Vaktin: Segir rússneska herinn hafa orðið fyrir sögulegu höggi Fanndís Birna Logadóttir, Árni Sæberg og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. mars 2022 07:52 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist viss um að Rússum muni ekki takast ætlunarverk sitt. AP Rússar halda áfram að sækja að í Kænugarði en átök áttu sér stað norðvestur af borginni í morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Varnamálaráðuneyti Úkraínu segir að meirihluti rússneska herliðsins sé nú 25 kílómetrum frá miðborg Kænugarðs. Rússar höfðu herjað á fjölda borga í Úkraínu í gær og virðast nú búa sig undir stórsókn inn í höfuðborgina. Úkraínskir miðlar greindu frá því í morgun að kviknað hefði í tveimur olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa. Loftvarnaflautur hljómuðu í flestum borgum Úkraínu í morgun og var fólk hvatt til að leita skjóls. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn hafa orðið fyrir gríðarlegu höggi og fullyrðir að Úkraína muni bera sigur úr býtum. Hann sagði um þrettán hundruð úkraínska hermenn hafa fallið frá upphafi innrásarinnar. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag úr borgum á borð við Mariupol en sprengjum var varpað á mosku í borginni í morgun. Yfirvöld í Kænugarði og Donetsk segja Rússa halda árásum sínum áfram þrátt fyrir fólk á flótta. Vesturlöndin tilkynntu í gær frekari refsiaðgerðir til handa Rússum vegna innrásarinnar. Evrópusambandið mun í dag kynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn. Selenskí kallaði eftir því í ávarpi sínu að leiðtogar heimsins gerðu meira. Hér má finna vakt gærdagsins.
Helstu vendingar: Varnamálaráðuneyti Úkraínu segir að meirihluti rússneska herliðsins sé nú 25 kílómetrum frá miðborg Kænugarðs. Rússar höfðu herjað á fjölda borga í Úkraínu í gær og virðast nú búa sig undir stórsókn inn í höfuðborgina. Úkraínskir miðlar greindu frá því í morgun að kviknað hefði í tveimur olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa. Loftvarnaflautur hljómuðu í flestum borgum Úkraínu í morgun og var fólk hvatt til að leita skjóls. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn hafa orðið fyrir gríðarlegu höggi og fullyrðir að Úkraína muni bera sigur úr býtum. Hann sagði um þrettán hundruð úkraínska hermenn hafa fallið frá upphafi innrásarinnar. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag úr borgum á borð við Mariupol en sprengjum var varpað á mosku í borginni í morgun. Yfirvöld í Kænugarði og Donetsk segja Rússa halda árásum sínum áfram þrátt fyrir fólk á flótta. Vesturlöndin tilkynntu í gær frekari refsiaðgerðir til handa Rússum vegna innrásarinnar. Evrópusambandið mun í dag kynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn. Selenskí kallaði eftir því í ávarpi sínu að leiðtogar heimsins gerðu meira. Hér má finna vakt gærdagsins.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira