Þegar enginn er upplýstur Guðmundur Ragnarsson skrifar 19. mars 2022 16:30 Það er ánægjulegt að núverandi formaður VM, Guðmundur Helgi Þórarinsson, afhjúpi í grein sinni hvernig leyndin er hjá VM. Reyndar ásakar hann mig í leiðinni um rangfærslur. Allt sem ég hef sett fram hef ég fengið frá varamönnum í stjórn félagsins. Það þýðir að ef eitthvað er rangt hermt, þá hefur upplýsingum verið leynt fyrir þeim eins og ítrekað hefur verið bent á. Eins og ég er að upplifa hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá VM, þarf ekki að skálda neitt eða segja ósatt. Þvílík er óstjórnin og feluleikurinn. Varðandi stöðugildin þá gleymdi formaðurinn að geta þess í grein sinni að lögð hafi verið niður störf hjá VM og þau komin inn í 2F. Ef eitthvað sem ég hef sett fram er ekki rétt, þá hafa varamenn í stjórn VM sem hafa upplýst mig, ekki verið með réttar upplýsingar frekar en félagsmenn. Í greininni minnist formaður VM t.d. ekki á að búið er að úthýsa kjarasviðinu sem er mikilvægasta svið félagsins. Engin ástæða væri til að munnhöggvast um samvinnu eða sameiningu ef formaður VM væri búinn að kynna fyrir félagsmönnum samninginn sem hann skrifaði undir 30. nóvember 2021. Þá væru allir upplýstir og við værum að rökræða um kosti hans og galla eins á að gera. Eru allir að segja ósatt? Að skoðanir mínar og annarra um ýmislegt sem hefur verið að gerast í félaginu séu lygar er óásættanlegur málflutningur. Það er skoðun margra að lög félagsins hafi ítrekað verið brotin, það er okkar rökstudda skoðun en ekki lygi. Það er að koma í ljós núna sem meðal annars hefur verið sett fram áður varðandi fjármál félagsins þegar verið er að rýna ársreikninginn.Samkvæmt því sem ég var að heyra þá var að koma í ljós samkvæmt ársreikningi VM að nýja húsnæðið væri komið yfir 500 milljónir. Trúlega er það skýringin á því af hverju stjórnarmenn, sem kallað hafa eftir því að fá að vita hver kostnaðurinn við nýju húsakaupin er, hafi ekki fengið nein svör þótt ítrekað hafi verið kallað eftir þeim.Ég hef verið kallaður lygari fyrir það að benda á að ekki eru til heimildir fyrir öllum þessum útgjöldum samkvæmt lögum félagsins. Stjórnarmenn hafa líka verið að kalla eftir því hvort til séu heimildir fyrir þessum útgjöldum án þess að fá svör, enda þær ekki til.Samvinna á réttum forsendumGuðmundi Helga Þórarinssyni er tíðrætt um samvinnu hinna ýmsu félaga eins og hann hafi verið að finna upp hjólið. Hann ætti að rifja það upp að á meðan ég var formaður VM fóru öll iðnaðarfélögin í fyrsta skipti í sameiginlega kjarasamninga. Hann ætti líka að rifja það upp hvernig það endaði og hver gekk út úr því samstarfi áður en til verkfalls kom, trúlega af því að það félag átti ekki krónu í verkfallssjóði.Sjómenn fóru í fyrsta skipti saman í síðustu kjarasamningagerð og verkfallsaðgerðir. Hver var það sem kom því á að Sjómannafélag Íslands fengi að vera við borðið? Það var ekki Guðmundur Helgi Þórarinsson. Félag skipstjórnarmanna var ekki með í þessum aðgerðum. Af fenginni reynslu hefur það verið málflutningur minn að allt svona samstarf og sameiningar þurfi að vinna mjög vel og gefa sér tíma í það. Þess vegna væri ástæða fyrir Guðmund Helga Þórarinsson að rifja það upp þegar við vorum að skoða rekstur FIT til að átta okkur á því hvernig þeir gátu undirboðið okkur í félagsgjöldum og hver skoðun hans var á því þá.Hvað í samningnum má ekki upplýsa?Það hefur verið ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skuli snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F, sem mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM mega ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM eru inn í þetta félag. Engin framtíðarsýn hefur verið gerð fyrir VM eftir þessar breytingar sem auðvitað er ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi.Eiga félagsmenn VM sem eiga félagið að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei.Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei.Með félagskveðju,Guðmundur Ragnarsson,Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að núverandi formaður VM, Guðmundur Helgi Þórarinsson, afhjúpi í grein sinni hvernig leyndin er hjá VM. Reyndar ásakar hann mig í leiðinni um rangfærslur. Allt sem ég hef sett fram hef ég fengið frá varamönnum í stjórn félagsins. Það þýðir að ef eitthvað er rangt hermt, þá hefur upplýsingum verið leynt fyrir þeim eins og ítrekað hefur verið bent á. Eins og ég er að upplifa hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá VM, þarf ekki að skálda neitt eða segja ósatt. Þvílík er óstjórnin og feluleikurinn. Varðandi stöðugildin þá gleymdi formaðurinn að geta þess í grein sinni að lögð hafi verið niður störf hjá VM og þau komin inn í 2F. Ef eitthvað sem ég hef sett fram er ekki rétt, þá hafa varamenn í stjórn VM sem hafa upplýst mig, ekki verið með réttar upplýsingar frekar en félagsmenn. Í greininni minnist formaður VM t.d. ekki á að búið er að úthýsa kjarasviðinu sem er mikilvægasta svið félagsins. Engin ástæða væri til að munnhöggvast um samvinnu eða sameiningu ef formaður VM væri búinn að kynna fyrir félagsmönnum samninginn sem hann skrifaði undir 30. nóvember 2021. Þá væru allir upplýstir og við værum að rökræða um kosti hans og galla eins á að gera. Eru allir að segja ósatt? Að skoðanir mínar og annarra um ýmislegt sem hefur verið að gerast í félaginu séu lygar er óásættanlegur málflutningur. Það er skoðun margra að lög félagsins hafi ítrekað verið brotin, það er okkar rökstudda skoðun en ekki lygi. Það er að koma í ljós núna sem meðal annars hefur verið sett fram áður varðandi fjármál félagsins þegar verið er að rýna ársreikninginn.Samkvæmt því sem ég var að heyra þá var að koma í ljós samkvæmt ársreikningi VM að nýja húsnæðið væri komið yfir 500 milljónir. Trúlega er það skýringin á því af hverju stjórnarmenn, sem kallað hafa eftir því að fá að vita hver kostnaðurinn við nýju húsakaupin er, hafi ekki fengið nein svör þótt ítrekað hafi verið kallað eftir þeim.Ég hef verið kallaður lygari fyrir það að benda á að ekki eru til heimildir fyrir öllum þessum útgjöldum samkvæmt lögum félagsins. Stjórnarmenn hafa líka verið að kalla eftir því hvort til séu heimildir fyrir þessum útgjöldum án þess að fá svör, enda þær ekki til.Samvinna á réttum forsendumGuðmundi Helga Þórarinssyni er tíðrætt um samvinnu hinna ýmsu félaga eins og hann hafi verið að finna upp hjólið. Hann ætti að rifja það upp að á meðan ég var formaður VM fóru öll iðnaðarfélögin í fyrsta skipti í sameiginlega kjarasamninga. Hann ætti líka að rifja það upp hvernig það endaði og hver gekk út úr því samstarfi áður en til verkfalls kom, trúlega af því að það félag átti ekki krónu í verkfallssjóði.Sjómenn fóru í fyrsta skipti saman í síðustu kjarasamningagerð og verkfallsaðgerðir. Hver var það sem kom því á að Sjómannafélag Íslands fengi að vera við borðið? Það var ekki Guðmundur Helgi Þórarinsson. Félag skipstjórnarmanna var ekki með í þessum aðgerðum. Af fenginni reynslu hefur það verið málflutningur minn að allt svona samstarf og sameiningar þurfi að vinna mjög vel og gefa sér tíma í það. Þess vegna væri ástæða fyrir Guðmund Helga Þórarinsson að rifja það upp þegar við vorum að skoða rekstur FIT til að átta okkur á því hvernig þeir gátu undirboðið okkur í félagsgjöldum og hver skoðun hans var á því þá.Hvað í samningnum má ekki upplýsa?Það hefur verið ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skuli snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F, sem mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM mega ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM eru inn í þetta félag. Engin framtíðarsýn hefur verið gerð fyrir VM eftir þessar breytingar sem auðvitað er ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi.Eiga félagsmenn VM sem eiga félagið að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei.Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei.Með félagskveðju,Guðmundur Ragnarsson,Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun