Litla stúlkan kom í heiminn 22. febrúar og fékk því einstaklega fallegan afmælisdag.
„22/02/22 á slaginu 20:00 mætti draumadísin okkar eftir 36 klst fæðingu. Hún lét svo sannarlega hafa fyrir sér en það var allt þess virði þegar ég fékk að taka á móti henni sjálf,“ skrifar Pattra á samfélagsmiðla. Hún segir að þetta hafi verið mögnuð stund.