Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2022 14:45 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að komi til aðgerða vegna verðbólguþróunnar muni þær beinast að tekjulægstu heimilum landsins. Fari bensínverð í hæstu hæðir sé þó ekki útilokað að stjórnvöld grípi inn í. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á eldsneyti en í síðustu viku fór verð á bensínlítranum upp í um og yfir 300 krónur. Hinir ýmsu stigu fram og hvöttu stjórnvöld til að lækka álögur á bensín tímabundið til að koma í veg fyrir verðbólguskot þar á meðal Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið hvatti enn á ný stjórnvöld í vikunni en heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækkaði þó aðeins í þessari viku. Þá hafa ýmsar hrávörur hækkað mikið undanfarnar vikur vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Í nýrri verðbólguspá Landsbankans kemur fram að búist sé við 6,8% verðbólgu í þessum mánuði og hækkun um 1% milli mánaða. Mikil óvissa sé um þróun olíuverðs, fasteignaverðs og gengi krónunnar. Þá hafi verðbólga í helstu viðskiptalöndum í sumum tilfellum ekki verið hærri í nokkra áratugi. Það muni skila sér hingað til lands í meiri verðbólgu á innfluttum vörum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að fyrst og fremst sé horft til sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópanna nú vegna verðbólguþróunarinnar. „Ríkisstjórnin hefur rætt um mögulegar aðgerðir vegna verðbólgu en við erum ekki komin með mótaðar tillögur í því efni. Verðbólgan mun alltaf fyrst bitna á tekjulægstu heimilunum. Þess vegna er ég frekar þeirrar skoðunar að við kæmum fyrst með sérsniðnar lausnir fyrir þau heimili ef við kæmum með einhvers konar aðgerðir. Ef við færum í þá almennu aðgerð að slá niður álögur á eldsneyti þá væri það tiltölulega dýrt og myndi ekki ná til þeirra sem hafa minnst milli handanna heldur myndi hún fara þvert yfir samfélagið og við værum að kosta miklu til,“ segir hann. Haldi eldsneytisverð áfram að hækka mikið útilokar Bjarni þó ekki inngrip. „Á þessari stundu er ekki að koma fram tillaga um að draga úr álögum á eldsneyti en það kann að vera að ef mál þróast á versta veg að eitthvað slíkt kæmi til álita síðar,“ segir Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Neytendur Bensín og olía Verðlag Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á eldsneyti en í síðustu viku fór verð á bensínlítranum upp í um og yfir 300 krónur. Hinir ýmsu stigu fram og hvöttu stjórnvöld til að lækka álögur á bensín tímabundið til að koma í veg fyrir verðbólguskot þar á meðal Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið hvatti enn á ný stjórnvöld í vikunni en heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækkaði þó aðeins í þessari viku. Þá hafa ýmsar hrávörur hækkað mikið undanfarnar vikur vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Í nýrri verðbólguspá Landsbankans kemur fram að búist sé við 6,8% verðbólgu í þessum mánuði og hækkun um 1% milli mánaða. Mikil óvissa sé um þróun olíuverðs, fasteignaverðs og gengi krónunnar. Þá hafi verðbólga í helstu viðskiptalöndum í sumum tilfellum ekki verið hærri í nokkra áratugi. Það muni skila sér hingað til lands í meiri verðbólgu á innfluttum vörum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að fyrst og fremst sé horft til sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópanna nú vegna verðbólguþróunarinnar. „Ríkisstjórnin hefur rætt um mögulegar aðgerðir vegna verðbólgu en við erum ekki komin með mótaðar tillögur í því efni. Verðbólgan mun alltaf fyrst bitna á tekjulægstu heimilunum. Þess vegna er ég frekar þeirrar skoðunar að við kæmum fyrst með sérsniðnar lausnir fyrir þau heimili ef við kæmum með einhvers konar aðgerðir. Ef við færum í þá almennu aðgerð að slá niður álögur á eldsneyti þá væri það tiltölulega dýrt og myndi ekki ná til þeirra sem hafa minnst milli handanna heldur myndi hún fara þvert yfir samfélagið og við værum að kosta miklu til,“ segir hann. Haldi eldsneytisverð áfram að hækka mikið útilokar Bjarni þó ekki inngrip. „Á þessari stundu er ekki að koma fram tillaga um að draga úr álögum á eldsneyti en það kann að vera að ef mál þróast á versta veg að eitthvað slíkt kæmi til álita síðar,“ segir Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Neytendur Bensín og olía Verðlag Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00