Google kaupir netöryggisfyrirtæki fyrir 5,4 milljarða dala Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 14:25 Starfsemi Mandiant mun sameinast tölvuvinnsludeild Google fyrir skýið. Getty Tækni- og netrisinn Google hyggst kaupa netöryggisfyrirtækið Mandiant fyrir um 5,4 milljarða Bandaríkjadala, rúmlega 720 milljarða króna. Með kaupunum stefnir Google að því að tryggja betur gögn viðskiptavina sinna í skýinu. Í frétt CNBC segir að Google muni greiða 23 dali á hvern hlut í Mandiant sem stofnað var árið 2004. Gefi eftirlitsaðilar grænt ljós á kaupin verða um að ræða næststærstu kaup Google á öðru fyrirtæki – á eftir kaupum Google á Motorola árið 2012 fyrir 12,5 milljarða dala. Google seldi svo starfsemina til Lenovo fyrir 2,9 milljarða dala tveimur árum síðar. Þriðju stærstu kaup Google eru kaupin á snjallvöruframleiðandanum Nest, sem gengu í gegn árið 2014 og námu 3,2 milljarða dala. Mandiant mun sameinast tölvuvinnsludeild Google fyrir skýið, en deildin er nú umtalsvert minni í sniðum en sambærilegar deildir Microsoft og Amazon. Reiknað er með að kaupin gangi í gegn síðar á árinu. Google Netöryggi Bandaríkin Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í frétt CNBC segir að Google muni greiða 23 dali á hvern hlut í Mandiant sem stofnað var árið 2004. Gefi eftirlitsaðilar grænt ljós á kaupin verða um að ræða næststærstu kaup Google á öðru fyrirtæki – á eftir kaupum Google á Motorola árið 2012 fyrir 12,5 milljarða dala. Google seldi svo starfsemina til Lenovo fyrir 2,9 milljarða dala tveimur árum síðar. Þriðju stærstu kaup Google eru kaupin á snjallvöruframleiðandanum Nest, sem gengu í gegn árið 2014 og námu 3,2 milljarða dala. Mandiant mun sameinast tölvuvinnsludeild Google fyrir skýið, en deildin er nú umtalsvert minni í sniðum en sambærilegar deildir Microsoft og Amazon. Reiknað er með að kaupin gangi í gegn síðar á árinu.
Google Netöryggi Bandaríkin Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira