Um er að ræða hákarl í 100 gramma dósum með eftirfarandi best fyrir dagsetningum: 13.12.2022, 17.12.2022, 31.12.2022, 01.01.2023, 03.01.2023, 14.01.2023 og 18.01.2023.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÓJ&K. Þar segir að verið sé að vinna að öflun framleiðsluleyfa hjá verktakanum en ÓJ&K, sem er dreifingaraðili hákarlsins, sé nú að innkalla vöruna sem er á markaði frá viðkomandi aðila.
Segir í tilkynningunni að allir viðkomandi aðilar harmi mistökin og muni varan því vera innkölluð af markaði.
Upplýsingar um vöruna:
- Vörheiti: Úrvals Hákarl 100gr
- Nettómagn: 100g
- Best fyrir dags. : 13.12.2023, 17.12.2023, 31.12.2022, 01.01.2023 , 03.01.2023 , 14.01.2023 og 18.01.2023
- Strikamerki: 5 694230 087303
- Dreifing: Krónan, Hagkaup, Orkan , Hraðbúðin Hellissandi, Kostur, BL ehf., Kaupfélag V-Húnvetninga, 10-11, Extra og Plúsmarkaðurinn.
Neytendur sem hafa keypt vöruna eru beðnir um að farga henni eða skila í næstu verslun eða til Ó. Johnson & Kaaber ehf, Tunguhálsi 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Ó. Johnson & Kaaber í síma 535 4000 eða í tölvupósti ojk@ojk.is