Þetta sagði hann á vorfundi Íhaldsflokksins í morgun og sagði hann einnig mikilvægt að Bretar yrðu að hætta að kaupa olíu og annarskonar eldsneyti af Úkraínu. Bretlandi þyrfti að taka stjórn á eigin orkumálum, samkvæmt Sky News.
Forsætisráðherrann sagði Breta hafa gripið til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum og það fæli í sér ákveðinn kostnað fyrir bresku þjóðina. Það að gera ekkert myndi þó reynast mun dýrara.
"The cost of doing nothing would be far higher."
— Sky News (@SkyNews) March 19, 2022
Prime Minister Boris Johnson says Putin's war is "intended to cause economic damage to the west", adding he is "proud" of the sanctions placed on Russia.https://t.co/X3flQUBL0r
Sky 501, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/i6jizUSK4i
Johnson sagðist hafa lesið langa og „klikkaða“ ritgerð sem Pútín skrifaði fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann skrifaði um afstöðu sína gagnvart Úkraínu.
„Hann trúði því ekki í alvöru að Úkraína myndi ganga í NATO í bráð, svo hann vissi vil að það stóð ekki til að koma eldflaugum fyrir í Úkraínu,“ sagði Johnson. Hann sagði Pútín hafa óttast Úkraínu að annarri ástæðu.
Johnson sagði að með hverju ári sem Úkraína nálgaðist aukið frelsi, lýðræði og opna markaði, þó það reyndist oft erfitt, óttaðist Pútin það fordæmi og hvaða áhrif það hefði í Rússlandi.
„Því í Rússlandi Pútíns getur þú verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að kalla innrás innrás og ef þú býður þig fram gegn honum í kosningum er eitrað fyrir þér eða þú skotinn,“ sagði Johnson.
„Það er einmitt vegna náinna sögulegra tengsla Úkraínu og Rússlands sem hann hræðist áhrif breytinga í Úkraínu á hann og Rússland.“
"We stand with the Ukrainian people and our hearts go out to them."
— Sky News (@SkyNews) March 19, 2022
Prime Minister Boris Johnson says with every day the war in Ukraine continues "it is clear Putin has made a catastrophic mistake".https://t.co/X3flQUBL0r
Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/f6XezsVrBl
Johnson sagði einnig að beri Pútín sigur úr býtum í Úkraínu myndi það hafa slæmar afleiðingar fyrir Georgíu og Moldóvu. Nýtt tímabil ógnana myndi hefjast í Evrópu, frá Eystrasalti að Svartahafi. Þar að auki myndi sigur Pútíns gefa alræðisstjórnum um heiminn allan grænt ljós til að grípa til sambærilegra aðgerða.
Heimurinn væri kominn að ákveðnum vendipunkti og valið væri milli frelsis eða kúgunar.
Ræðu forsætisráðherrans í heild sinni má sjá hér að neðan.
Watch live: Prime Minister Boris Johnson is making a speech at the Conservative Party conference in Blackpool https://t.co/qReKOI9bOh
— Sky News (@SkyNews) March 19, 2022