„Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2022 22:14 Fríða Ísberg fékk Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta í dag, fyrir bókina Merkingu. Vísir/Egill „Þann 24. febrúar síðastliðinn, fyrir ellefu dögum, fæddi ég litla konu. Ég var í þrjá sólarhringa að komast upp í tíu í útvíkkun, þar af einn sólarhring uppi á spítala. Þegar ég var komin upp í tíu bað ég um mænudeifingu, sogklukku, tangir, mig langar í bjöllukeisara sagði ég. Nei, það langar þig ekki sagði ljósmóðirin.“ Svona hófst þakkarræða rithöfundarins Fríðu Ísberg þegar hún tók á móti Fjöruverðlaununum í flokki fagurbókmennta. Verðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Höfða í dag. Fríða tók við sínum verðlaunum og flutti þakkarræðuna. „Mig langar að gefast upp sagði ég,“ heldur Fríða áfram í ræðunni. „Það er bannað að segja þetta sagði ljósmóðirin. Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA. Allt var rólegt og friðsamlegt í IKEA. Svo vaknaði ég á fæðingastofunni. Ekki meira glaðloft fyrir þig sagði ljósmóðirin sem hét Jóhanna. Hún kenndi mér að rembast og korter í eitt eftir miðnætti þann 24. febrúar fæddist litla konan.“ „Rúmlega tveimur klukkustundum síðar réðust Rússar inn í Úkraínu. Ég og maðurinn minn lágum í rúminu á sængurlegudeildinni örmagna, ósofin en átökin voru afstaðin. Litla konan var lifandi við hliðina á okkur. Annars staðar andaði þessi innrás ofan í hálsmál nýbakaðra mæðra,“ sagði Fríða. „Þær voru líka uppgefnar, ósofnar, klofin á þeim líka klofin, blóðug og bólgin og á stærð við strigaskó en átökin og óvissan og óöryggið bara rétt að byrja. Stríð og fæðing: Þessi gríðarstóru hreyfiöfl. Líf og dauði, uppbygging og eyðilegging, einstaklingar og þjóðir, hið smáa og hið stóra, hið eilífa og hið endanlega.“ „Síðustu dagar hafa sýnt okkur að til þess að hefja stríð þarf bara einn lítinn karl og bara einn lítinn karl til að enda stríð.“ Horfa má á þakkarræðu Fríðu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bókmenntir Menning Reykjavík Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Svona hófst þakkarræða rithöfundarins Fríðu Ísberg þegar hún tók á móti Fjöruverðlaununum í flokki fagurbókmennta. Verðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Höfða í dag. Fríða tók við sínum verðlaunum og flutti þakkarræðuna. „Mig langar að gefast upp sagði ég,“ heldur Fríða áfram í ræðunni. „Það er bannað að segja þetta sagði ljósmóðirin. Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA. Allt var rólegt og friðsamlegt í IKEA. Svo vaknaði ég á fæðingastofunni. Ekki meira glaðloft fyrir þig sagði ljósmóðirin sem hét Jóhanna. Hún kenndi mér að rembast og korter í eitt eftir miðnætti þann 24. febrúar fæddist litla konan.“ „Rúmlega tveimur klukkustundum síðar réðust Rússar inn í Úkraínu. Ég og maðurinn minn lágum í rúminu á sængurlegudeildinni örmagna, ósofin en átökin voru afstaðin. Litla konan var lifandi við hliðina á okkur. Annars staðar andaði þessi innrás ofan í hálsmál nýbakaðra mæðra,“ sagði Fríða. „Þær voru líka uppgefnar, ósofnar, klofin á þeim líka klofin, blóðug og bólgin og á stærð við strigaskó en átökin og óvissan og óöryggið bara rétt að byrja. Stríð og fæðing: Þessi gríðarstóru hreyfiöfl. Líf og dauði, uppbygging og eyðilegging, einstaklingar og þjóðir, hið smáa og hið stóra, hið eilífa og hið endanlega.“ „Síðustu dagar hafa sýnt okkur að til þess að hefja stríð þarf bara einn lítinn karl og bara einn lítinn karl til að enda stríð.“ Horfa má á þakkarræðu Fríðu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bókmenntir Menning Reykjavík Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45