Vaktin: Pútín sagður búinn að sætta sig við að geta ekki velt Selenskí úr sessi Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. mars 2022 16:20 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Chirikov Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Vladimír Pútín er ekki enn tilbúinn til að ræða við Vólódímír Selenskí. Forseti Tyrklands hefur rætt við þá báða og Tyrkir segja Pútín líklega vilja styrkja stöðu sína fyrst. Þá er Pútín sagður hafa sætt sig við að hann geti ekki komið Selensí frá völdum. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja engin ummerki um að stríðinu muni ljúka í bráð. Breska varnarmálaráðuneytið segir í daglegri stöðufærslu sinni að Rússum hafi mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum og að hörð andspyrna Úkraínumanna hafi komið þeim á óvart. Þeir hafi því gripið til þess ráðs að beina vopnum sínum að almennum borgurum og innviðum. Sameinuðu þjóðirnar segja 816 almenna borgar hafa látið lífið í átökunum og 1.333 særst. Raunverulegur fjöldi er þó líklega meiri. Borgaryfirvöld í Kænugarði sögðu í gær að 222 hefðu látist í árásum Rússa á höfuðborgina, þar af 60 almennir borgarar og fjögur börn. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, mun hitta Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, í Nýju Delí í dag og kalla eftir sameiginlegu alþjóðlegu átaki til að binda enda enda á stríðið í Úkraínu. AFP segir að minnsta kosti 40 úkraínska hermenn hafa fallið í árás Rússa á herstöð í borginni Mykolaiv. Borgarstjórinn Oleksandr Senkevich segir nokkur þorp í héraðinu hafa verið hernumin og að borgin hafi sætt hörðum árásum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Vladimír Pútín er ekki enn tilbúinn til að ræða við Vólódímír Selenskí. Forseti Tyrklands hefur rætt við þá báða og Tyrkir segja Pútín líklega vilja styrkja stöðu sína fyrst. Þá er Pútín sagður hafa sætt sig við að hann geti ekki komið Selensí frá völdum. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja engin ummerki um að stríðinu muni ljúka í bráð. Breska varnarmálaráðuneytið segir í daglegri stöðufærslu sinni að Rússum hafi mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum og að hörð andspyrna Úkraínumanna hafi komið þeim á óvart. Þeir hafi því gripið til þess ráðs að beina vopnum sínum að almennum borgurum og innviðum. Sameinuðu þjóðirnar segja 816 almenna borgar hafa látið lífið í átökunum og 1.333 særst. Raunverulegur fjöldi er þó líklega meiri. Borgaryfirvöld í Kænugarði sögðu í gær að 222 hefðu látist í árásum Rússa á höfuðborgina, þar af 60 almennir borgarar og fjögur börn. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, mun hitta Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, í Nýju Delí í dag og kalla eftir sameiginlegu alþjóðlegu átaki til að binda enda enda á stríðið í Úkraínu. AFP segir að minnsta kosti 40 úkraínska hermenn hafa fallið í árás Rússa á herstöð í borginni Mykolaiv. Borgarstjórinn Oleksandr Senkevich segir nokkur þorp í héraðinu hafa verið hernumin og að borgin hafi sætt hörðum árásum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira