Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2022 20:47 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. Óskar ræddi við Eddu Andrésardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann fór yfir stöðuna í Kænugarði þessa stundina. „Staðan er nú bara þannig að borgin er eins og draugaborg. Hún er hálftóm og fólk er aðallega inni hjá sér. Það er nú þannig. Eða í byrgjum því að fólk þorir ekki mikið að fara út,“ sagði Óskar. Stuttu eftir að hann ræddi við Eddu varð Óskar varð við tvær öflugar sprengingar sem fregnir herma að hafi verið við lestarstöðina í Kænugarði. Segir hann að þessar sprengingar hafi verið þær öflugustu sem hann hafi orðið var við þessa, hús hans og eiginkonu hans hristist meðal annars. Hann upplifir sig þó tiltölulega öruggan í borginni og er ekki á förum. „Við tókum ákvörðun um það snemma ég og konan mín að taka þessar áhyggjur og þennan ótta og bara ýta því til hliðar og nýta það bara í eitthvað annað. Við upplifum okkur örugg á þeim stað þar sem við búum í borginu. Það er nú bara þannig og ég held að það sé sniðugra en að vera á vergangi þarna einhvers staðar þarna fyrir vestan,“ sagði Óskar. Langar raðir voru við apótek í Kænugarði í dag. Óskar segir að reglur um lyfseðla hafi verið afnumdar þar sem fólk sæki nú lyf fyrir ættingja, vini og nágranna.Óskar Hallgrímsson Fregnir hafa borist að gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að Kænugarði. Lestin hefur reyndar færst lítið að undanförnu og hefur verið sagt frá því að hermennina skorti vistir. Óskar segir að hergagnalestin veki ugg á meðal borgara. „Þetta vekur ugg en er samt ekkert það hræðilegt af því bara hún er bensínlaus. Hún er stopp, þeir eru ekki með vistir. Þeir eru að brjótast inn í byggingar til að ná sér í mat,“ sagði Óskar. „Borgin sjálf er vel varin en auðvitað vekur þetta ugg og maður er hálfskelkaður við þessar fregnir.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vaktin: Ekkert lát á árásum Rússa á Kharkív, Kherson og Mariupol Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Óskar ræddi við Eddu Andrésardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann fór yfir stöðuna í Kænugarði þessa stundina. „Staðan er nú bara þannig að borgin er eins og draugaborg. Hún er hálftóm og fólk er aðallega inni hjá sér. Það er nú þannig. Eða í byrgjum því að fólk þorir ekki mikið að fara út,“ sagði Óskar. Stuttu eftir að hann ræddi við Eddu varð Óskar varð við tvær öflugar sprengingar sem fregnir herma að hafi verið við lestarstöðina í Kænugarði. Segir hann að þessar sprengingar hafi verið þær öflugustu sem hann hafi orðið var við þessa, hús hans og eiginkonu hans hristist meðal annars. Hann upplifir sig þó tiltölulega öruggan í borginni og er ekki á förum. „Við tókum ákvörðun um það snemma ég og konan mín að taka þessar áhyggjur og þennan ótta og bara ýta því til hliðar og nýta það bara í eitthvað annað. Við upplifum okkur örugg á þeim stað þar sem við búum í borginu. Það er nú bara þannig og ég held að það sé sniðugra en að vera á vergangi þarna einhvers staðar þarna fyrir vestan,“ sagði Óskar. Langar raðir voru við apótek í Kænugarði í dag. Óskar segir að reglur um lyfseðla hafi verið afnumdar þar sem fólk sæki nú lyf fyrir ættingja, vini og nágranna.Óskar Hallgrímsson Fregnir hafa borist að gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að Kænugarði. Lestin hefur reyndar færst lítið að undanförnu og hefur verið sagt frá því að hermennina skorti vistir. Óskar segir að hergagnalestin veki ugg á meðal borgara. „Þetta vekur ugg en er samt ekkert það hræðilegt af því bara hún er bensínlaus. Hún er stopp, þeir eru ekki með vistir. Þeir eru að brjótast inn í byggingar til að ná sér í mat,“ sagði Óskar. „Borgin sjálf er vel varin en auðvitað vekur þetta ugg og maður er hálfskelkaður við þessar fregnir.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vaktin: Ekkert lát á árásum Rússa á Kharkív, Kherson og Mariupol Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Vaktin: Ekkert lát á árásum Rússa á Kharkív, Kherson og Mariupol Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49