„Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 16. mars 2022 14:40 Vólódímír Selenskí ávarpaði Bandaríkjaþing í dag. AP/Drew Angerer „Úkraínska fólkið er ekki eingöngu að verja Úkraínu. Við erum að verja gildi Evrópu og gildi heimsins.“ Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til bandarískra þingmanna í dag. Þar kallaði hann enn og aftur eftir því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið kæmu á flugbanni í lofthelgi Úkraínu og stöðvuðu loft- og eldflaugaárásir Rússa á úkraínskar borgir. Bandaríkjaþing bauð Selenskí velkominn með standandi lófataki og Nancy Pelosi, forseti þingsins, sagði „dýrð sé Úkraínu“ áður en hún bauð Selenskí orðið. Í ávarpi sínu mynnti Selenskí bandarísku þingmennina á árásirnar á Tvíburaturnana árið 2001, og árásarinnar á Pearl Harbour í seinni heimsstyrjöldinni. „Illmenni reyndu að breyta borgum ykkar í vígvöll, saklaust fólk varð fyrir árásum. Þið sáuð það ekki fyrir og gátuð ekki stoppað það. Landið mitt upplifir þetta sama á hverjum degi, akkúrat núna, á þessu augnabliki, í heilar þrjár vikur,“ sagði Selenskí. Þá sýndi hann bandarískum þingmönnum myndband sem sýndi árásir á Úkraínu og eyðilegginguna þar. Selenskí vísaði einnig til þess að Bandaríkin séu öflugasta ríki heims og sagði að það að vera leiðtogi heimsins fæli í sér að vera leiðtogi friðar. Í lok ávarpsins beindi Selenskí orðum sínum beint til Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, og sagðist vonast til þess að Biden tæki það að sér að verða leiðtogi friðar. „Í dag er ekki nóg að vera leiðtogi þjóðar. Í dag þarftu að vera leiðtogi heimsins. Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10 Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til bandarískra þingmanna í dag. Þar kallaði hann enn og aftur eftir því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið kæmu á flugbanni í lofthelgi Úkraínu og stöðvuðu loft- og eldflaugaárásir Rússa á úkraínskar borgir. Bandaríkjaþing bauð Selenskí velkominn með standandi lófataki og Nancy Pelosi, forseti þingsins, sagði „dýrð sé Úkraínu“ áður en hún bauð Selenskí orðið. Í ávarpi sínu mynnti Selenskí bandarísku þingmennina á árásirnar á Tvíburaturnana árið 2001, og árásarinnar á Pearl Harbour í seinni heimsstyrjöldinni. „Illmenni reyndu að breyta borgum ykkar í vígvöll, saklaust fólk varð fyrir árásum. Þið sáuð það ekki fyrir og gátuð ekki stoppað það. Landið mitt upplifir þetta sama á hverjum degi, akkúrat núna, á þessu augnabliki, í heilar þrjár vikur,“ sagði Selenskí. Þá sýndi hann bandarískum þingmönnum myndband sem sýndi árásir á Úkraínu og eyðilegginguna þar. Selenskí vísaði einnig til þess að Bandaríkin séu öflugasta ríki heims og sagði að það að vera leiðtogi heimsins fæli í sér að vera leiðtogi friðar. Í lok ávarpsins beindi Selenskí orðum sínum beint til Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, og sagðist vonast til þess að Biden tæki það að sér að verða leiðtogi friðar. „Í dag er ekki nóg að vera leiðtogi þjóðar. Í dag þarftu að vera leiðtogi heimsins. Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10 Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10
Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01