Ekkert barnabókahandrit uppfyllti kröfur dómnefndar Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 11:46 Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Vísir/Vilhelm Barnabókaverðlaunin sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund verða ekki afhent í ár þar sem ekkert þeirra handrita sem barst dómnefnd uppfyllti kröfur nefndarinnar. Frá þessu segir í yfirlýsingu frá dómnefndinni sem sent var á menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar, en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í gær. Sumar nokkuð sérstakar Í yfirlýsingunni segir að dómnefnd hafi borist fjöldinn allur af handritum sem skemmtilegt hafi verið að lesa og rýna. „Þótt sögurnar hafi verið fjölbreyttar og sumar nokkuð sérstakar, var það engu að síður einróma álit dómnefndar að ekki væri æskilegt að veita verðlaunin í ár. Ástæðan er einfaldlega sú að ekkert handritanna náði að uppfylla þær kröfur sem dómnefnd telur að gera verði til verðlaunaverka. Nokkur fjöldi þeirra var vandaður en þó hefði mátt vinna þau betur og kemur þar mögulega til styttri skilafrestur en undanfarin ár. Við hvetjum umsækjendur til að nýta tímann fram að næsta skilafresti, efla handrit sín og taka þátt að ári liðnu,“ segir í yfirlýsingunni. Ætlað að styðja nýsköpun Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson formaður, auk Heiðu Rúnarsdóttur og Yrsu Sigurðardóttur. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur hafi verið stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Verðlaunin eru veitt fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og styðja þannig við nýsköpun í greininni. Verðlaunaféð á síðasta ári hljóðaði upp á eina milljón króna. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf Bókmenntir Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Frá þessu segir í yfirlýsingu frá dómnefndinni sem sent var á menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar, en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í gær. Sumar nokkuð sérstakar Í yfirlýsingunni segir að dómnefnd hafi borist fjöldinn allur af handritum sem skemmtilegt hafi verið að lesa og rýna. „Þótt sögurnar hafi verið fjölbreyttar og sumar nokkuð sérstakar, var það engu að síður einróma álit dómnefndar að ekki væri æskilegt að veita verðlaunin í ár. Ástæðan er einfaldlega sú að ekkert handritanna náði að uppfylla þær kröfur sem dómnefnd telur að gera verði til verðlaunaverka. Nokkur fjöldi þeirra var vandaður en þó hefði mátt vinna þau betur og kemur þar mögulega til styttri skilafrestur en undanfarin ár. Við hvetjum umsækjendur til að nýta tímann fram að næsta skilafresti, efla handrit sín og taka þátt að ári liðnu,“ segir í yfirlýsingunni. Ætlað að styðja nýsköpun Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson formaður, auk Heiðu Rúnarsdóttur og Yrsu Sigurðardóttur. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur hafi verið stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Verðlaunin eru veitt fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og styðja þannig við nýsköpun í greininni. Verðlaunaféð á síðasta ári hljóðaði upp á eina milljón króna. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf
Bókmenntir Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43