Vaktin: Segjast hafa sannanir fyrir stríðsglæpum Rússa Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason, Árni Sæberg og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 21. mars 2022 06:33 John Kirby, talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, gagnrýndi framgöngu Rússa á blaðamannafundi í dag. Að sögn hans eru bandarísk yfirvöld nú að aðstoða við að safna sönnunargögnum um stríðsglæpi þeirra og stendur rannsókn yfir. AP Photo/Manuel Balce Ceneta „Það er ekki til umræðu að gefast upp, að leggja niður vopn. Við höfum þegar greint Rússum frá þessu. Í stað þess að eyða tíma í átta blaðsíðna bréfasendingar, opnið bara leið úr borginni.“ Þetta sagði varaforsætisráðherra Úkraínu, Iryna Vereshchuk, við kröfu Rússa um að Úkraínumenn gæfu Maríupól upp á bátinn, gegn því að fá að komast örugglega frá borginni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden Bandaríkjaforseti mun heimsækja Pólland á föstudag, í kjölfar fundar í Brussel með leiðtogum Nató, G7-ríkjanna og Evrópusambandsríkjanna. Biden mun ræða við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu í dag, í síma eða um fjarfundabúnað. Sendiherra Kína í Bandaríkjunum neitaði því í viðtali við CBS að Kínverjar hefðu séð Rússum fyrir vopnum og skotfærum og að stjórnvöld í Pekíng hygðust gera allt sem þau gætu til að draga úr átökunum í Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir Rússa sækja að Odessa frá Krímskaga en hafa lítið orðið ágengt á síðustu viku. Ammóníuleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí er sagður hafa mengað útfrá sér á 2,5 kílómetra svæði. Lekinn hófst eftir árásir Rússa á Sumykhimiprom-efnaverksmiðjuna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Þetta sagði varaforsætisráðherra Úkraínu, Iryna Vereshchuk, við kröfu Rússa um að Úkraínumenn gæfu Maríupól upp á bátinn, gegn því að fá að komast örugglega frá borginni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden Bandaríkjaforseti mun heimsækja Pólland á föstudag, í kjölfar fundar í Brussel með leiðtogum Nató, G7-ríkjanna og Evrópusambandsríkjanna. Biden mun ræða við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu í dag, í síma eða um fjarfundabúnað. Sendiherra Kína í Bandaríkjunum neitaði því í viðtali við CBS að Kínverjar hefðu séð Rússum fyrir vopnum og skotfærum og að stjórnvöld í Pekíng hygðust gera allt sem þau gætu til að draga úr átökunum í Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir Rússa sækja að Odessa frá Krímskaga en hafa lítið orðið ágengt á síðustu viku. Ammóníuleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí er sagður hafa mengað útfrá sér á 2,5 kílómetra svæði. Lekinn hófst eftir árásir Rússa á Sumykhimiprom-efnaverksmiðjuna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira