Maðurinn látinn sem fékk grætt í sig svínshjarta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2022 15:31 Hjartaskurðlæknirinn Barthley Griffith og hjartaþeginn David Bennett. University of Maryland School of Medicine Fyrsta manneskjan í heiminum til að fá svínshjarta grætt í sig er látin. David Bennett, sem glímdi við banvænan hjartasjúkdóm, lifði í tvo mánuði eftir að hjartað var grætt í hann í skurðaðgerð í Bandaríkjunum. BBC greinir frá og hefur eftir læknum Bennett í Baltimore að ástand hans hafi byrjað að versna fyrir nokkrum dögum. Hann lést í gær 57 ára. Átta tíma aðgerð Skurðaðgerðin fór fram þann 7. janúar og var hún talin marka tímamót í læknavísindunum. Hún tók átta klukkustundir og var líðan Bennett með ágætum að henni lokinni. „Það býr til púls, það skapar þrýsting; það er hjartað hans,“ sagði Bartley Griffith, hjartalæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina. „Það gengur og lítur eðlilega út. Við erum gríðarlega ánægð en vitum ekki hvað gerist á morgun. Þetta hefur aldrei áður verið gert.“ Annaðhvort aðgerð eða dauði Bennett ákvað að slá til þegar Griffith leitaði til hans með hugmyndina. Bennett þjáðist af hjartasjúkdóm sem hefði leitt hann til dauða. Allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað var að hann fengi líffæri úr manni. „Það var annað hvort að deyja eða gangast undir þessa aðgerð,“ sagði Bennett fyrir aðgerðina. „Ég vil lifa. Ég veit að þetta er áhættusamt en fyrir mig er þetta lokaúrræðið.“ Dyr að opnast en langur vegur eftir David Klassen, líffæraskurðlæknir og yfirlæknir United Network for Organ sharing, sagði í viðtali við New York Yimes í janúar að dyr væru að opnast sem hann teldi að myndu leiða til stórfelldra breytinga í því hvernig líffærabilanir yrðu meðhöndlaðar. Hann varaði þó við því að enn ætti eftir að yfirstíga margar hindranir og benti á að oftsinnis hafni líffæraþegar nýjum líffærum jafnvel þótt þau séu úr manneskju og hafi verið metinn þannig að þau hæfðu þeganum. „Það er mikið gert úr svona viðburðum í fjölmiðlum og það er mikilvægt að horfa á þetta í samhengi,“ sagði Klassen. „Það tekur langan tíma að fullþróa meðferð sem þessa.“ Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lögregla leitar manns Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
BBC greinir frá og hefur eftir læknum Bennett í Baltimore að ástand hans hafi byrjað að versna fyrir nokkrum dögum. Hann lést í gær 57 ára. Átta tíma aðgerð Skurðaðgerðin fór fram þann 7. janúar og var hún talin marka tímamót í læknavísindunum. Hún tók átta klukkustundir og var líðan Bennett með ágætum að henni lokinni. „Það býr til púls, það skapar þrýsting; það er hjartað hans,“ sagði Bartley Griffith, hjartalæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina. „Það gengur og lítur eðlilega út. Við erum gríðarlega ánægð en vitum ekki hvað gerist á morgun. Þetta hefur aldrei áður verið gert.“ Annaðhvort aðgerð eða dauði Bennett ákvað að slá til þegar Griffith leitaði til hans með hugmyndina. Bennett þjáðist af hjartasjúkdóm sem hefði leitt hann til dauða. Allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað var að hann fengi líffæri úr manni. „Það var annað hvort að deyja eða gangast undir þessa aðgerð,“ sagði Bennett fyrir aðgerðina. „Ég vil lifa. Ég veit að þetta er áhættusamt en fyrir mig er þetta lokaúrræðið.“ Dyr að opnast en langur vegur eftir David Klassen, líffæraskurðlæknir og yfirlæknir United Network for Organ sharing, sagði í viðtali við New York Yimes í janúar að dyr væru að opnast sem hann teldi að myndu leiða til stórfelldra breytinga í því hvernig líffærabilanir yrðu meðhöndlaðar. Hann varaði þó við því að enn ætti eftir að yfirstíga margar hindranir og benti á að oftsinnis hafni líffæraþegar nýjum líffærum jafnvel þótt þau séu úr manneskju og hafi verið metinn þannig að þau hæfðu þeganum. „Það er mikið gert úr svona viðburðum í fjölmiðlum og það er mikilvægt að horfa á þetta í samhengi,“ sagði Klassen. „Það tekur langan tíma að fullþróa meðferð sem þessa.“
Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lögregla leitar manns Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14