Um utanumhald og stuðning Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 15:30 Kæri frambjóðandi. Nú fer að líða að sveitastjórnarkosningum og þú hefur ákveðið að gefa kost á þér sem fulltrúi samfélagsins sem þú býrð í. Þér finnst þú í stakk búin til þess að geta borið hagsmuni íbúana í samfélaginu fyrir brjósti þér. Hjá þér brennur áhugi og dyggð að gera gott samfélag enn betra. Þú hefur ákveðið að berjast fyrir ákveðnum málefnum sem þér finnst megi standa betur að. Tilgangur minn hér í dag er að vekja athygli þína á mjög mikilvægu málefni. Málefni sem snertir börnin í samfélaginu, börnin sem þurfa á aðstoð að halda í skólanum. Að vera með barn í fyrsta bekk, sem segist ekki langa í skólann því það sé ekki gaman, tekur ótrúlega mikið á. Barn sem er á biðlista eftir greiningu vegna ADHD sem tekur 12 til 14 mánuði. Barn sem finnur sig ekki í skólakerfinu og gengur illa að aðlagast skólanum og skólakerfinu. Vissulega hefur verið reynt að finna lausn með sjónrænu skipulagi og umbunarkerfi. Þar að auki var lausn skólans að setja barnið í auðveldara námsefni. En hvað svo? Ekki er starfandi þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi við skólann til þess að geta aðlagað umhverfið að barninu. Leiðbeint kennara og verið til halds og traust fyrir barn og kennara svo barninu líði vel. Skólasálfræðingur kemur inn í skólann í mýflugumynd, með þeim afleiðingum að ekki er fræðilegt fyrir barnið að komast að. Því hann kemur í stuttan tíma og er hlaðinn verkefnum. Hver einasti morgun er einn kvíðahnútur í maga foreldra og barns. Foreldrar gera sitt allra besta til að upphefja skólann. Barnið er farið að gera upp veikindi, magaverk eða talar um að hafa kastað upp. Fylgja barninu í skólann af hræðslu við að einn daginn fari það ekki inn og tekur uppá því að fara annað. Að standa í anddyri skólans og láta starfsfólk rífa barnið úr fanginu á sér hágrátandi. Að labba til vinnu með hnút í maga, tárin í augum og sting í hjarta. Vera í vinnu eins og þú hefur verið kýldur fast í maga. Já, barnið er aðeins í 1. bekk. Hvað er fram undan næstu 10 ár ef þetta er staðan í dag? Barn sem finnur sig ekki í nýju umhverfi vegna þess að því líður eins og það passi ekki inn, því líður illa. Er utanvelta frá samnemendum sínum og á í hættu að flosna upp úr námi. Kvíði sem byggist upp við að fara í skólann eykst og þróast meira með hverjum degi. Það er hlutverk skólans að passa upp á að allir fái jafnt tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ef barni gengur illa á einhverju sviði þá þarf það betra utanumhald og stuðning. Þá kemur að tilgangi mínum með ofangreindum upplýsingum kæri frambjóðandi. Það er mikilvægt að horfa til skólamála í sveitarfélögum. Í skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Hvar er jöfnuður fyrir nemendur með sértækar þarfir ef það er bara einn kennari með heilan bekk af börnum og fær jafnvel ekki nema einn starfsmann sér til stuðnings, því ekki er til fjármagn fyrir fleiri stöðugildum. Tveir starfsmenn þurfa að vera til staðar og aðstoða alla nemendur, jafnvel á sama tíma. Ofan á það bætist að þurfa að sinna 1 til 4 börnum með sértækar þarfir með mismunandi greiningar og námsörðugleika. Einmitt á þessum tíma þarf að kafa vel ofan í menntamál sveitarfélagsins og finna lausn hvernig skólinn ætlar að koma til móts við börnin svo að þeim líði vel í skólaumhverfinu. Ekki aðlaga barnið að umhverfinu heldur að aðlaga umhverfið að barninu. Ég get sagt þér kæri frambjóðandi að dæmisagan hér að ofan er ekki einstakt tilvik, hef ég heyrt þær margar. Nú hvet ég þig kæri frambjóðandi, íhugaðu hvernig menntamálin eru í þínu sveitarfélagi og hvernig ætlar þú að gera betur fyrir börn með sértækar þarfir. Koma í veg fyrir að börn finni fyrir kvíða að mæta í skólann. Hvernig ætlar skólinn að koma til móts við fjölskyldur? Koma í veg fyrir að foreldrar fari frá börnum til vinnu með kvíðahnút í maganum? Það sem þú getur gert kæri frambjóðandi er að þú getur breytt aðstæðum í þínu sveitafélagi með því að hefja frumgreiningu strax á leikskóla aldri, í stað þess að byrja á því þegar barn byrjar í grunnskóla eða rétt í lok leikskólans þegar það er stutt í sumarfrí. Með því ertu að flýta fyrir ferlinu og hugsanlega gæti barn verið byrjað í meðferð áður en grunnskólastigið hefst. Sem gerir það að verkum að barnið hefur náð tökum á því sem er að hrjá það. Skólaumhverfið er reiðubúið að taka á móti barninu og aðlaga sig að því. Því ég er viss um að með samhentri vinnu sé hægt að gera betur gagnvart þessum börnum. Saman getur sveitarfélagið, skólastjórnendur og fjölskyldur unnið saman að börnunum líði vel í skólanum þrátt fyrir greiningar og námsörðugleika. Virðingarfyllst, Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kæri frambjóðandi. Nú fer að líða að sveitastjórnarkosningum og þú hefur ákveðið að gefa kost á þér sem fulltrúi samfélagsins sem þú býrð í. Þér finnst þú í stakk búin til þess að geta borið hagsmuni íbúana í samfélaginu fyrir brjósti þér. Hjá þér brennur áhugi og dyggð að gera gott samfélag enn betra. Þú hefur ákveðið að berjast fyrir ákveðnum málefnum sem þér finnst megi standa betur að. Tilgangur minn hér í dag er að vekja athygli þína á mjög mikilvægu málefni. Málefni sem snertir börnin í samfélaginu, börnin sem þurfa á aðstoð að halda í skólanum. Að vera með barn í fyrsta bekk, sem segist ekki langa í skólann því það sé ekki gaman, tekur ótrúlega mikið á. Barn sem er á biðlista eftir greiningu vegna ADHD sem tekur 12 til 14 mánuði. Barn sem finnur sig ekki í skólakerfinu og gengur illa að aðlagast skólanum og skólakerfinu. Vissulega hefur verið reynt að finna lausn með sjónrænu skipulagi og umbunarkerfi. Þar að auki var lausn skólans að setja barnið í auðveldara námsefni. En hvað svo? Ekki er starfandi þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi við skólann til þess að geta aðlagað umhverfið að barninu. Leiðbeint kennara og verið til halds og traust fyrir barn og kennara svo barninu líði vel. Skólasálfræðingur kemur inn í skólann í mýflugumynd, með þeim afleiðingum að ekki er fræðilegt fyrir barnið að komast að. Því hann kemur í stuttan tíma og er hlaðinn verkefnum. Hver einasti morgun er einn kvíðahnútur í maga foreldra og barns. Foreldrar gera sitt allra besta til að upphefja skólann. Barnið er farið að gera upp veikindi, magaverk eða talar um að hafa kastað upp. Fylgja barninu í skólann af hræðslu við að einn daginn fari það ekki inn og tekur uppá því að fara annað. Að standa í anddyri skólans og láta starfsfólk rífa barnið úr fanginu á sér hágrátandi. Að labba til vinnu með hnút í maga, tárin í augum og sting í hjarta. Vera í vinnu eins og þú hefur verið kýldur fast í maga. Já, barnið er aðeins í 1. bekk. Hvað er fram undan næstu 10 ár ef þetta er staðan í dag? Barn sem finnur sig ekki í nýju umhverfi vegna þess að því líður eins og það passi ekki inn, því líður illa. Er utanvelta frá samnemendum sínum og á í hættu að flosna upp úr námi. Kvíði sem byggist upp við að fara í skólann eykst og þróast meira með hverjum degi. Það er hlutverk skólans að passa upp á að allir fái jafnt tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ef barni gengur illa á einhverju sviði þá þarf það betra utanumhald og stuðning. Þá kemur að tilgangi mínum með ofangreindum upplýsingum kæri frambjóðandi. Það er mikilvægt að horfa til skólamála í sveitarfélögum. Í skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Hvar er jöfnuður fyrir nemendur með sértækar þarfir ef það er bara einn kennari með heilan bekk af börnum og fær jafnvel ekki nema einn starfsmann sér til stuðnings, því ekki er til fjármagn fyrir fleiri stöðugildum. Tveir starfsmenn þurfa að vera til staðar og aðstoða alla nemendur, jafnvel á sama tíma. Ofan á það bætist að þurfa að sinna 1 til 4 börnum með sértækar þarfir með mismunandi greiningar og námsörðugleika. Einmitt á þessum tíma þarf að kafa vel ofan í menntamál sveitarfélagsins og finna lausn hvernig skólinn ætlar að koma til móts við börnin svo að þeim líði vel í skólaumhverfinu. Ekki aðlaga barnið að umhverfinu heldur að aðlaga umhverfið að barninu. Ég get sagt þér kæri frambjóðandi að dæmisagan hér að ofan er ekki einstakt tilvik, hef ég heyrt þær margar. Nú hvet ég þig kæri frambjóðandi, íhugaðu hvernig menntamálin eru í þínu sveitarfélagi og hvernig ætlar þú að gera betur fyrir börn með sértækar þarfir. Koma í veg fyrir að börn finni fyrir kvíða að mæta í skólann. Hvernig ætlar skólinn að koma til móts við fjölskyldur? Koma í veg fyrir að foreldrar fari frá börnum til vinnu með kvíðahnút í maganum? Það sem þú getur gert kæri frambjóðandi er að þú getur breytt aðstæðum í þínu sveitafélagi með því að hefja frumgreiningu strax á leikskóla aldri, í stað þess að byrja á því þegar barn byrjar í grunnskóla eða rétt í lok leikskólans þegar það er stutt í sumarfrí. Með því ertu að flýta fyrir ferlinu og hugsanlega gæti barn verið byrjað í meðferð áður en grunnskólastigið hefst. Sem gerir það að verkum að barnið hefur náð tökum á því sem er að hrjá það. Skólaumhverfið er reiðubúið að taka á móti barninu og aðlaga sig að því. Því ég er viss um að með samhentri vinnu sé hægt að gera betur gagnvart þessum börnum. Saman getur sveitarfélagið, skólastjórnendur og fjölskyldur unnið saman að börnunum líði vel í skólanum þrátt fyrir greiningar og námsörðugleika. Virðingarfyllst, Höfundur er kjósandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar