Kópavogsbær ætlar ekki að innleiða barnasáttmála SÞ Lúðvík Júlíusson skrifar 11. mars 2022 16:30 Velferðarsvið Kópavogs segir nei Nýlega útskýrði Velferðarsvið Kópavogsbæjar frá því að það hefði ekki í hyggju að veita öllum börnum í Kópavogi samræmda og heildstæða þjónustu(1). Velferðarsvið væri á þeirri skoðun, ásamt lögfræðisviði bæjarins, að börn einstæðra foreldra ættu ekki rétt á þessum stuðningi. Þess í stað ættu einstæðir foreldrar sjálfir að bera meiri ábyrgð og bera þyngri byrðar en aðrir foreldrar. Þetta er stefna bæjarins þrátt fyrir að greiddir séu skattar í bæjarsjóð sem standa eiga undir þessari þjónustu. Þarna er Sjálfstæðisfólk ekki samkvæmt sjálfu sér. Ef foreldrar eiga að bera byrðar þá væri eðlilegt að skattar væru lækkaðir á móti. Þetta er ekkert nema tvöföld skattheimta á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Forystufólk segir nei Ég hef sent fyrirspurnir á formann Velferðarráðs Kópavogsbæjar, Karen E. Halldórsdóttur, en hún svarar ekki. Ég hef óskað eftir fundi með félagsmálastóra Velferðarsviðs Kópavogs, Sigrúnu Þórarinsdóttur, en hún hefur ekki svarað. Ég óskaði eftir fundi með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, sem útskýrði fyrir mér að hann, sem bæjarstjóri, gæti ekki skipt sér af stefnu sveitarfélagsins í velferðarmálum. Samt tók hann við viðurkenningu frá UNICEF og þakkað sjálfum sér fyrir innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Það er spes. Það væri lítið mál fyrir allt þetta fólk að segja við mig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því öll börn í Kópavogi nytu sömu réttinda. Allir starfsmenn Kópavogsbæjar sem hafa tjáð sig um þessi mál reyna stöðugt að réttlæta það að börn sem tilheyra viðkvæmum hópum eigi ekki að fá sömu þjónustu og eigi ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn. Ég sendi meira að segja Sjálfstæðisflokknum og formanni hans almenna fyrirspurn um stefnu flokksins í barnamálum í apríl í fyrra og núna 11 mánuðum síðar þá hef ég ekki fengið svar. Það segir ákveðna sögu um stefnu flokksins í þessum málaflokki. Hún er engin. Verklagsreglur og viðmið segja nei Í Kópavogi eru engar verklagsreglur varðandi þjónustu við börn með fötlun, engar verklagsreglur varðandi teymisfundi, engin viðmið um þjónustu og engar verklagsreglur varðandi samskipti við foreldra. Starfsmenn eiga að finna eitthvað upp í hvert skipti sem nýtt barn þarf á þjónustu að halda. Sé barn með mikla fötlun þá er það ekki trygging fyrir því að barn fái heildstæða og samfellda þjónustu. Þetta eru svörin sem ég fæ frá Kópavogsbæ og fólk skammast sín ekkert fyrir þau. Velferðarsvið Kópavogsbæjar er einnig á þeirri skoðun að einstaklingur sem á barn með fötlun(andlega og/eða líkamlega), sem er nýkominn til Íslands, sem talar ekki íslensku, þekkir ekki íslensk lög, er fráskilinn og ekki menntaður félagsráðgjafi eigi að sinna samskiptum og veita hinu foreldrinu réttar og viðeigandi upplýsingar sem varða réttindi barnsins. Kópavogsbær vill setja þetta foreldri í stöðu málastjóra. Það sjá allir hvers konar vitleysa þetta er. Það er ótrúlegt að Kópavogsbær sé á þeirri skoðun að barnið eigi ekki rétt á því að hafa báða foreldra vel upplýsta, að báðir foreldrar séu virkir þátttakendur í lífi barnsins og að báðir foreldar séu því til stuðnings. Það er ljóst að Kópavogsbær er langt frá því að vera búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. Hugsið ykkur að á 21. öldinni þá virðist Kópavogsbær hafa sömu sýn á hlutverk kynjanna og verstu karlrembur fyrri alda. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er ekki að leiða sveitarfélagið á nýjar og betri brautir. Orðum fylgja ekki efndir. Félagsmálaráðuneytið segir nei Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn og svarið sem ég fékk var að börn einstæðra foreldra myndu ekki fá sömu réttindi og önnur börn. Lögin um samþættingu þjónustu hefðu engin áhrif á réttindaleysi þessara barna. Ég vona að Sjálfstæðisfólk og Framsóknarfólk lesi þessa grein. Ég vona að það hafi samband við mig og leiðrétti mig ef ég hef rangt fyrir mér. Ég skrifa þá aðra grein, biðst afsökunar og leiðrétti allt saman. Ég held samt að miðað við áhugaleysi þessara aðila á málefnum barna og fólks í viðkvæmri stöðu að þá sé ekkert að fara að gerast. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1)https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/velferdarrad/3144 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Kópavogur Lúðvík Júlíusson Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarsvið Kópavogs segir nei Nýlega útskýrði Velferðarsvið Kópavogsbæjar frá því að það hefði ekki í hyggju að veita öllum börnum í Kópavogi samræmda og heildstæða þjónustu(1). Velferðarsvið væri á þeirri skoðun, ásamt lögfræðisviði bæjarins, að börn einstæðra foreldra ættu ekki rétt á þessum stuðningi. Þess í stað ættu einstæðir foreldrar sjálfir að bera meiri ábyrgð og bera þyngri byrðar en aðrir foreldrar. Þetta er stefna bæjarins þrátt fyrir að greiddir séu skattar í bæjarsjóð sem standa eiga undir þessari þjónustu. Þarna er Sjálfstæðisfólk ekki samkvæmt sjálfu sér. Ef foreldrar eiga að bera byrðar þá væri eðlilegt að skattar væru lækkaðir á móti. Þetta er ekkert nema tvöföld skattheimta á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Forystufólk segir nei Ég hef sent fyrirspurnir á formann Velferðarráðs Kópavogsbæjar, Karen E. Halldórsdóttur, en hún svarar ekki. Ég hef óskað eftir fundi með félagsmálastóra Velferðarsviðs Kópavogs, Sigrúnu Þórarinsdóttur, en hún hefur ekki svarað. Ég óskaði eftir fundi með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, sem útskýrði fyrir mér að hann, sem bæjarstjóri, gæti ekki skipt sér af stefnu sveitarfélagsins í velferðarmálum. Samt tók hann við viðurkenningu frá UNICEF og þakkað sjálfum sér fyrir innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Það er spes. Það væri lítið mál fyrir allt þetta fólk að segja við mig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því öll börn í Kópavogi nytu sömu réttinda. Allir starfsmenn Kópavogsbæjar sem hafa tjáð sig um þessi mál reyna stöðugt að réttlæta það að börn sem tilheyra viðkvæmum hópum eigi ekki að fá sömu þjónustu og eigi ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn. Ég sendi meira að segja Sjálfstæðisflokknum og formanni hans almenna fyrirspurn um stefnu flokksins í barnamálum í apríl í fyrra og núna 11 mánuðum síðar þá hef ég ekki fengið svar. Það segir ákveðna sögu um stefnu flokksins í þessum málaflokki. Hún er engin. Verklagsreglur og viðmið segja nei Í Kópavogi eru engar verklagsreglur varðandi þjónustu við börn með fötlun, engar verklagsreglur varðandi teymisfundi, engin viðmið um þjónustu og engar verklagsreglur varðandi samskipti við foreldra. Starfsmenn eiga að finna eitthvað upp í hvert skipti sem nýtt barn þarf á þjónustu að halda. Sé barn með mikla fötlun þá er það ekki trygging fyrir því að barn fái heildstæða og samfellda þjónustu. Þetta eru svörin sem ég fæ frá Kópavogsbæ og fólk skammast sín ekkert fyrir þau. Velferðarsvið Kópavogsbæjar er einnig á þeirri skoðun að einstaklingur sem á barn með fötlun(andlega og/eða líkamlega), sem er nýkominn til Íslands, sem talar ekki íslensku, þekkir ekki íslensk lög, er fráskilinn og ekki menntaður félagsráðgjafi eigi að sinna samskiptum og veita hinu foreldrinu réttar og viðeigandi upplýsingar sem varða réttindi barnsins. Kópavogsbær vill setja þetta foreldri í stöðu málastjóra. Það sjá allir hvers konar vitleysa þetta er. Það er ótrúlegt að Kópavogsbær sé á þeirri skoðun að barnið eigi ekki rétt á því að hafa báða foreldra vel upplýsta, að báðir foreldrar séu virkir þátttakendur í lífi barnsins og að báðir foreldar séu því til stuðnings. Það er ljóst að Kópavogsbær er langt frá því að vera búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. Hugsið ykkur að á 21. öldinni þá virðist Kópavogsbær hafa sömu sýn á hlutverk kynjanna og verstu karlrembur fyrri alda. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er ekki að leiða sveitarfélagið á nýjar og betri brautir. Orðum fylgja ekki efndir. Félagsmálaráðuneytið segir nei Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn og svarið sem ég fékk var að börn einstæðra foreldra myndu ekki fá sömu réttindi og önnur börn. Lögin um samþættingu þjónustu hefðu engin áhrif á réttindaleysi þessara barna. Ég vona að Sjálfstæðisfólk og Framsóknarfólk lesi þessa grein. Ég vona að það hafi samband við mig og leiðrétti mig ef ég hef rangt fyrir mér. Ég skrifa þá aðra grein, biðst afsökunar og leiðrétti allt saman. Ég held samt að miðað við áhugaleysi þessara aðila á málefnum barna og fólks í viðkvæmri stöðu að þá sé ekkert að fara að gerast. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1)https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/velferdarrad/3144
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun