Það voru þær Sigga, Beta og Elín sem sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól. Þær systur höfðu betur eftir einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka.
Hluti þjóðarinnar tjáði sig um úrslitin undir myllumerkinu #12stig og sýndist sitt hverjum. Voru margir í áfalli með að Reykjavíkurdætur hefðu ekki staðið uppi sem sigurvegarar.
Elísabet Ósk rifjaði upp talningaóreiðuna í Alþingiskosningunum í haust.
Voru stigin talin í Borgarnesi ? 🙄 #12stig
— Elísabet Ósk (@elisabetosk19) March 12, 2022
Þorgerður María gerði grín að því að líklega væri betur haldið utan um símaneyslu barnanna nú en í fyrri Söngvakeppnum.
Greinilegt að það er komin betri barnalæsing á símana hjá fólki #12stig
— sTuðgerður Maria (@thmaria220) March 12, 2022
Ásgerður Ásgeirs er eitt stórt spurningarmerki.
Hvernig unnu Reykjavíkurdætur ekki?!? #12stig
— Ásgerður Ásgeirs (@asgerdurasgeirs) March 12, 2022
Bjarki Birgis er sár.
Mér líður eins og íslenska þjóðin hafi brugðist mér #12stig #daughtersofreykjavik
— Bjarki birgisson (@Bjarkibirgisso7) March 12, 2022
Söngkonan Hildur var dyggur stuðningsmaður Reykjavíkurdætra. Hún telur fyrirkomulagið ekki gott.
Sko 2 lög í úrslit og 50% dómnefndarvægi er núna að sýna enn og aftur að vinsælasta lagið fer ekki endilega áfram. Ég er miður mín 🥺 #12stig
— Hildur (@hihildur) March 12, 2022
Svava Kristín íþróttafréttakona rýnir í söguna.
Muniði þegar við sendum Mariu Ólafs í stað Frikka Dórs? Já það var að gerast aftur. Tímabært að taka út úrslitaeinvígið í Eurovision 🤦🏻♀️🤦🏻♀️#12stig
— Svava Gretarsdóttir (@SvavaGretars) March 12, 2022
Unnur Borgþórs er á sömu skoðun.
Jæja í þetta skiptið er ég komin aftur á forritið til að segja að við erum heimskasta þjóð í heimi SJITT hvað ég er brjáluð skammist ykka. Rvkdtr og Friðrik Dór þið eruð best í heimi aldrei gleyma því 💔 #12stig
— Unnur Borgþórsdóttir (@unnurborgthors) March 12, 2022
Edda Falak hlaðvarpsstjórnandi er búin að missa trúna á Eurovision.
jæja þá er ég búin að cancella Eurovision. #12stig
— Edda Falak (@eddafalak) March 12, 2022
Hún rifjar upp einræðu Jóns Gnarr úr Næturvaktinni.
— Edda Falak (@eddafalak) September 26, 2021
Sumir Twitter-notendur telja feðraveldinu um að kenna.
Feðraveldið olli þessu #12stig
— alexis eyja (@eyjathr) March 12, 2022
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðingur er á svipuðu máli.
Þetta tap Reykjavíkurdætra hefur ekkert að gera með feminisma - er það? #12stig
— Hanna Björg (@HannaBVilhj) March 12, 2022
Salka Sól, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir, er svekkt fyrir hönd vinkvenna sinna.
Hvernig getur 6 manna dómnefnd haft jafn mikið vægi og öll þau sem kusu? Ég er handviss um að @RVKDTR unnu símakosningu. #12stig
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) March 12, 2022
Fjöldi fólks elskaði Ey-systurnar og blöskrar ummæli fólks á Twitter.
Guðrún Ásta Fylling skilur ekkert í viðbrögðum marga.
Er ekki hægt að samgleðjast Ey-systrunum í stað þess að rakka þær niður því ykkar uppáhalds lag komst ekki áfram? Var ekki girl power? #12stig
— Guðrún Ásta Fylling (@gudrunasta) March 12, 2022
Borgnesingurinn Heiðar Lind Hansson kann að meta Með hækkandi sól.
Heyrði sigurlagið í fyrsta sinn í kvöld. Kaus það nokkrum sinnum. Frábært lag! #12stig
— Heiðar Lind Hansson (@heidarlind) March 12, 2022
Bragi Valdimar textahöfundur hrósar lagahöfundinum Lay Low.
Ókei. Vissulega óvænt úrslit. Það gerist. En svona fyrst enginn annar ætlar að minnast á það: Mikið svakalega er hún Lay Low góður lagahöfundur. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) March 12, 2022
Matthías Magnússon á Rás 2 bendir á tilurð texta Lay Low.
Smá um texta Lay Low við lagið Með hækkandi sól. #12stig pic.twitter.com/lqM7xRJZxb
— Matti (@mattimar) March 12, 2022
Ylfa Lind skilur hvorki upp né niður.
Afhverju eru allir að láta eins og það hafi ekki verið magnaðar tónlistarkonur að vinna söngvakeppnina? #12stig
— Ylfa Lind Gylfadóttir (@YlfaLind) March 12, 2022
Elin Henriks er ánægð með tróíð.
Ánægð með úrslitin, áberandi bestu flytjendurnir #12stig pic.twitter.com/FmL04Nfl1L
— Elin Henriks (@elinh14) March 12, 2022
Jafet Sigfinsson segir systurnar með allt upp á tíu.
Ég veit Twitter var team RVKDTR (ég var það líka) en vá Sigga, Beta & Elín. Þvílíkt class act. Þetta var svo ótrúlega fallegur flutningur, harmoníurnar alveg upp á tíu og allt bara óaðfinnanlegt. Þær eru langt því frá að vera undeserving sigurvegarar. #12stig
— Jafet ⚡️ Sigfinnsson (@jafetsigfinns) March 12, 2022
Elín Guðmundsdóttir segir lagið einfaldlega bara hafa verið betra.
Ég skil ekki alveg þessa umræðu um að úrslitin í kvöld hafi verið and-feminísk. 3/4 sviðsfólks voru konur, texta og lagahöfundur kona og frábært lag! Reykjavíkurdætur voru með mjög gott lag og besta boðskapinn, en lagið hennar LayLow var bara betra 🤷♀️ #12stig
— Elín Pelin Michelin Zeppelin (@elingudm) March 12, 2022
Dr. Auður Magndís sættir sig alveg við niðurstöðuna.
Þrjár konur (dætur ástsælustu söngkonu landsins) með mjög gott lag eftir konu eru að fara út fyrir okkar hönd. Þar af tvær hinsegin. (Ekki beint feðraveldið uppmálað sko.)
— Dr. Auður Magndís (@amagndis) March 12, 2022
Femínistinn í mér getur alveg sætt sig vel við þetta sko. #12stig