Bólusetning virðist vernda gegn langvinnu Covid Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2022 08:56 Rannsóknir þykja gefa til kynna að bólusetningar verndi ekki bara gegn alvarlegum veikindum heldur einnig gegn langvinnum veikindum. epa/Jose Mendez Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands hefur yfirfarið fjölda breskra og alþjóðlegra rannsókna um áhrif bóluefna á svokölluðu langvinnu Covid og komist að þeirri niðurstöðu að bólusetning virðist veita ákveðna vörn. Á þetta bæði við um þá sem voru bólusettir áður en þeir greindust með Covid-19 og þá sem voru bólusettir eftir að þeir höfðu fengið sjúkdóminn og langvinna fylgifiska hans. Niðurstöðurnar eru byggðar á fimmtán rannsóknum þar sem ofangreint var skoðað. Samkvæmt tveimur rannsóknum reyndust þeir sem höfðu verið fullbólusettir vera minna líklegir en óbólusettir til að þjást af fjölda langvarand einkennum; til að mynda þreytu, höfuðverkjum, máttleysi í hand- og fótleggjum, vöðvaverkjum, svima, andþyngslum og breyttu lyktarskyni. Þá voru einnig vísbendingar um að þeir sem höfðu fengið Covid-19 þegar þeir voru óbólusettir og verið með einkenni til lengri tíma, fundu fyrir vægari eða færri einkennum eftir að þeir voru svo bólusettir. Þess ber þó að geta að hjá sumum versnuðu einkennin við bólusetningu. Sérfræðingar segja mögulegt að bóluefnin aðstoði líkamann við að losa sig við leifar af kórónuveirunni en annar möguleiki er að bólusetningin komi jafnvægi á ónæmisviðbrögð líkamans hjá þeim sem sýna einkenni vegna ofsvörunar ónæmiskerfisins. Þetta samspil bóluefnisins og ónæmiskerfisins kann einnig að vera orsök þess að einkenni sumra versna. Stephen Powis, yfirlæknir NHS á Englandi, fagnar niðurstöðunum og segir þær þarfa áminningu um mikilvægi bólusetninga nú þegar fleiri en 10 þúsund manns séu inniliggjandi vegna Covid á Bretlandseyjum. Guardian greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Á þetta bæði við um þá sem voru bólusettir áður en þeir greindust með Covid-19 og þá sem voru bólusettir eftir að þeir höfðu fengið sjúkdóminn og langvinna fylgifiska hans. Niðurstöðurnar eru byggðar á fimmtán rannsóknum þar sem ofangreint var skoðað. Samkvæmt tveimur rannsóknum reyndust þeir sem höfðu verið fullbólusettir vera minna líklegir en óbólusettir til að þjást af fjölda langvarand einkennum; til að mynda þreytu, höfuðverkjum, máttleysi í hand- og fótleggjum, vöðvaverkjum, svima, andþyngslum og breyttu lyktarskyni. Þá voru einnig vísbendingar um að þeir sem höfðu fengið Covid-19 þegar þeir voru óbólusettir og verið með einkenni til lengri tíma, fundu fyrir vægari eða færri einkennum eftir að þeir voru svo bólusettir. Þess ber þó að geta að hjá sumum versnuðu einkennin við bólusetningu. Sérfræðingar segja mögulegt að bóluefnin aðstoði líkamann við að losa sig við leifar af kórónuveirunni en annar möguleiki er að bólusetningin komi jafnvægi á ónæmisviðbrögð líkamans hjá þeim sem sýna einkenni vegna ofsvörunar ónæmiskerfisins. Þetta samspil bóluefnisins og ónæmiskerfisins kann einnig að vera orsök þess að einkenni sumra versna. Stephen Powis, yfirlæknir NHS á Englandi, fagnar niðurstöðunum og segir þær þarfa áminningu um mikilvægi bólusetninga nú þegar fleiri en 10 þúsund manns séu inniliggjandi vegna Covid á Bretlandseyjum. Guardian greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira