Innlit í fyrsta neyslurými á Íslandi Snorri Másson skrifar 10. mars 2022 21:30 Ylja er fyrsta neyslurýmið á Íslandi. Aðsend mynd Mikilvægt skref var stigið í átt til skaðaminnkunar í dag með opnun fyrsta neyslurýmis Rauða krossins, þar sem fólk getur komið og sprautað sig með vímuefnum í öruggu umhverfi. Neyslurýmið heitir Ylja - hún er færanlegur flutningabíll sem hefur verið innréttaður í nýjum tilgangi. Bíllinn opnar klukkan 10 og lokar klukkan 16, og miðað er við að hver gestur geti staldrað við í um fjörutíu mínútur eftir að skammturinn hefur verið tekinn inn. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, verkefnastýra hjá Frú Ragnheiði, segir marga sem nýti sér úrræði þeirra óttast stöðugt um líf sitt. Þeir séu enda að nota sterka ópíóða, sem er vel að merkja algengasta vímuefnið sem er sprautað í æð. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Rauði krossinn „Við erum að reyna að koma í veg fyrir ofskammta og að fólk sé að fá ofskammta úti. Við erum að heyra af mikið af dauðsföllum af völdum ópíóða og þetta er eitt skref í átt að því að koma í veg fyrir það,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar eru vinnudagarnir í neyslurými ekkert nauðsynlega erfiðari en aðrir vinnudagar. „Sumir dagar eru erfiðir eins og í öðrum vinnum, en þetta er mjög skemmtileg vinna og maður kynnist yndislegu fólki,“ segir Hafrún. Lyfjatengd andlát eru talin fleiri hér á landi en á öðrum Norðurlöndunum. Þau voru 24 bara á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Og hugmyndafræði skaðaminnkunar hefur um víða veröld rutt sér til rúms til höfuðs þessum vanda, þótt enn sé hún ekki óumdeild. „Fólk er að átta sig á mikilvægi skaðaminnkunar. Svona fordómar byggjast mjög oft á hræðslu og vanþekkingu og ég hvet bara alla til að kynna sér skaðaminnkandi hugmyndafræði,“ segir Hafrún. Með tilkomu Ylju er reiknað með að líkurnar á dauðsföllum minnki - enda heilbrigðisstarfsmaður alltaf á staðnum. Markmiðið er um leið að kortleggja þörfina á varanlegu húsnæði, með lengri opnunartíma og meiri þjónustu. Reykjavík Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Neyslurýmið heitir Ylja - hún er færanlegur flutningabíll sem hefur verið innréttaður í nýjum tilgangi. Bíllinn opnar klukkan 10 og lokar klukkan 16, og miðað er við að hver gestur geti staldrað við í um fjörutíu mínútur eftir að skammturinn hefur verið tekinn inn. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, verkefnastýra hjá Frú Ragnheiði, segir marga sem nýti sér úrræði þeirra óttast stöðugt um líf sitt. Þeir séu enda að nota sterka ópíóða, sem er vel að merkja algengasta vímuefnið sem er sprautað í æð. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Rauði krossinn „Við erum að reyna að koma í veg fyrir ofskammta og að fólk sé að fá ofskammta úti. Við erum að heyra af mikið af dauðsföllum af völdum ópíóða og þetta er eitt skref í átt að því að koma í veg fyrir það,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar eru vinnudagarnir í neyslurými ekkert nauðsynlega erfiðari en aðrir vinnudagar. „Sumir dagar eru erfiðir eins og í öðrum vinnum, en þetta er mjög skemmtileg vinna og maður kynnist yndislegu fólki,“ segir Hafrún. Lyfjatengd andlát eru talin fleiri hér á landi en á öðrum Norðurlöndunum. Þau voru 24 bara á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Og hugmyndafræði skaðaminnkunar hefur um víða veröld rutt sér til rúms til höfuðs þessum vanda, þótt enn sé hún ekki óumdeild. „Fólk er að átta sig á mikilvægi skaðaminnkunar. Svona fordómar byggjast mjög oft á hræðslu og vanþekkingu og ég hvet bara alla til að kynna sér skaðaminnkandi hugmyndafræði,“ segir Hafrún. Með tilkomu Ylju er reiknað með að líkurnar á dauðsföllum minnki - enda heilbrigðisstarfsmaður alltaf á staðnum. Markmiðið er um leið að kortleggja þörfina á varanlegu húsnæði, með lengri opnunartíma og meiri þjónustu.
Reykjavík Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00