Berdreymi verðlaunuð á Berlinale og verður sýnd í 44 löndum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:54 Guðmundur Arnar skrifaði handritið og með helstu hlutverk fara ungstirnin Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, og Snorri Rafn Frímannsson, ásamt þeim þaulreyndu Anítu Briem, Ólaf Darra Ólafssyni og Ísgerði Gunnarsdóttur. Aðsent Samtök evrópska kvikmyndahúsa, Europa Cinemas, hafa valið íslensku kvikmyndina Berdreymi sem bestu evrópsku kvikmyndina í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. var heimsfrumsýnd á Berlinale á föstudag. Vísir frumsýndi sýnishorn úr myndinni í síðustu viku. „Dómnefndin segir meðal annars að Berdreymi sé ódæmigerð fyrir íslenska kvikmynd, engin stórbrotin náttúra heldur hrátt borgarlandslag sem er kvikmyndað á sérlega sterkan og skapandi máta. Sagan sé vissulega hörð sýn á hóp unglingspilta en að það sé hlýjan samhliða ofbeldinu sem gerir myndina einstaka. Berdreymi er bókstaflega kvikmynd sem krefjist þess að verða séð af áhorfendum,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Frá Berlinale kvikmyndahátíðinni.Aðsent Anton Máni Svansson framleiðandi Berdreymi tók á móti verðlaunum í Berlín fyrir hönd myndarinnar. „Verðlaunin eru þýðingarmikil en Samtök Evrópska Kvikmyndahúsa munu styðja við dreifingu Berdreymi um alla Evrópu eða í allt að 1143 kvikmyndahúsum í 44 löndum sem eru hluti af samtökunum.“ Myndin er önnur kvikmynd Guðmundar Arnars í fullri lengd á eftir hinni margverðlaunuðu Hjartasteinn sem vakti mikla lukku meðal landsmanna og fór sigurför um kvikmyndahátíðir heimsAðsent Berdreymi var heimsfrumsýnd á Berlinale síðastliðin föstudag og hefur fengið gífurlega góðar viðtökur bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum sem hafa lofað myndina hástert. „Gagngrýnandi Screen Daily segir myndina áhrifamikla og hrósar sérstaklega ungu leikurunum. Gagngrýnandi Upcoming segir galdur myndarinnar sé í framkvæmdinni sem sé bæði fersk og sannfærandi. Gagngrýnandi Filmuforia segir að einstakur ljóðrænn stíl Guðmundar setji hann í hóp mest spennandi listrænna leikstjóra starfandi í dag.“ Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu. Einn daginn ákveður Addi að taka eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda. Án eftirlits, leika strákarnir sér að eyðileggingu og ofbeldi en kynnast einnig sannri vináttu. Þegar hegðun strákana stigmagnast yfir í lífshættulega atburði, fer Addi að upplifa eigin skynjanir. Mun innsæi hans beina vinunum á öruggari braut eða munu strákarnir sökkva lengra inn í heim ofbeldis? Frá Berlinale heimsfrumsýningunni á Berdreymi.Aðsent Guðmundur Arnar skrifaði handritið og með aðalhlutverk fara ungstirnin Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, og Snorri Rafn Frímannsson, ásamt þeim þaulreyndu Anítu Briem, Ólaf Darra Ólafssyni og Ísgerði Gunnarsdóttur. Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir hönd Join Motion Pictures, en myndin er samstarfsverkefni fimm landa með meðframleiðendur frá Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Tékklandi. Sýnishorn úr myndinni má sjá hér fyrir neðan. Kvikmyndagerð á Íslandi Þýskaland Menning Tengdar fréttir Stjörnulífið: Íslendingar flýja vonda veðrið Svo virðist sem allir og amma þeirra séu erlendis þessa dagana. Kannski ekki skrítið að fólk stökkvi upp í flugvél þegar veðrið er svona leiðinlegt hér á klakanum. 14. febrúar 2022 13:31 Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Berdreymi Lífið frumsýnir í dag stikluna fyrir kvikmyndina Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. 11. febrúar 2022 10:15 Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. var heimsfrumsýnd á Berlinale á föstudag. Vísir frumsýndi sýnishorn úr myndinni í síðustu viku. „Dómnefndin segir meðal annars að Berdreymi sé ódæmigerð fyrir íslenska kvikmynd, engin stórbrotin náttúra heldur hrátt borgarlandslag sem er kvikmyndað á sérlega sterkan og skapandi máta. Sagan sé vissulega hörð sýn á hóp unglingspilta en að það sé hlýjan samhliða ofbeldinu sem gerir myndina einstaka. Berdreymi er bókstaflega kvikmynd sem krefjist þess að verða séð af áhorfendum,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Frá Berlinale kvikmyndahátíðinni.Aðsent Anton Máni Svansson framleiðandi Berdreymi tók á móti verðlaunum í Berlín fyrir hönd myndarinnar. „Verðlaunin eru þýðingarmikil en Samtök Evrópska Kvikmyndahúsa munu styðja við dreifingu Berdreymi um alla Evrópu eða í allt að 1143 kvikmyndahúsum í 44 löndum sem eru hluti af samtökunum.“ Myndin er önnur kvikmynd Guðmundar Arnars í fullri lengd á eftir hinni margverðlaunuðu Hjartasteinn sem vakti mikla lukku meðal landsmanna og fór sigurför um kvikmyndahátíðir heimsAðsent Berdreymi var heimsfrumsýnd á Berlinale síðastliðin föstudag og hefur fengið gífurlega góðar viðtökur bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum sem hafa lofað myndina hástert. „Gagngrýnandi Screen Daily segir myndina áhrifamikla og hrósar sérstaklega ungu leikurunum. Gagngrýnandi Upcoming segir galdur myndarinnar sé í framkvæmdinni sem sé bæði fersk og sannfærandi. Gagngrýnandi Filmuforia segir að einstakur ljóðrænn stíl Guðmundar setji hann í hóp mest spennandi listrænna leikstjóra starfandi í dag.“ Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu. Einn daginn ákveður Addi að taka eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda. Án eftirlits, leika strákarnir sér að eyðileggingu og ofbeldi en kynnast einnig sannri vináttu. Þegar hegðun strákana stigmagnast yfir í lífshættulega atburði, fer Addi að upplifa eigin skynjanir. Mun innsæi hans beina vinunum á öruggari braut eða munu strákarnir sökkva lengra inn í heim ofbeldis? Frá Berlinale heimsfrumsýningunni á Berdreymi.Aðsent Guðmundur Arnar skrifaði handritið og með aðalhlutverk fara ungstirnin Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, og Snorri Rafn Frímannsson, ásamt þeim þaulreyndu Anítu Briem, Ólaf Darra Ólafssyni og Ísgerði Gunnarsdóttur. Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir hönd Join Motion Pictures, en myndin er samstarfsverkefni fimm landa með meðframleiðendur frá Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Tékklandi. Sýnishorn úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.
Kvikmyndagerð á Íslandi Þýskaland Menning Tengdar fréttir Stjörnulífið: Íslendingar flýja vonda veðrið Svo virðist sem allir og amma þeirra séu erlendis þessa dagana. Kannski ekki skrítið að fólk stökkvi upp í flugvél þegar veðrið er svona leiðinlegt hér á klakanum. 14. febrúar 2022 13:31 Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Berdreymi Lífið frumsýnir í dag stikluna fyrir kvikmyndina Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. 11. febrúar 2022 10:15 Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Stjörnulífið: Íslendingar flýja vonda veðrið Svo virðist sem allir og amma þeirra séu erlendis þessa dagana. Kannski ekki skrítið að fólk stökkvi upp í flugvél þegar veðrið er svona leiðinlegt hér á klakanum. 14. febrúar 2022 13:31
Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Berdreymi Lífið frumsýnir í dag stikluna fyrir kvikmyndina Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. 11. febrúar 2022 10:15
Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42