Líður öruggari með hverjum deginum sem líður: „Ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 12:09 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Íslendingur sem búsettur er í Kænugarði óttast ekki að Rússar séu að undirbúa áhlaup á borgina. Hann segir tilraunir Rússa til að ná úkraínskum borgum á sitt vald hafa misheppnast hrapalega. Næstu tveir dagar komi til með að segja mikið um framhald stríðsins. Erlendir miðlar hafa í morgun greint frá því að Rússar gætu verið að undirbúa áhlaup á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Hergagnalest þeirra hafi dreift sér í kring um borgina og Rússum orðið nokkuð ágengt í árásum sínum á bæi og svæði utan hennar. Hersveitir nálgist Kænugarð og séu komnar í um 25 kílómetra fjarlægð frá borginni. Í vaktinni hér að neðan er hægt að nálgast allar nýjustu fréttir af gangi mála í Úkraínu: Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði segir þessar fréttir ekki gefa alveg rétta mynd af stöðunni. Sérfræðingar telji að hergagnalestin hafi dreift úr sér til að koma sér úr opinni skotlínu Úkraínumanna. „Bara til þess að taka sig saman upp á nýtt af því að skipulagið eins og það hefur verið að ganga hingað til það hefur ekki gengið upp,“ segir Óskar. Ró yfir Kænugarði Rússum hafi gengið afar illa að vinna landsvæði í kring um Kænugarð. „Þeim er algjörlega haldið við og borgin sjálf er mjög mjög vel varin. Bæði á útjaðrinum og í kring um hana og síðan bara inni í borginni. Ég meina ég fór út í apótek í morgun og ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur á leiðinni og sandpoka og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar. Honum líði því ágætlega öruggum í Kænugarði eins og er. „Mér líður alltaf betur og betur varðandi mitt eigið öryggi með hverjum degi sem líður upp á það að gera að það er að færast svo mikil ró yfir borgina sjálfa hérna. Það eru ekki búnir að vera neinir skotbardagar, það eru engir Rússar inni í borginni,“ segir Óskar. Næstu dagar skipti sköpum Rússar virðast hafa gefið í árásir sínar á ýmsar borgir í morgun. Óskar er þó bjartsýnn enda hafi þeim gengið illa að ná borgum á sitt vald frá því að þeir réðust inn í landið. „Meira að segja á stöðum eins og í Mariupol. Að Mariupol sem er gjörsamlega búið að bomba í klessu að þeir ná ekki inn fyrir Mariupol. Sem er alveg ótrúlegt miðað við að hún sé rafmagnslaus, vatnslaus, hitalaus. En Úkraínuher hleypir þeim ekki inn,“ segir Óskar. Næstu dagar muni skipta sköpum í stríðinu. „Næstu svona 48 tímar munu segja okkur helvíti mikið um hvernig næstu vikur verða. Svona hvernig þetta stríð mun þróast. En það er náttúrulega ómögulegt að spá fyrir um stríð,“ segir Óskar. Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Erlendir miðlar hafa í morgun greint frá því að Rússar gætu verið að undirbúa áhlaup á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Hergagnalest þeirra hafi dreift sér í kring um borgina og Rússum orðið nokkuð ágengt í árásum sínum á bæi og svæði utan hennar. Hersveitir nálgist Kænugarð og séu komnar í um 25 kílómetra fjarlægð frá borginni. Í vaktinni hér að neðan er hægt að nálgast allar nýjustu fréttir af gangi mála í Úkraínu: Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði segir þessar fréttir ekki gefa alveg rétta mynd af stöðunni. Sérfræðingar telji að hergagnalestin hafi dreift úr sér til að koma sér úr opinni skotlínu Úkraínumanna. „Bara til þess að taka sig saman upp á nýtt af því að skipulagið eins og það hefur verið að ganga hingað til það hefur ekki gengið upp,“ segir Óskar. Ró yfir Kænugarði Rússum hafi gengið afar illa að vinna landsvæði í kring um Kænugarð. „Þeim er algjörlega haldið við og borgin sjálf er mjög mjög vel varin. Bæði á útjaðrinum og í kring um hana og síðan bara inni í borginni. Ég meina ég fór út í apótek í morgun og ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur á leiðinni og sandpoka og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar. Honum líði því ágætlega öruggum í Kænugarði eins og er. „Mér líður alltaf betur og betur varðandi mitt eigið öryggi með hverjum degi sem líður upp á það að gera að það er að færast svo mikil ró yfir borgina sjálfa hérna. Það eru ekki búnir að vera neinir skotbardagar, það eru engir Rússar inni í borginni,“ segir Óskar. Næstu dagar skipti sköpum Rússar virðast hafa gefið í árásir sínar á ýmsar borgir í morgun. Óskar er þó bjartsýnn enda hafi þeim gengið illa að ná borgum á sitt vald frá því að þeir réðust inn í landið. „Meira að segja á stöðum eins og í Mariupol. Að Mariupol sem er gjörsamlega búið að bomba í klessu að þeir ná ekki inn fyrir Mariupol. Sem er alveg ótrúlegt miðað við að hún sé rafmagnslaus, vatnslaus, hitalaus. En Úkraínuher hleypir þeim ekki inn,“ segir Óskar. Næstu dagar muni skipta sköpum í stríðinu. „Næstu svona 48 tímar munu segja okkur helvíti mikið um hvernig næstu vikur verða. Svona hvernig þetta stríð mun þróast. En það er náttúrulega ómögulegt að spá fyrir um stríð,“ segir Óskar.
Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent