Rússar fá að keppa í Eurovision þrátt fyrir allt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 12:17 Rússar munu fá að taka þátt í Eurovision í ár þrátt fyrir innrás í Úkraínu. Getty/Dean Mouhtaropoulos Rússland mun fá að taka þátt í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þrátt fyrir innrás í Úkraínu. Þetta tilkynntu skipuleggjendur keppninnar í hádeginu. Skipuleggjendur segja að keppnin sé „ópólitískur menningarlegur viðburður“ og segja ekki koma til greina að Rússlandi verði bannað að taka þátt í keppninni, sem fer fram á Ítalíu í maí. Keppnin er sú sjöttugasta og sjötta og mun fara fram í Tórínó á Ítalíu eftir að ítalska rokksveitin Måneskin sigraði keppnina í fyrra. Evrópusambandið hefur fordæmt innrás Rússa á Úkraínu í dag, auk fleiri ríkja, og boða harðar viðskiptaþvinganir. „Eurovsion er ópólitískur menningarlegur viðburður sem sameinar þjóðir og fagnar fjölbreytileika með tónlist. Meðlimir Evrópsku sjónvarpsstöðvanna bæði í Rússlandi og Úkraínu hafa heitið því að taka þátt í keppninni í Tórínó og við ætlum, eins og staðan er núna, að bjóða listamenn frá báðum löndum velkomna í maí,“ segir í yfirlýsingu Evrópusku sjónvarpsstöðvanna. „Við munum að sjálfsögðu fylgjast áfram grannt með stöðu mála.“ Bara í síðustu viku ákvað Úkraínska ríkisútvarpið að senda ekki hina 28 ára gömlu Alinu Pash í Eurovision fyrir hönd landsins. Söngkonan ferðaðist til Krímskaga fyrir tæpum sjö árum síðan og ríkisútvarpið segir ferðalagið sérstaklega til skoðunar. Pash sigraði Vidbir, innlendu söngvakeppnina í Úkraínu fyrr á árinu, með laginu Shadows of Forgotten Ancestors. Ríkisútvarpið hafði ekki gert endanlegan samning við söngkonuna um þátttöku hennar í keppninni en nýlega bárust fregnir af ferðum hennar til Krímsskaga árið 2015. Í stað hennar mun rappsveitin Kalush Orchestra keppa fyrir hönd Úkraínu með lagið Stefania. Rússland hefur enn ekki tilkynnt sitt framlag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Eurovision Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Skipuleggjendur segja að keppnin sé „ópólitískur menningarlegur viðburður“ og segja ekki koma til greina að Rússlandi verði bannað að taka þátt í keppninni, sem fer fram á Ítalíu í maí. Keppnin er sú sjöttugasta og sjötta og mun fara fram í Tórínó á Ítalíu eftir að ítalska rokksveitin Måneskin sigraði keppnina í fyrra. Evrópusambandið hefur fordæmt innrás Rússa á Úkraínu í dag, auk fleiri ríkja, og boða harðar viðskiptaþvinganir. „Eurovsion er ópólitískur menningarlegur viðburður sem sameinar þjóðir og fagnar fjölbreytileika með tónlist. Meðlimir Evrópsku sjónvarpsstöðvanna bæði í Rússlandi og Úkraínu hafa heitið því að taka þátt í keppninni í Tórínó og við ætlum, eins og staðan er núna, að bjóða listamenn frá báðum löndum velkomna í maí,“ segir í yfirlýsingu Evrópusku sjónvarpsstöðvanna. „Við munum að sjálfsögðu fylgjast áfram grannt með stöðu mála.“ Bara í síðustu viku ákvað Úkraínska ríkisútvarpið að senda ekki hina 28 ára gömlu Alinu Pash í Eurovision fyrir hönd landsins. Söngkonan ferðaðist til Krímskaga fyrir tæpum sjö árum síðan og ríkisútvarpið segir ferðalagið sérstaklega til skoðunar. Pash sigraði Vidbir, innlendu söngvakeppnina í Úkraínu fyrr á árinu, með laginu Shadows of Forgotten Ancestors. Ríkisútvarpið hafði ekki gert endanlegan samning við söngkonuna um þátttöku hennar í keppninni en nýlega bárust fregnir af ferðum hennar til Krímsskaga árið 2015. Í stað hennar mun rappsveitin Kalush Orchestra keppa fyrir hönd Úkraínu með lagið Stefania. Rússland hefur enn ekki tilkynnt sitt framlag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Eurovision Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira