Úkraínumenn segjast ætla að endursmíða Drauminn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2022 22:20 Antonov 225 lendir á Antonov-flugvellinum við bæinn Hostomel með hjálpargöng frá Kína í upphafi kórónuveirufaraldursins árið 2020. skjáskot/AP Flugheimurinn virðist hafa misst stærstu flugvél heims, úkraínsku þotuna Antonov 225, sem fullyrt er að hafi eyðilagst í árás Rússa á heimaflugvöll hennar í Úkraínu. Ný gervihnattamynd virðist þó sýna stél hennar óskemmt. Risaþotan var aðeins til í einu eintaki og kom nokkrum sinnum til Íslands. Antonov-þotan var kölluð Mriya, eða Draumurinn, og upphaflega smíðuð til að bera geimskutlur Sovétríkanna á bakinu. Ekkert varð af þeim geim-áformum og ákvað úkraínska Antonov-fyrirtækið síðar að nýta þetta sex hreyfla ferlíki til fraktflutninga en engin flugvél gat flutt stærri né þyngri farm en þessi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hana lenda á heimaflugvelli sínum með fyrstu hjálpargögnin sem bárust Úkraínu frá Kína í upphafi covid-faraldursins. Zelenskyy forseti tók þá sjálfur á móti henni og gerði hana að táknmynd baráttunnar gegn faraldrinum. Risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014.Egill Aðalsteinsson Þotan lék einnig stórt hlutverk í hátíðahöldum þegar fagnað var þrjátíu ára sjálfstæðisafmæli Úkraínu. Átta mestu kraftajötnar landsins settu þá heimsmet með því að draga þessa þyngstu þotu heims fjóra metra. Og Zelenskyy-forseta þótti ekki verra að hafa þetta þjóðarstolt Úkraínumanna í bakrunni þegar flytja þurfti mikilvæg skilaboð. Ráðamenn í Úkraínu hafa síðustu daga sagt að þotan hafi eyðilagst í árás Rússa þegar þeir náðu Antonov-flugvellinum á sitt vald. Gervihnattamyndir eru sagðar sýna flugvélina brenna í flugskýli sem hún var í. Ný mynd, sem birst hefur á samfélagsmiðlum í dag, virðist hins vegar sýna stél hennar óskemmt í löskuðu skýlinu. Það ríkir því enn töluverð óvissa um afdrif hennar. Ný gervihnattamynd virðist sýna stélið óskemmt í löskuðu flugskýlinu. Antonov-þotan millilenti nokkrum sinnum á Keflavíkurflugvelli og sumarið 2014 gafst fréttamanni Stöðvar 2 tækifæri til að upplifa stærð þessarar einstöku þotu. Vakin var sérstök athygli á hjólabúnaði hennar en 14 hjól eru á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst því yfir að þau ætli sér að endursmíða flugvélina og að láta Drauminn lifa. Allra ráða verði leitað til að árásarríkið beri kostnaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Hér má sjá frétt frá komu hennar til Íslands sumarið 2014: Hér má sjá óklippt flugtak hennar frá Keflavík sumarið 2014 og heyra drunurnar: Fréttir af flugi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. 27. febrúar 2022 14:14 Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. 20. maí 2021 16:20 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Antonov-þotan var kölluð Mriya, eða Draumurinn, og upphaflega smíðuð til að bera geimskutlur Sovétríkanna á bakinu. Ekkert varð af þeim geim-áformum og ákvað úkraínska Antonov-fyrirtækið síðar að nýta þetta sex hreyfla ferlíki til fraktflutninga en engin flugvél gat flutt stærri né þyngri farm en þessi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hana lenda á heimaflugvelli sínum með fyrstu hjálpargögnin sem bárust Úkraínu frá Kína í upphafi covid-faraldursins. Zelenskyy forseti tók þá sjálfur á móti henni og gerði hana að táknmynd baráttunnar gegn faraldrinum. Risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014.Egill Aðalsteinsson Þotan lék einnig stórt hlutverk í hátíðahöldum þegar fagnað var þrjátíu ára sjálfstæðisafmæli Úkraínu. Átta mestu kraftajötnar landsins settu þá heimsmet með því að draga þessa þyngstu þotu heims fjóra metra. Og Zelenskyy-forseta þótti ekki verra að hafa þetta þjóðarstolt Úkraínumanna í bakrunni þegar flytja þurfti mikilvæg skilaboð. Ráðamenn í Úkraínu hafa síðustu daga sagt að þotan hafi eyðilagst í árás Rússa þegar þeir náðu Antonov-flugvellinum á sitt vald. Gervihnattamyndir eru sagðar sýna flugvélina brenna í flugskýli sem hún var í. Ný mynd, sem birst hefur á samfélagsmiðlum í dag, virðist hins vegar sýna stél hennar óskemmt í löskuðu skýlinu. Það ríkir því enn töluverð óvissa um afdrif hennar. Ný gervihnattamynd virðist sýna stélið óskemmt í löskuðu flugskýlinu. Antonov-þotan millilenti nokkrum sinnum á Keflavíkurflugvelli og sumarið 2014 gafst fréttamanni Stöðvar 2 tækifæri til að upplifa stærð þessarar einstöku þotu. Vakin var sérstök athygli á hjólabúnaði hennar en 14 hjól eru á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst því yfir að þau ætli sér að endursmíða flugvélina og að láta Drauminn lifa. Allra ráða verði leitað til að árásarríkið beri kostnaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Hér má sjá frétt frá komu hennar til Íslands sumarið 2014: Hér má sjá óklippt flugtak hennar frá Keflavík sumarið 2014 og heyra drunurnar:
Fréttir af flugi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. 27. febrúar 2022 14:14 Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. 20. maí 2021 16:20 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. 27. febrúar 2022 14:14
Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. 20. maí 2021 16:20
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26