Samkeppni um góðar hugmyndir Þórdís Sigurðardóttir skrifar 4. mars 2022 09:30 Krafa um átakaleysi er krafa um stöðnun. Ég trúi því að hafi fólk á annað borð áhuga á lífinu, fólkinu í kringum sig og því að láta gott af sér leiða, hafi það áhuga á pólitík. Mér finnst mikið heilbrigðismerki að merkja almennan og vaxandi áhuga á stjórnmálum. Það er merki um að almenningur telji sig geta haft áhrif á samfélag sitt og látið í sér heyra. Það er hollt að heyra ólíkar raddir og fá ólíkt fólk til áhrifa. Það að við skiptumst á skoðunum og gagrýnum í stjórnmálum eru nauðsynleg forsenda þess að við skerpum á hugmyndum okkar og leiðum til að gera betur í þágu flokks okkar og samfélags. Prófkjör í flokkum hafa oft verið gagnrýnd fyrir að skapa samkeppni á milli fólks innan flokka og þar með ýta undir átök en tilgangur þeirra er að draga úr samloðun innan stjórnmálaflokka og færa vald til útnefningar á frambjóðendum frá flokksstofnunum til almennra kjósenda. Lýðræði okkar byggir á samskiptum ólíks fólks og valddreifingu, slíkt verður ekki til í gamansömum hópi stórskemmtilegra vina heldur með rökræðum og hugmyndafræðilegum átökum. Góðar ákvarðanir í þágu frelsis einstaklinga, svo sem í þágu kvenna, samkynhneigðra og einkaframtaks hafa ekki verið teknar í þögn heldur kostuðu þær átök og aðkomu almennings sem svo leiddu til góðra lausna fyrir samfélagið allt. Þegar doðinn færist yfir stjórnmálin og áhugaleysi almennings á þeim dofnar er hætta á ferðum, því það er vísbending um að fólk hafi ekki trú á að það geti haft áhrif á ákvarðanir þeirra sem sitja við völd. Vinnum að festu að framgangi stefnu Viðreisnar Nú vil ég líka útskýra að þegar ég tala um átök er ég ekki að tala um rifrildi, særindi og óheilindi heldur kröftug heilbrigð skoðanaskipti og samkeppni um hugmyndir sem ég tel nauðsynleg til umbóta. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Ég er þakklát fyrir að finna fyrir vaxandi áhuga í samfélaginu á stjórnmálum og ég er ekki síst þakklát fyrir stjórnmálaafl eins og Viðreisn. Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Stefna Viðreisnar á ekki að vera falleg orð á blaði heldur þarf að vinna að henni af festu og með skoðanaskiptum. Ég treysti því góða fólki sem ég hef kynnst í flokknum til að vera vakandi fyrir því. Ég vil fá að þakka þær góðu móttökur sem ég fundið frá flokksfólki Viðreisnar. Í Viðreisn er stórkostleg orka, áhugavert og skemmtileg fólk og það sem meira er – ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Hér inni ríkir virðing og umburðarlyndi og þannig flokki vil ég tilheyra. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af áhuga og hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólks eins og þeim er ætlað. Ég tel mig hafa alla burði til þess að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin en treysti flokksfélögum til að velja á milli góðra frambjóðanda. Höfundur býður sig fram í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Þórdís Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Krafa um átakaleysi er krafa um stöðnun. Ég trúi því að hafi fólk á annað borð áhuga á lífinu, fólkinu í kringum sig og því að láta gott af sér leiða, hafi það áhuga á pólitík. Mér finnst mikið heilbrigðismerki að merkja almennan og vaxandi áhuga á stjórnmálum. Það er merki um að almenningur telji sig geta haft áhrif á samfélag sitt og látið í sér heyra. Það er hollt að heyra ólíkar raddir og fá ólíkt fólk til áhrifa. Það að við skiptumst á skoðunum og gagrýnum í stjórnmálum eru nauðsynleg forsenda þess að við skerpum á hugmyndum okkar og leiðum til að gera betur í þágu flokks okkar og samfélags. Prófkjör í flokkum hafa oft verið gagnrýnd fyrir að skapa samkeppni á milli fólks innan flokka og þar með ýta undir átök en tilgangur þeirra er að draga úr samloðun innan stjórnmálaflokka og færa vald til útnefningar á frambjóðendum frá flokksstofnunum til almennra kjósenda. Lýðræði okkar byggir á samskiptum ólíks fólks og valddreifingu, slíkt verður ekki til í gamansömum hópi stórskemmtilegra vina heldur með rökræðum og hugmyndafræðilegum átökum. Góðar ákvarðanir í þágu frelsis einstaklinga, svo sem í þágu kvenna, samkynhneigðra og einkaframtaks hafa ekki verið teknar í þögn heldur kostuðu þær átök og aðkomu almennings sem svo leiddu til góðra lausna fyrir samfélagið allt. Þegar doðinn færist yfir stjórnmálin og áhugaleysi almennings á þeim dofnar er hætta á ferðum, því það er vísbending um að fólk hafi ekki trú á að það geti haft áhrif á ákvarðanir þeirra sem sitja við völd. Vinnum að festu að framgangi stefnu Viðreisnar Nú vil ég líka útskýra að þegar ég tala um átök er ég ekki að tala um rifrildi, særindi og óheilindi heldur kröftug heilbrigð skoðanaskipti og samkeppni um hugmyndir sem ég tel nauðsynleg til umbóta. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Ég er þakklát fyrir að finna fyrir vaxandi áhuga í samfélaginu á stjórnmálum og ég er ekki síst þakklát fyrir stjórnmálaafl eins og Viðreisn. Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Stefna Viðreisnar á ekki að vera falleg orð á blaði heldur þarf að vinna að henni af festu og með skoðanaskiptum. Ég treysti því góða fólki sem ég hef kynnst í flokknum til að vera vakandi fyrir því. Ég vil fá að þakka þær góðu móttökur sem ég fundið frá flokksfólki Viðreisnar. Í Viðreisn er stórkostleg orka, áhugavert og skemmtileg fólk og það sem meira er – ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Hér inni ríkir virðing og umburðarlyndi og þannig flokki vil ég tilheyra. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af áhuga og hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólks eins og þeim er ætlað. Ég tel mig hafa alla burði til þess að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin en treysti flokksfélögum til að velja á milli góðra frambjóðanda. Höfundur býður sig fram í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar