Vaktin: Segja hundruð þúsunda hafa snúið aftur til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason, Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. mars 2022 06:52 Slökkviliðsmenn berjast hér við mikinn eld í vöruskemmu í útjaðri Kænugarðs, eftir sprengjuárás Rússa. AP/Vadim Ghirda Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Enn er óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu í Maríupól þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Breska varnarmálaráðuneytið segir enn og aftur að Rússum sé ekki að verða neitt ágengt í sókn sinni. Þeir halda hins vegar áfram linnulausum árásum á nokkrar borgir, þeirra á meðal Kænugarð og Maríupól. Bandaríkjamenn hafa samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir miklu magni vopna, meðal annars hátæknivopnum sem embættismenn segja auðflytjanleg og krefjast lítillar þjálfunar. Alþjóðasamfélagið býr sig undir mikinn vöruskort vegna stríðsins. OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu vegna átakanna. Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að yfir 320.000 Úkraínumenn sem flúð höfðu landið séu snúnir aftur heim, meirihlutinn karlmenn. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Enn er óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu í Maríupól þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Breska varnarmálaráðuneytið segir enn og aftur að Rússum sé ekki að verða neitt ágengt í sókn sinni. Þeir halda hins vegar áfram linnulausum árásum á nokkrar borgir, þeirra á meðal Kænugarð og Maríupól. Bandaríkjamenn hafa samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir miklu magni vopna, meðal annars hátæknivopnum sem embættismenn segja auðflytjanleg og krefjast lítillar þjálfunar. Alþjóðasamfélagið býr sig undir mikinn vöruskort vegna stríðsins. OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu vegna átakanna. Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að yfir 320.000 Úkraínumenn sem flúð höfðu landið séu snúnir aftur heim, meirihlutinn karlmenn. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira