Konungur meistaranna Hrafnkell Karlsson skrifar 21. mars 2022 14:01 Í dag er stórhátíðardagur allra tónlistarmanna. Jóhann Sebastían Bach fæddist á þessum degi 21. mars í litlu smáþorpi í Þýskalandi, Eisenach, árið 1685 sem gerir meistarann 337 ára gamlan í dag. Að mínu mati hefur ekkert tónskáld haft eins mikil áhrif á þróun tónlistarinnar og meistarinn Bach. Á hverju ári eru spilaðar passíur skáldsins í kringum páska, flest allir tónlistarnemendur í hinum vestræna heimi byrja tónlistarnám sitt með að spila verk Bachs til að leggja góðan grunn að námi sínu og kunnáttu en hver var maðurinn Bach? Ég hef alltaf haft áhuga að kynna mér ævi tónskáldana sem ég spila eftir og miðað við að Bach hefur verið kjarninn á öllum mínum hljóðfærum, sellóið með svíturnar sínar, píanóið með vel stillta píanóið og tilbrigði sín og orgelið með þau hundruði verka sem Bach samdi fyrir en hann sjálfur var organisti alla sína ævi ásamt að semja helstu tónlistarperlur heimsins þá fannst mérmer tilvalið að kynna mér betur ævi Bachs. Mér finnst skemmtilegast að lesa um æsku Bachs. Hann ólst ekki upp spilandi fyrir keisurum og páfum eins og Mozart. Bach ólst upp við mjög erfiðar aðstæður í mjög slæmum félagsskap. Það eru heimildir sem benda til að grunnskólinn sem Bach stundaði nám var mjög slæmur. Það var mikið um einelti, tal um sadíska kennara sem lögðu nemendur sína í einelti og gerði óhugsanlega hluti við nemendur sína. Bach sjálfur skrópaði 258 sinnum yfir þriggja ára tímabil þegar hann var ungur strákur. Líklegustu ástæður var örugglega vegna þess að foreldrar þorðu ekki að senda krakka sína í þennan skóla vegna sögusagna um hvað gerðist þar, ekki vegna veikinda eða fyrir Bach að hjálpa með fjölskyldureksturinn sem var auðvitað tónlistin. Það hafði án efa mikil mótandi áhrif á ungan Bach þegar hann missti báða foreldra sína sem unglingur og þurfti hann þá að fara í fjölskyldureksturinn sem var tónlist. Í Bach fjölskyldunni voru fleiri tónskáld og tónlistarfólk sem tók virkan þátt í tónlistarlífinu í Þýskalandi áður en okkar Bach kemur til sögu. Bach fluttist til stóra bróður sinns, Jóhann Kristoff Bach, í Lüneburg til að mennta sig enn frekar í tónlist. Seinna myndi Bach snúa aftur síns heimafylkis og byrja feril sinn sem tónlistarmaður í kirkjum og eins og maður slettir á ensku “the rest is history”. Bach sýnir að þótt að einhver ólst upp við mjög erfiðar aðstæður og fór í gegnum mikinn missi sem hefur án efa haft mikil áhrif á hann þá stoppaði hann ekki til að semja og flytja sína tónlist sem myndi vera þekkt víða meðan hann lifði og svo um allan heim eftir hans daga. Ég mæli með að allir elskendur tónlistar nýti sér daginn í dag til að kynna sér ævi Bachs, hlusta á uppáhalds verk sín með honum og flytja verk hans á fæðingardegi konung meistaranna, Jóhanns Sebastíans Bachs, megi hann lengi lifa Höfundur er organisti Árbæjarkirkju og þjónn tónlistarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Tímamót Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í dag er stórhátíðardagur allra tónlistarmanna. Jóhann Sebastían Bach fæddist á þessum degi 21. mars í litlu smáþorpi í Þýskalandi, Eisenach, árið 1685 sem gerir meistarann 337 ára gamlan í dag. Að mínu mati hefur ekkert tónskáld haft eins mikil áhrif á þróun tónlistarinnar og meistarinn Bach. Á hverju ári eru spilaðar passíur skáldsins í kringum páska, flest allir tónlistarnemendur í hinum vestræna heimi byrja tónlistarnám sitt með að spila verk Bachs til að leggja góðan grunn að námi sínu og kunnáttu en hver var maðurinn Bach? Ég hef alltaf haft áhuga að kynna mér ævi tónskáldana sem ég spila eftir og miðað við að Bach hefur verið kjarninn á öllum mínum hljóðfærum, sellóið með svíturnar sínar, píanóið með vel stillta píanóið og tilbrigði sín og orgelið með þau hundruði verka sem Bach samdi fyrir en hann sjálfur var organisti alla sína ævi ásamt að semja helstu tónlistarperlur heimsins þá fannst mérmer tilvalið að kynna mér betur ævi Bachs. Mér finnst skemmtilegast að lesa um æsku Bachs. Hann ólst ekki upp spilandi fyrir keisurum og páfum eins og Mozart. Bach ólst upp við mjög erfiðar aðstæður í mjög slæmum félagsskap. Það eru heimildir sem benda til að grunnskólinn sem Bach stundaði nám var mjög slæmur. Það var mikið um einelti, tal um sadíska kennara sem lögðu nemendur sína í einelti og gerði óhugsanlega hluti við nemendur sína. Bach sjálfur skrópaði 258 sinnum yfir þriggja ára tímabil þegar hann var ungur strákur. Líklegustu ástæður var örugglega vegna þess að foreldrar þorðu ekki að senda krakka sína í þennan skóla vegna sögusagna um hvað gerðist þar, ekki vegna veikinda eða fyrir Bach að hjálpa með fjölskyldureksturinn sem var auðvitað tónlistin. Það hafði án efa mikil mótandi áhrif á ungan Bach þegar hann missti báða foreldra sína sem unglingur og þurfti hann þá að fara í fjölskyldureksturinn sem var tónlist. Í Bach fjölskyldunni voru fleiri tónskáld og tónlistarfólk sem tók virkan þátt í tónlistarlífinu í Þýskalandi áður en okkar Bach kemur til sögu. Bach fluttist til stóra bróður sinns, Jóhann Kristoff Bach, í Lüneburg til að mennta sig enn frekar í tónlist. Seinna myndi Bach snúa aftur síns heimafylkis og byrja feril sinn sem tónlistarmaður í kirkjum og eins og maður slettir á ensku “the rest is history”. Bach sýnir að þótt að einhver ólst upp við mjög erfiðar aðstæður og fór í gegnum mikinn missi sem hefur án efa haft mikil áhrif á hann þá stoppaði hann ekki til að semja og flytja sína tónlist sem myndi vera þekkt víða meðan hann lifði og svo um allan heim eftir hans daga. Ég mæli með að allir elskendur tónlistar nýti sér daginn í dag til að kynna sér ævi Bachs, hlusta á uppáhalds verk sín með honum og flytja verk hans á fæðingardegi konung meistaranna, Jóhanns Sebastíans Bachs, megi hann lengi lifa Höfundur er organisti Árbæjarkirkju og þjónn tónlistarinnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar