Varasöm gatnamót þar sem banaslys varð í Garðabæ Árni Sæberg skrifar 21. mars 2022 19:02 Mynd tekin í akstursátt bifreiðarinnar. Rautt ljós logar fyrir vinstri beygju og grænt fyrir akreinina yfir gatnamótin. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í febrúar í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi sennilega ekki gert sér grein fyrir því að á akreininni næst honum var grænt ljós fyrir akstursleið bifreiðarinnar, en á fjærakreininni var bifreið kyrrstæð á móti rauðu beygjuljósi. Þann 17. febrúar 2021 var 76 ára gamall karlmaður á leið gangandi norðaustur yfir gatnamót Kauptúns og Urriðaholtsstrætis að morgni dags. Myrkur var og lítilsháttar súld. Á sama tíma var Suzukibifreið ekið Urriðaholtsstræti yfir gatnamótin til suðausturs. Grænt ljós logaði fyrir akstursstefnu bifreiðarinnar. Vegfarandinn gekk í veg fyrir Suzuki bifreiðina við gatnamótin, þar sem ekki var merkt gangbraut. Hægra framhorn bifreiðarinnar rakst á vegfarandann og kastaðist hann um tuttugu metra frá ætluðum árekstrarstað. Maðurinn hlaut banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Afstöðumynd bifreiðar og gangandi vegfaranda.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður, sem stöðvað hafði bifreið sína á rauðu beygjuljósi á vinstri beygjuakrein á gatnamótunum þar sem slysið varð, bar vitni við rannsókn málsins. Hann segir sig hafa séð manninn standa á umferðareyju vinstra megin við akreinarnar og að hann hafi verið með endurskinsborða á yfirhöfn. Vitnið telur að vegfarandinn hafi séð sig stöðva á rauðu ljósi rétt áður en hann steig inn á akbrautina í veg fyrir bifreiðina sem ók á hægri akreininni. Að hans sögn hafði vegfarandinn tekið tvö skref inn á götuna þegar hann varð fyrir bifreiðinni. Ökumaður Suzukibifreiðarinnar sagðist ekki hafa séð vegfarandann fyrir slysið. Við gatnamótin hafi hann fundið högg koma á bílinn, án þess að gera sér grein fyrir því hvað hafði gerst. Hann hafi hægt strax á sér og stöðvað bifreiðina suðaustan við gatnamótin. Ökumaðurinn kvaðst hafa verið á um fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund en það er einmitt hámarkshraði á veginum. Mat sérfræðings er að hraði hafi verið um 56 kílómetrar á klukkustund, eða á bilinu 54 til 72 kílómetrar. Beinir til veghaldara að gera öryggisúttekt Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að gatnamótin, þar sem slysið varð, séu flókin og erfið gangandi vegfarendum en sem áður segir eru þau ekki ljósastýrð þar sem maðurinn fór yfir þau. „Leiðin fyrir gangandi vegfarendur og aðra sem ferðast eftir gangstígunum er flókin og litlar leiðbeiningar eru veittar um þá leið sem þeim er ætlað að fara. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að auka umferðaröryggi við gatnamótin,“ segir í skýrslunni. Loftmynd af gatnamótunum, horft eftir Urriðaholtsstræti til suðausturs.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá beinir nefndin því til Vegagerðarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga að leggja sérstaka áherslu á það við hönnun gatnamóta að öryggis og hagsmuna gangandi og hjólandi vegfarenda sé vel gætt. Ökumenn og aðrir vegfarendur gæti sín á gatnamótum Rannsóknarnefndin bendir ökumönnum og gangandi vegfarendum sem eiga leið um gatnamót á að mikilvægt sé að þeir gæti sérstakrar aðgæslu og séu ávallt viðbúnir að bregðast við óvæntri hættu. Þá hvetur nefndin ökumenn til að stunda ávallt svokallaðan varnarakstur. „Í því felst að ökumenn séu ávallt viðbúnir að bregðast við óvæntri hættu, jafnvel þegar hún er ekki sýnileg, reyni að sjá fyrir mistök annarra vegfarenda og gæti vel að ökuhraða. Því hraðar sem ekið er, því styttri tími er til viðbragðs og hætta á alvarlegum áverkum eykst,“ segir nefndin. Að lokum gerir rannsóknarnefndin athugasemd við það að ekki hafi verið framkvæmd áfengis- og lyfjamæling á ökumanninum í kjölfar slyssins. Hún hefi áður bent á nauðsyn þess að útiloka þann þátt í rannsóknum allra alvarlegra umferðarslysa. Umferðaröryggi Samgönguslys Garðabær Tengdar fréttir Banaslys í Garðabæ Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17. febrúar 2021 16:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þann 17. febrúar 2021 var 76 ára gamall karlmaður á leið gangandi norðaustur yfir gatnamót Kauptúns og Urriðaholtsstrætis að morgni dags. Myrkur var og lítilsháttar súld. Á sama tíma var Suzukibifreið ekið Urriðaholtsstræti yfir gatnamótin til suðausturs. Grænt ljós logaði fyrir akstursstefnu bifreiðarinnar. Vegfarandinn gekk í veg fyrir Suzuki bifreiðina við gatnamótin, þar sem ekki var merkt gangbraut. Hægra framhorn bifreiðarinnar rakst á vegfarandann og kastaðist hann um tuttugu metra frá ætluðum árekstrarstað. Maðurinn hlaut banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Afstöðumynd bifreiðar og gangandi vegfaranda.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður, sem stöðvað hafði bifreið sína á rauðu beygjuljósi á vinstri beygjuakrein á gatnamótunum þar sem slysið varð, bar vitni við rannsókn málsins. Hann segir sig hafa séð manninn standa á umferðareyju vinstra megin við akreinarnar og að hann hafi verið með endurskinsborða á yfirhöfn. Vitnið telur að vegfarandinn hafi séð sig stöðva á rauðu ljósi rétt áður en hann steig inn á akbrautina í veg fyrir bifreiðina sem ók á hægri akreininni. Að hans sögn hafði vegfarandinn tekið tvö skref inn á götuna þegar hann varð fyrir bifreiðinni. Ökumaður Suzukibifreiðarinnar sagðist ekki hafa séð vegfarandann fyrir slysið. Við gatnamótin hafi hann fundið högg koma á bílinn, án þess að gera sér grein fyrir því hvað hafði gerst. Hann hafi hægt strax á sér og stöðvað bifreiðina suðaustan við gatnamótin. Ökumaðurinn kvaðst hafa verið á um fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund en það er einmitt hámarkshraði á veginum. Mat sérfræðings er að hraði hafi verið um 56 kílómetrar á klukkustund, eða á bilinu 54 til 72 kílómetrar. Beinir til veghaldara að gera öryggisúttekt Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að gatnamótin, þar sem slysið varð, séu flókin og erfið gangandi vegfarendum en sem áður segir eru þau ekki ljósastýrð þar sem maðurinn fór yfir þau. „Leiðin fyrir gangandi vegfarendur og aðra sem ferðast eftir gangstígunum er flókin og litlar leiðbeiningar eru veittar um þá leið sem þeim er ætlað að fara. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að auka umferðaröryggi við gatnamótin,“ segir í skýrslunni. Loftmynd af gatnamótunum, horft eftir Urriðaholtsstræti til suðausturs.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá beinir nefndin því til Vegagerðarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga að leggja sérstaka áherslu á það við hönnun gatnamóta að öryggis og hagsmuna gangandi og hjólandi vegfarenda sé vel gætt. Ökumenn og aðrir vegfarendur gæti sín á gatnamótum Rannsóknarnefndin bendir ökumönnum og gangandi vegfarendum sem eiga leið um gatnamót á að mikilvægt sé að þeir gæti sérstakrar aðgæslu og séu ávallt viðbúnir að bregðast við óvæntri hættu. Þá hvetur nefndin ökumenn til að stunda ávallt svokallaðan varnarakstur. „Í því felst að ökumenn séu ávallt viðbúnir að bregðast við óvæntri hættu, jafnvel þegar hún er ekki sýnileg, reyni að sjá fyrir mistök annarra vegfarenda og gæti vel að ökuhraða. Því hraðar sem ekið er, því styttri tími er til viðbragðs og hætta á alvarlegum áverkum eykst,“ segir nefndin. Að lokum gerir rannsóknarnefndin athugasemd við það að ekki hafi verið framkvæmd áfengis- og lyfjamæling á ökumanninum í kjölfar slyssins. Hún hefi áður bent á nauðsyn þess að útiloka þann þátt í rannsóknum allra alvarlegra umferðarslysa.
Umferðaröryggi Samgönguslys Garðabær Tengdar fréttir Banaslys í Garðabæ Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17. febrúar 2021 16:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Banaslys í Garðabæ Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17. febrúar 2021 16:01