Samlegðaráhrif mannréttinda í þjónustu og umhverfi borgarinnar Ellen Calmon skrifar 23. febrúar 2022 10:31 Mér er umhugað um að Reykjavíkurborg sé umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Litið er til alþjóðlegra mannréttindasamninga Jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar eiga að vera höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar. Mér hefur verið tíðrætt um að nýtt séu þau samlegðaráhrif sem liggja í ýmsum mannréttindasamningum sem Ísland á aðild að. Má þar nefna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Alþjóðasamnings um félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi. Ég vil meina að ef við hugsum vítt og stórt en um leið einfalt og skilvirkt strax í upphafi við skipulag á umhverfi eða þjónustu, þá erum við að framkvæma hagkvæmt og erum með sem bestu móti að mæta ólíkum þörfum fólks. Þannig erum við að tryggja að bæði þjónusta, aðgengi að þjónustu, umhverfi og innviðum borgarinnar séu sem aðgengilegust sem flestum borgarbúum. Það leiðir af sér virkari borgarbúa, hamingjusamara og meira drífandi samfélag. Jafnrétti, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin eigi að bera viðringu fyrir fjölbreytileika og viðurkenna fatlað fólk sem hluta af mannlegum marbreytileika og mannkyni. Þessi klausa á einnig við um fjölmargt annað fólk, svo sem kynsegin og hinsegin. Þeim á að tryggja jöfn tækifæri og aðgengi og jafnrétti skal vera á meðal kynjanna. Í Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi segir einnig að ríki sem eiga aðild að þeim samningi beri að ábyrgjast jöfn réttindi kynjanna þannig þau geti notið allra þeirra efnahagslegu félagslegu og menningarlegu réttinda sem lagt er upp með í samningnum. Það eiga öll að njóta sanngjarnra og jafnra launa fyrir jafnverðmæt störf án aðgreiningar. Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eru lýðræðismál meðal annarra sett á oddinn og talað um að börn eigi rétt á að láta í ljósi eigin skoðanir í þeim málum sem þau varða og þau undirbúin „…til að lifa ábyrgu lífi í frjálsu þjóðfélagi, í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, jafnréttis karla og kvenna og vináttu milli allra þjóða, þjóðhátta-, þjóðernis- og trúarhópa,…“. Í Menntastefnu borgarinnar er einmitt lögð sérstök áhersla á jafnréttisfræðslu sem Jafnréttisskólinn hefur umsjón með. Í Reykjavíkurborg höfum við sett okkur fjölmargar stefnur á þessu kjörtímabili þar hef ég lagt sérstaka áherslu á og horft til samlegðarárhrifa þessara mannréttindasamninga. Við erum einmitt um þessar mundir að vinna að jafnlaunastefnu borgarinnar þar sem gert er ráð fyrir að tekið verði tillit fleiri breyta en áður. Þá höfum við einnig lagt upp með í Lýðræðisstefnunni að íbúalýðræði sé aukið þar er meðal annars lögð áhersla á að hlusta eftir þeim verkefnum sem borgarbúar vilja setja á oddinn eða hafa áhrif á. Má þar helst nefna samráð í opinni samráðsgátt um stefnudrög og verkefnið „Hverfið mitt“ þar sem ýmis verkefni hafa verið sett á dagskrá þar sem börn frá 16 ára aldri og aðrir borgarbúar hafa haft þar áhrif á. Með þessu móti er verið að uppfylla ýmis þætti í ofangreindum mannréttindasamningum er varða jafnrétti, jöfnuð og aðgengi svo eitthvað sé nefnt. Velferðarstefna, velferðartækni þar sem engin tvö eru eins Velferðarstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og í henni er lögð sérstök áhersla á betri nærþjónustu og ríkari hlustun á þá einstaklinga sem Velferðarsvið þjónar, þar sem er gert ráð fyrir því að engin tvö eru eins. Með þessu móti er reynt að koma betur til móts við óskir einstaklingisins um þjónustutegund og þjónustutíma. Nú er verið þróa fleiri tæknilausnir og auka notkun velferðartækni í þjónustu við eldri borgara sem hefur gefist vel. Velferðartæknin gerir þeim kleift að stýra þjónustunni og þjónustutímanum betur og ýtir undir að sum hver geti búið lengur heima. Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er einnig hvatt til að efld sé þróun á nýrri tækni svo sem upplýsinga- og samskiptatækni sem og hjálpartækjum sem henta fötluðu fólki en sú tækni gæti einnig hentað eldri borgurum. Fjölmargt eldra fólk hefur einhvers konar fötlun þegar komið er á efri ári s.s. hreyfihömlun, heyrna- eða sjónskerðingu. Þegar við horfum til dæmis til fatlaðs fólks, eldra fólks og barna þá má finna fjölmargar lausnir í þjónustu og umhverfi sem nýtist öllum. Nýr vefur Reykjavíkurborgar hefur litið dagsins ljós þar var horft til hugmyndafræði algildrar hönnunar sem þýðir meðal annars að textinn á vefsíðunni var einfaldaður. Hann hentar því betur börnum, fólki með annað móðurmál en íslensku, fólki með þroskahömlun sem og mörgum öðrum. Þar er einnig meira notast við táknmyndir en áður sem auðveldar notendum að rata um vefinn. Stórt salerni hentar öllum Mér finnst mikilvægt að við horfum til hugmyndafræði algildrar hönnunar í öllu tilliti og hef náð í vinnu minni við ýmsar stefnur borgarinnar og eða í umsögnum mínum um þær að koma inn þeirri hugmyndafræði í stað orðalagsins „aðgengi fyrir alla“. Aðgengi fyrir alla, segir ekki alla söguna og að baki þeirra orða stendur ekki hvernig eigi að gera hlutina eftir ákveðinni aðferðafræði líkt og þekkist í algildri hönnun. Í því samhengi má til dæmis nefna að salerni sem ætluð eru hreyfihömluðu fólki henta flestum á meðan ekki öll geta nýtt sér litla salernisbása. Þá eru salerni ætluð hreyfihömluðum yfirleitt ókyngreind. Flest komumst við upp rampa en færri komast upp tröppur. Flestum okkar hentar vel að ganga inn um stórar dyr frekar en þröngar, til dæmis þegar við erum að bera inn vörur eða göngum með barnavagn. Ef við lengjum aðeins í göngugötuljósinu „græna karlinum“ þá erum við öll öruggari og komumst frekar klakklaust yfir gangbrautina, hvort svo við notum hjólastól, reiðum reiðhjólið okkar eða erum barn sem tekur minni skref og gengur hægar. Það er mikilvægt að setja upp mannréttindagleraugun þegar teknar eru ákvarðanir um allt skipulag, umhverfi, þjónustu og innviði borgarinnar þannig hún verði umfaðmandi og aðgengileg fyrir okkur öll! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og mannréttindanörd https://ellencalmon.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Reykjavík Borgarstjórn Hinsegin Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Mannréttindi Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Mér er umhugað um að Reykjavíkurborg sé umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Litið er til alþjóðlegra mannréttindasamninga Jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar eiga að vera höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar. Mér hefur verið tíðrætt um að nýtt séu þau samlegðaráhrif sem liggja í ýmsum mannréttindasamningum sem Ísland á aðild að. Má þar nefna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Alþjóðasamnings um félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi. Ég vil meina að ef við hugsum vítt og stórt en um leið einfalt og skilvirkt strax í upphafi við skipulag á umhverfi eða þjónustu, þá erum við að framkvæma hagkvæmt og erum með sem bestu móti að mæta ólíkum þörfum fólks. Þannig erum við að tryggja að bæði þjónusta, aðgengi að þjónustu, umhverfi og innviðum borgarinnar séu sem aðgengilegust sem flestum borgarbúum. Það leiðir af sér virkari borgarbúa, hamingjusamara og meira drífandi samfélag. Jafnrétti, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin eigi að bera viðringu fyrir fjölbreytileika og viðurkenna fatlað fólk sem hluta af mannlegum marbreytileika og mannkyni. Þessi klausa á einnig við um fjölmargt annað fólk, svo sem kynsegin og hinsegin. Þeim á að tryggja jöfn tækifæri og aðgengi og jafnrétti skal vera á meðal kynjanna. Í Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi segir einnig að ríki sem eiga aðild að þeim samningi beri að ábyrgjast jöfn réttindi kynjanna þannig þau geti notið allra þeirra efnahagslegu félagslegu og menningarlegu réttinda sem lagt er upp með í samningnum. Það eiga öll að njóta sanngjarnra og jafnra launa fyrir jafnverðmæt störf án aðgreiningar. Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eru lýðræðismál meðal annarra sett á oddinn og talað um að börn eigi rétt á að láta í ljósi eigin skoðanir í þeim málum sem þau varða og þau undirbúin „…til að lifa ábyrgu lífi í frjálsu þjóðfélagi, í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, jafnréttis karla og kvenna og vináttu milli allra þjóða, þjóðhátta-, þjóðernis- og trúarhópa,…“. Í Menntastefnu borgarinnar er einmitt lögð sérstök áhersla á jafnréttisfræðslu sem Jafnréttisskólinn hefur umsjón með. Í Reykjavíkurborg höfum við sett okkur fjölmargar stefnur á þessu kjörtímabili þar hef ég lagt sérstaka áherslu á og horft til samlegðarárhrifa þessara mannréttindasamninga. Við erum einmitt um þessar mundir að vinna að jafnlaunastefnu borgarinnar þar sem gert er ráð fyrir að tekið verði tillit fleiri breyta en áður. Þá höfum við einnig lagt upp með í Lýðræðisstefnunni að íbúalýðræði sé aukið þar er meðal annars lögð áhersla á að hlusta eftir þeim verkefnum sem borgarbúar vilja setja á oddinn eða hafa áhrif á. Má þar helst nefna samráð í opinni samráðsgátt um stefnudrög og verkefnið „Hverfið mitt“ þar sem ýmis verkefni hafa verið sett á dagskrá þar sem börn frá 16 ára aldri og aðrir borgarbúar hafa haft þar áhrif á. Með þessu móti er verið að uppfylla ýmis þætti í ofangreindum mannréttindasamningum er varða jafnrétti, jöfnuð og aðgengi svo eitthvað sé nefnt. Velferðarstefna, velferðartækni þar sem engin tvö eru eins Velferðarstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og í henni er lögð sérstök áhersla á betri nærþjónustu og ríkari hlustun á þá einstaklinga sem Velferðarsvið þjónar, þar sem er gert ráð fyrir því að engin tvö eru eins. Með þessu móti er reynt að koma betur til móts við óskir einstaklingisins um þjónustutegund og þjónustutíma. Nú er verið þróa fleiri tæknilausnir og auka notkun velferðartækni í þjónustu við eldri borgara sem hefur gefist vel. Velferðartæknin gerir þeim kleift að stýra þjónustunni og þjónustutímanum betur og ýtir undir að sum hver geti búið lengur heima. Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er einnig hvatt til að efld sé þróun á nýrri tækni svo sem upplýsinga- og samskiptatækni sem og hjálpartækjum sem henta fötluðu fólki en sú tækni gæti einnig hentað eldri borgurum. Fjölmargt eldra fólk hefur einhvers konar fötlun þegar komið er á efri ári s.s. hreyfihömlun, heyrna- eða sjónskerðingu. Þegar við horfum til dæmis til fatlaðs fólks, eldra fólks og barna þá má finna fjölmargar lausnir í þjónustu og umhverfi sem nýtist öllum. Nýr vefur Reykjavíkurborgar hefur litið dagsins ljós þar var horft til hugmyndafræði algildrar hönnunar sem þýðir meðal annars að textinn á vefsíðunni var einfaldaður. Hann hentar því betur börnum, fólki með annað móðurmál en íslensku, fólki með þroskahömlun sem og mörgum öðrum. Þar er einnig meira notast við táknmyndir en áður sem auðveldar notendum að rata um vefinn. Stórt salerni hentar öllum Mér finnst mikilvægt að við horfum til hugmyndafræði algildrar hönnunar í öllu tilliti og hef náð í vinnu minni við ýmsar stefnur borgarinnar og eða í umsögnum mínum um þær að koma inn þeirri hugmyndafræði í stað orðalagsins „aðgengi fyrir alla“. Aðgengi fyrir alla, segir ekki alla söguna og að baki þeirra orða stendur ekki hvernig eigi að gera hlutina eftir ákveðinni aðferðafræði líkt og þekkist í algildri hönnun. Í því samhengi má til dæmis nefna að salerni sem ætluð eru hreyfihömluðu fólki henta flestum á meðan ekki öll geta nýtt sér litla salernisbása. Þá eru salerni ætluð hreyfihömluðum yfirleitt ókyngreind. Flest komumst við upp rampa en færri komast upp tröppur. Flestum okkar hentar vel að ganga inn um stórar dyr frekar en þröngar, til dæmis þegar við erum að bera inn vörur eða göngum með barnavagn. Ef við lengjum aðeins í göngugötuljósinu „græna karlinum“ þá erum við öll öruggari og komumst frekar klakklaust yfir gangbrautina, hvort svo við notum hjólastól, reiðum reiðhjólið okkar eða erum barn sem tekur minni skref og gengur hægar. Það er mikilvægt að setja upp mannréttindagleraugun þegar teknar eru ákvarðanir um allt skipulag, umhverfi, þjónustu og innviði borgarinnar þannig hún verði umfaðmandi og aðgengileg fyrir okkur öll! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og mannréttindanörd https://ellencalmon.is/
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun