Vaktin: Pútín sagður búinn að sætta sig við að geta ekki velt Selenskí úr sessi Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. mars 2022 16:20 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Chirikov Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Vladimír Pútín er ekki enn tilbúinn til að ræða við Vólódímír Selenskí. Forseti Tyrklands hefur rætt við þá báða og Tyrkir segja Pútín líklega vilja styrkja stöðu sína fyrst. Þá er Pútín sagður hafa sætt sig við að hann geti ekki komið Selensí frá völdum. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja engin ummerki um að stríðinu muni ljúka í bráð. Breska varnarmálaráðuneytið segir í daglegri stöðufærslu sinni að Rússum hafi mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum og að hörð andspyrna Úkraínumanna hafi komið þeim á óvart. Þeir hafi því gripið til þess ráðs að beina vopnum sínum að almennum borgurum og innviðum. Sameinuðu þjóðirnar segja 816 almenna borgar hafa látið lífið í átökunum og 1.333 særst. Raunverulegur fjöldi er þó líklega meiri. Borgaryfirvöld í Kænugarði sögðu í gær að 222 hefðu látist í árásum Rússa á höfuðborgina, þar af 60 almennir borgarar og fjögur börn. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, mun hitta Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, í Nýju Delí í dag og kalla eftir sameiginlegu alþjóðlegu átaki til að binda enda enda á stríðið í Úkraínu. AFP segir að minnsta kosti 40 úkraínska hermenn hafa fallið í árás Rússa á herstöð í borginni Mykolaiv. Borgarstjórinn Oleksandr Senkevich segir nokkur þorp í héraðinu hafa verið hernumin og að borgin hafi sætt hörðum árásum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Vladimír Pútín er ekki enn tilbúinn til að ræða við Vólódímír Selenskí. Forseti Tyrklands hefur rætt við þá báða og Tyrkir segja Pútín líklega vilja styrkja stöðu sína fyrst. Þá er Pútín sagður hafa sætt sig við að hann geti ekki komið Selensí frá völdum. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja engin ummerki um að stríðinu muni ljúka í bráð. Breska varnarmálaráðuneytið segir í daglegri stöðufærslu sinni að Rússum hafi mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum og að hörð andspyrna Úkraínumanna hafi komið þeim á óvart. Þeir hafi því gripið til þess ráðs að beina vopnum sínum að almennum borgurum og innviðum. Sameinuðu þjóðirnar segja 816 almenna borgar hafa látið lífið í átökunum og 1.333 særst. Raunverulegur fjöldi er þó líklega meiri. Borgaryfirvöld í Kænugarði sögðu í gær að 222 hefðu látist í árásum Rússa á höfuðborgina, þar af 60 almennir borgarar og fjögur börn. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, mun hitta Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, í Nýju Delí í dag og kalla eftir sameiginlegu alþjóðlegu átaki til að binda enda enda á stríðið í Úkraínu. AFP segir að minnsta kosti 40 úkraínska hermenn hafa fallið í árás Rússa á herstöð í borginni Mykolaiv. Borgarstjórinn Oleksandr Senkevich segir nokkur þorp í héraðinu hafa verið hernumin og að borgin hafi sætt hörðum árásum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira