. Til dæmis gera þau ráð fyrir rúmlega 200.000 krónum á ári í tómstundir og afþreyingu, á heimili tveggja fullorðinna einstaklinga með engin börn. Það skiptir engu máli við greiðslumat þótt fólk eyði mun minna en þetta í afþreyingu, þessi fjárhæð er algjört grunnviðmið. Fólk veit þetta mætavel. Í skýrslu um neysluviðmiðin frá 2011 var gerður sá fyrirvari að þau séu „hvorki endanlegur mælikvarði á hvað telst nægjanleg neysla einstakra heimila né dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfa sér til framfæris“. Auðvitað ætti fólk því að hafa aukin tækifæri til þess að sýna fram á greiðslugetu sína þegar viðmiðið byggir ekki á traustari grunni en þessum. Greiðslumat á að endurspegla greiðslugetu einstaklinga og fjölskyldna. Fátt endurspeglar greiðslugetuna betur en skoðun á þeim útgjöldum sem fólk hefur raunverulega staðið undir til lengri tíma. Þess vegna hef ég lagt fram þingmál, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, sem myndi heimila lánveitendum að taka tillit til þeirrar fjárhæðar sem fólk hefur greitt skv. þinglýstum leigusamningi í 12 mánuði eða lengur – og byggja greiðslumatið á henni. Hér er ekki lagt til að fólki verði gert kleift að skuldbinda sig umfram greiðslugetu. Hér er lagt til að fólki, sem er sannarlega fært um að standa undir lánagreiðslum, verði heimilað að bæta kjör sín með fasteignakaupum í stað þess að vera bundið fast á óhagstæðum leigumarkaði. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun