Svíar stórauka framlög sín til varnarmála Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 09:01 Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að til standi að stórauka framlög til varnarmála og að miðað verði við að tvö prósent af vergri landsframleiðslu verði lögð til málaflokksins. Þá verður fleirum gert að gegna herskyldu. Um sama hlutfall er að ræða og NATO hefur hvatt aðildarríki sín til að leggja í varnarmál, en Svíþjóð er ekki aðili að bandalaginu. Framlög Svía til varnarmála voru 61 milljarður sænskra króna á síðasta ári. Sé miðað við tvö prósent af vergri landsframleiðslu yrðu framlögin 108 milljarðar sænskra króna. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í morgun að um gríðarlega útgjaldaaukningu væri að ræða sem einungis sé hægt bera saman við þá sem varð á sjötta áratug síðustu aldar. Svíar lögðu síðast tvö prósent af vergri landsframleiðslu til varnarmála undir lok tíunda áratugarins, en ástæða aukinna útgjalda til varnarmála nú er ástandið í Úkraínu og austurhluta Evrópu. Forsætisráðherrann Magdalena Andersson segist vona að hægt verði að auka framlögin „eins fljótt og auðið er“, en Hultqvist segir að það komi til með að taka tíma að byggja upp herinn. Fylgja í fórspor Dana Danska ríkisstjórnin tilkynnti í síðustu viku að hún ætli sér einnig að stórauka framlög sín til varnarmála og sömuleiðis taka upp viðræður við Bandaríkin um varnarsamstarf sem gæti að falið í sér að bandarískir hermenn gætu stigið á danska jörð. Þá hefur sömuleiðis verið boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku í júní um hvort að Danir eigi að hefja þátttöku í varnarsamstarfi Evrópusambandsins, en Danmörk er nú eina aðildarríki sambandsins sem stendur utan þess. Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Um sama hlutfall er að ræða og NATO hefur hvatt aðildarríki sín til að leggja í varnarmál, en Svíþjóð er ekki aðili að bandalaginu. Framlög Svía til varnarmála voru 61 milljarður sænskra króna á síðasta ári. Sé miðað við tvö prósent af vergri landsframleiðslu yrðu framlögin 108 milljarðar sænskra króna. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í morgun að um gríðarlega útgjaldaaukningu væri að ræða sem einungis sé hægt bera saman við þá sem varð á sjötta áratug síðustu aldar. Svíar lögðu síðast tvö prósent af vergri landsframleiðslu til varnarmála undir lok tíunda áratugarins, en ástæða aukinna útgjalda til varnarmála nú er ástandið í Úkraínu og austurhluta Evrópu. Forsætisráðherrann Magdalena Andersson segist vona að hægt verði að auka framlögin „eins fljótt og auðið er“, en Hultqvist segir að það komi til með að taka tíma að byggja upp herinn. Fylgja í fórspor Dana Danska ríkisstjórnin tilkynnti í síðustu viku að hún ætli sér einnig að stórauka framlög sín til varnarmála og sömuleiðis taka upp viðræður við Bandaríkin um varnarsamstarf sem gæti að falið í sér að bandarískir hermenn gætu stigið á danska jörð. Þá hefur sömuleiðis verið boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku í júní um hvort að Danir eigi að hefja þátttöku í varnarsamstarfi Evrópusambandsins, en Danmörk er nú eina aðildarríki sambandsins sem stendur utan þess.
Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49