Teslueigendur uggandi vegna óbætts vatnstjóns eins þeirra Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 21:18 Fjölmargar Teslur hafa verið fluttar til landsins undanfarin ár en nú er óljóst hvort þær þoli íslenska veðráttu. Vísir/Vilhelm Eigendur rafbíla af gerðinni Tesla virðast vera uggandi eftir fréttir af óbættu vatnstjóni eins þeirra. Margir þeirra segjast ætla að skipta um tryggingar og sumir íhuga jafnvel að falla frá kaupum á pöntuðum Teslum. Líkt og greint var frá í Bítinu á Bylgjunni í morgun lenti óheppinn eigandi glænýrrar bifreiðar af gerðinni Tesla Model Y í því að bifreið hans skemmdist illa þegar hann ók henni í poll á dögunum. Samkvæmt ábyrgðarskilmálum Tesla ber fyrirtækið ekki ábyrgð á tjónum sem verða þegar Teslu-bifreið er ekið í vatn sem er dýpra en 20 sentímetrar, að sögn eigandans. Þá segist hann óviss um hvort hann fái tjónið bætt hjá tryggingafélagi sínu þar sem tjónið sé klárlega ábyrgðatjón. Mismunandi skilmálar tryggingafélaga Tryggingafélagið VÍS birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem vísað er í frétt Vísis og fullyrt að kaskótrygging félagsins bæti tjón þegar vatn skemmir rafhlöðu rafbíls. Þá segir einnig að eigin áhætta hins vátryggða sé alltaf sú sama, óháð því hversu kostnaðarsamt tjón er. Meðlimir Facebook-hópsins Tesla eigendur og áhugafólk taka yfirlýsingu VÍS fagnandi og margir þeirra hafa sagst munu færa viðskipti sín frá öðrum tryggingarfélögum til VÍS strax í fyrramálið. Aðrir hafa þó sínar efasemdir enda eru skilmálar kaskótryggingar VÍS heldur loðnir hvað varðar tjón líkt og hér um ræðir. Þar segir að tryggingin bæti ekki „tjón af völdum þess að vatn flæðir inn í ökutæki eða vélarrými utan bundins slitlags og tjón á bundnu slitlagi ef greinilegt er að vatn hefur safnast fyrir á vegi eða sérstaklega hefur verið varað við hættu á því.“ Starfsmaður Sjóvár, eins helsta keppinautar VÍS, blandaði sér í umræðuna á Facebook-hópnum. „Sem starfsmaður Sjóvá og eigandi Teslubifreiðar langar mig að koma því hér á framfæri að kaskótrygging Sjóvá bætir svona tjón. Eigin áhættan er þó 50%,“ sagði hann. Ummælin um fimmtíu prósent eigin áhættu féllu vægast sagt í grýttan jarðveg meðal Teslueigenda enda getur altjón á rafhlöðu rafbíla hlaupið á milljónum króna. Þegar fréttin er skrifuð hafa 92 ummæli verið látin falla við færslu starfsmannsins. Flestir sem þau rita vanda Sjóvá ekki kveðjurnar og margir segjast ætla að hætta viðskiptum við félagið. Sumir slá þó á létta strengi sem endranær. „Hæ ég heiti Arnar er eigandi teslu og vildi láta þig vita að framvegis borga ég bara 50% af iðgjaldinu,“ segir Arnar nokkur, eigandi Teslu-bifreiðar. Væntanlegir Teslu-eigendur ekki jafnspenntir og áður Einn meðlimur hópsins Tesla eigendur og áhugafólk birti færslu í hópnum áðan þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af málinu enda eigi hann von á glænýrri Tesla Model Y á næstunni. „Mér finnst það vera deal breaker [innskot blaðamanns: forsendubrestur] að geta ekki keyrt í smá poll án þess að bíllinn verði fyrir tjóni,“ segir hann. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa en 42 ummæli hafa verið rituð við færsluna. Þrír sem eiga einnig von á að fá bifreið sömu tegundar afhenta segjast jafnvel íhuga að hætta við kaupin eftir fréttir dagsins. Aðrir reyna þó að hughreysta þá og segjast hafa keyrt Teslur sínar í hina ýmsu polla án þess að bifreiðum þeirra hafi orðið meint af. Vistvænir bílar Tesla Tryggingar Neytendur Bílar Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Líkt og greint var frá í Bítinu á Bylgjunni í morgun lenti óheppinn eigandi glænýrrar bifreiðar af gerðinni Tesla Model Y í því að bifreið hans skemmdist illa þegar hann ók henni í poll á dögunum. Samkvæmt ábyrgðarskilmálum Tesla ber fyrirtækið ekki ábyrgð á tjónum sem verða þegar Teslu-bifreið er ekið í vatn sem er dýpra en 20 sentímetrar, að sögn eigandans. Þá segist hann óviss um hvort hann fái tjónið bætt hjá tryggingafélagi sínu þar sem tjónið sé klárlega ábyrgðatjón. Mismunandi skilmálar tryggingafélaga Tryggingafélagið VÍS birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem vísað er í frétt Vísis og fullyrt að kaskótrygging félagsins bæti tjón þegar vatn skemmir rafhlöðu rafbíls. Þá segir einnig að eigin áhætta hins vátryggða sé alltaf sú sama, óháð því hversu kostnaðarsamt tjón er. Meðlimir Facebook-hópsins Tesla eigendur og áhugafólk taka yfirlýsingu VÍS fagnandi og margir þeirra hafa sagst munu færa viðskipti sín frá öðrum tryggingarfélögum til VÍS strax í fyrramálið. Aðrir hafa þó sínar efasemdir enda eru skilmálar kaskótryggingar VÍS heldur loðnir hvað varðar tjón líkt og hér um ræðir. Þar segir að tryggingin bæti ekki „tjón af völdum þess að vatn flæðir inn í ökutæki eða vélarrými utan bundins slitlags og tjón á bundnu slitlagi ef greinilegt er að vatn hefur safnast fyrir á vegi eða sérstaklega hefur verið varað við hættu á því.“ Starfsmaður Sjóvár, eins helsta keppinautar VÍS, blandaði sér í umræðuna á Facebook-hópnum. „Sem starfsmaður Sjóvá og eigandi Teslubifreiðar langar mig að koma því hér á framfæri að kaskótrygging Sjóvá bætir svona tjón. Eigin áhættan er þó 50%,“ sagði hann. Ummælin um fimmtíu prósent eigin áhættu féllu vægast sagt í grýttan jarðveg meðal Teslueigenda enda getur altjón á rafhlöðu rafbíla hlaupið á milljónum króna. Þegar fréttin er skrifuð hafa 92 ummæli verið látin falla við færslu starfsmannsins. Flestir sem þau rita vanda Sjóvá ekki kveðjurnar og margir segjast ætla að hætta viðskiptum við félagið. Sumir slá þó á létta strengi sem endranær. „Hæ ég heiti Arnar er eigandi teslu og vildi láta þig vita að framvegis borga ég bara 50% af iðgjaldinu,“ segir Arnar nokkur, eigandi Teslu-bifreiðar. Væntanlegir Teslu-eigendur ekki jafnspenntir og áður Einn meðlimur hópsins Tesla eigendur og áhugafólk birti færslu í hópnum áðan þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af málinu enda eigi hann von á glænýrri Tesla Model Y á næstunni. „Mér finnst það vera deal breaker [innskot blaðamanns: forsendubrestur] að geta ekki keyrt í smá poll án þess að bíllinn verði fyrir tjóni,“ segir hann. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa en 42 ummæli hafa verið rituð við færsluna. Þrír sem eiga einnig von á að fá bifreið sömu tegundar afhenta segjast jafnvel íhuga að hætta við kaupin eftir fréttir dagsins. Aðrir reyna þó að hughreysta þá og segjast hafa keyrt Teslur sínar í hina ýmsu polla án þess að bifreiðum þeirra hafi orðið meint af.
Vistvænir bílar Tesla Tryggingar Neytendur Bílar Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira