Ellefu MR-ingar röðuðu sér í sautján efstu sætin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 11:05 Keppendur í húsakynnum HR um helgina þegar gögnin voru afhent. Aðsend Ellefu nemendur við Menntaskólann í Reykjavík höfnuðu í efstu sautján sætunum í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór um helgina. Þrjátíu keppendur mættu til leiks og fór svo að Benedikt Vilji Magnússon úr MR sigraði með 52 stigum af 60 mögulegum. Í 2. sæti var Sverrir Hákonarson, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, með 49 stig, í 3. sæti með 40 stig var Selma Rebekka Kattoll úr Menntaskólanum í Reykjavík og í 4. sæti með 39 stig var Ragna María Sverrisdóttir úr Verzlunarskóla Íslands. Nemendur í 17 efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 4. apríl næstkomandi. Til að taka þátt í Ólympíukeppninni í stærðfræði þurfa nemendur að standa sig vel í forkeppni og vera yngri en 20 ára þegar keppnin fer fram í júlí. Þremur nemendum hefur nú þegar verið boðið að taka sæti í sex manna liði Íslands fyrir Ólympíukeppnina í Osló í Noregi í ár en það eru þau Benedikt Vilji, Sverrir og Ragna María. Selma Rebekka verður því miður nýorðin tvítug þegar keppnin fer fram. Ragna María er á fyrsta ári í Verzlunarskólanum og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Hvaða þrír nemendur til viðbótar bætast í sex manna lið Íslands mun ráðast að lokinni Norrænu keppninni. Það getur verið gott að gæða sér á skúffuköku og mjólk á milli þess sem hann reiknar stærðfræði.Aðsend Úrslit voru tilkynnt í verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 6. mars. Farið var yfir stærðfræðikeppnisárið og viðurkenningar afhentar, en efstu keppendur hlutu auk þess peningaverðlaun; 50 þúsund fyrir 1. sæti, 30 þúsund fyrir 2. sæti og 20 þúsund fyrir 3. sæti. Keppnin er undirbúin í sjálfboðaliðastarfi nefndar á vegum Stærðfræðafélags Íslands og Félags raungreinakennara og fyrir úrslitakeppnina lagði Háskólinn í Reykjavík til húsnæði og kaffiveitingar. Alls 215 nemendur víðs vegar af landinu úr 16 framhaldsskólum tóku þátt í forkeppninni í ár, en þeim rétt rúmlega fjörutíu sem bestum árangri náðu þá var boðið til leiks í úrslitum. Hafa þeir nemendur fengið send æfingardæmi í vetur, til undirbúnings fyrir úrslitarimmuna. Lokakeppnin samanstóð af sex verkefnum sem nemendur fengu fjóra tíma til að glíma við. Bestum árangri náðu þau í dæmi 3 en það var á þessa leið: Hver er mesti fjöldi búta sem fæst þegar hringskífu er skipt með 6 beinum línum? Vitanlega þurfti rökstuðningur að fylgja svarinu. Í efstu 17 sætunum voru eftirfarandi nemendur sem taka munu þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni þann fyrsta apríl: 1. Benedikt Vilji Magnússon - Menntaskólanum í Reykjavík 2. Sverrir Hákonarson - Verzlunarskóli Íslands 3. Selma Rebekka Kattoll - Menntaskólanum í Reykjavík 4. Ragna María Sverrisdóttir - Verzlunarskóli Íslands 5. Kirill Zolotuskiy - Menntaskólanum í Reykjavík 6. Kristján Dagur Jónsson - Menntaskólanum í Reykjavík 7. Hrafnkell Hvanndal Halldórsson - Menntaskólanum í Reykjavík 8.-9. Gústav Nilsson - Verzlunarskóla Íslands 8.-9. Arnar Dór Vignisson - Menntaskólanum í Reykjavík 10. Viktor Már Guðmundsson - Menntaskólanum í Reykjavík 11. Einar Andri Víðisson - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Ísak Norðfjörð - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Freyr Víkingur Einarsson - Menntaskólanum við Hamrahlíð 12.-14. Ingi Hrannar-Pálmason - Menntaskólanum á Akureyri 15.-16. Veigar Elí Grétarsson - Verzlunarskóla Íslands 15.-16. Matthías Andri Hrafnkelsson - Menntaskólanum í Reykjavík 17. Matthildur Peta Jónsdóttir - Menntaskólanum í Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Í 2. sæti var Sverrir Hákonarson, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, með 49 stig, í 3. sæti með 40 stig var Selma Rebekka Kattoll úr Menntaskólanum í Reykjavík og í 4. sæti með 39 stig var Ragna María Sverrisdóttir úr Verzlunarskóla Íslands. Nemendur í 17 efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 4. apríl næstkomandi. Til að taka þátt í Ólympíukeppninni í stærðfræði þurfa nemendur að standa sig vel í forkeppni og vera yngri en 20 ára þegar keppnin fer fram í júlí. Þremur nemendum hefur nú þegar verið boðið að taka sæti í sex manna liði Íslands fyrir Ólympíukeppnina í Osló í Noregi í ár en það eru þau Benedikt Vilji, Sverrir og Ragna María. Selma Rebekka verður því miður nýorðin tvítug þegar keppnin fer fram. Ragna María er á fyrsta ári í Verzlunarskólanum og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Hvaða þrír nemendur til viðbótar bætast í sex manna lið Íslands mun ráðast að lokinni Norrænu keppninni. Það getur verið gott að gæða sér á skúffuköku og mjólk á milli þess sem hann reiknar stærðfræði.Aðsend Úrslit voru tilkynnt í verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 6. mars. Farið var yfir stærðfræðikeppnisárið og viðurkenningar afhentar, en efstu keppendur hlutu auk þess peningaverðlaun; 50 þúsund fyrir 1. sæti, 30 þúsund fyrir 2. sæti og 20 þúsund fyrir 3. sæti. Keppnin er undirbúin í sjálfboðaliðastarfi nefndar á vegum Stærðfræðafélags Íslands og Félags raungreinakennara og fyrir úrslitakeppnina lagði Háskólinn í Reykjavík til húsnæði og kaffiveitingar. Alls 215 nemendur víðs vegar af landinu úr 16 framhaldsskólum tóku þátt í forkeppninni í ár, en þeim rétt rúmlega fjörutíu sem bestum árangri náðu þá var boðið til leiks í úrslitum. Hafa þeir nemendur fengið send æfingardæmi í vetur, til undirbúnings fyrir úrslitarimmuna. Lokakeppnin samanstóð af sex verkefnum sem nemendur fengu fjóra tíma til að glíma við. Bestum árangri náðu þau í dæmi 3 en það var á þessa leið: Hver er mesti fjöldi búta sem fæst þegar hringskífu er skipt með 6 beinum línum? Vitanlega þurfti rökstuðningur að fylgja svarinu. Í efstu 17 sætunum voru eftirfarandi nemendur sem taka munu þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni þann fyrsta apríl: 1. Benedikt Vilji Magnússon - Menntaskólanum í Reykjavík 2. Sverrir Hákonarson - Verzlunarskóli Íslands 3. Selma Rebekka Kattoll - Menntaskólanum í Reykjavík 4. Ragna María Sverrisdóttir - Verzlunarskóli Íslands 5. Kirill Zolotuskiy - Menntaskólanum í Reykjavík 6. Kristján Dagur Jónsson - Menntaskólanum í Reykjavík 7. Hrafnkell Hvanndal Halldórsson - Menntaskólanum í Reykjavík 8.-9. Gústav Nilsson - Verzlunarskóla Íslands 8.-9. Arnar Dór Vignisson - Menntaskólanum í Reykjavík 10. Viktor Már Guðmundsson - Menntaskólanum í Reykjavík 11. Einar Andri Víðisson - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Ísak Norðfjörð - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Freyr Víkingur Einarsson - Menntaskólanum við Hamrahlíð 12.-14. Ingi Hrannar-Pálmason - Menntaskólanum á Akureyri 15.-16. Veigar Elí Grétarsson - Verzlunarskóla Íslands 15.-16. Matthías Andri Hrafnkelsson - Menntaskólanum í Reykjavík 17. Matthildur Peta Jónsdóttir - Menntaskólanum í Reykjavík
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira