Að sögn lögreglu fór það svo á endanum að stolni bíllinn valt og er ökumaðurinn grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Ekki er greint nánar frá því hvað varð til þess að bíllinn valt og raunar er nokkuð óljóst í skeyti frá lögreglu hvenær lögregla hafði fyrst afskipti af málinu.
Þá var síðdegis í gær tilkynnt um mann í Kópavogi eða Breiðholti sem var búinn að ráðast á aðra og var með hótanir. Að sögn lögreglu var ekki hægt að leysa málið á vettvangi og því fékk maðurinn að gista í fangaklefa í nótt.
Og rétt fyrir níu á sama svæði var tilkynnt um ölvaðan mann sem var að áreita gangandi vegfarendur. Þegar lögregla hafði afskipti af honum vildi hann ekki gefa upp hver hann væri og streittist svo í framhaldinu á móti handtöku. Hann fékk einnig að gista fangaklefa.