Full flugvél Icelandair lent á Kúbu í tilefni stórafmælis Guðjóns í OZ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 15. febrúar 2022 22:38 Það má reikna með að einn eða tveir kokteilar verði sötraðir í ferðinni. Romm gæti komið við sögu. Getty Guðjón Már Guðjónsson, eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ, fagnar fimmtugsafmæli sínu á morgun. Guðjón Már verður að heiman á sjálfan afmælisdaginn en þó í góðra vina hópi í afmælisferð á Kúbu. Flugvél Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli í morgun og mikill ferðahugur í fólki. Hluti gestanna birti myndir af sér á leiðinni utan í morgun. Má meðal annars nefna Patrek Jaime, Bassa Maraj og Binna Glee úr Æði sem telja má líklegt að eigi að skemmta gestum í ferðinni. Þar voru sömuleiðis Þorsteinn Friðriksson, kenndur við Plain Vanilla, og unnusta hans Rós Kristjánsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Patrekur Jaime úr Æði mættur um borð í flugvél Icelandair. Flugvélin millilenti í Halifax í Kanada í dag en hélt svo áfram för til Kúbu.@patrekurjaime Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvél Icelandair tekin á leigu fyrir afmælisferðina og gestum gefinn kostur á að kaupa sig inn í ferðina í glæsilegan pakka. Innifalið var flug, gisting á glæsilegu hóteli þar sem allt er innifalið og skemmtanahald en þess utan mun fólk hafa frjálsan tíma til að upplifa eyjuna. Guðjón vildi lítið ræða skemmtiferðina í tilefni af tímamótunum þegar fréttastofa hafði samband við hann í gær. Rós Kristjánsdóttir spennt fyrir fluginu til Kúbu.@thorsteinnf Flugvélin er sem fyrr segir á vegum Icelandair. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að um sé að ræða ein af fjölmörgum ferðum í leiguflugi sem skipulögð séu á vegum Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair, fyrir hópa og fyrirtæki. Áhöfnin sé mönnuð starfsfólki Icelandair. Flugvélin tekur um 180 manns í sæti og er þéttsetin samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki er aðeins um vini, ættingja og kunningja Guðjóns að ræða heldur er einnig nokkuð um að vinir vina skelltu sér með enda ekki á hverjum degi sem gefst færi á að heimsækja Kúbu. Flogið verður heim að fimm dögum liðnum og verður fróðlegt að fylgjast með tæplega tvö hundruð Íslendingum mála Kúbu rauða næstu dagana. Flugvélin lenti á Kúbu um tíuleytið í kvöld en flogið verður aftur heim á leið á sunnudaginn. Tímamót Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Flugvél Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli í morgun og mikill ferðahugur í fólki. Hluti gestanna birti myndir af sér á leiðinni utan í morgun. Má meðal annars nefna Patrek Jaime, Bassa Maraj og Binna Glee úr Æði sem telja má líklegt að eigi að skemmta gestum í ferðinni. Þar voru sömuleiðis Þorsteinn Friðriksson, kenndur við Plain Vanilla, og unnusta hans Rós Kristjánsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Patrekur Jaime úr Æði mættur um borð í flugvél Icelandair. Flugvélin millilenti í Halifax í Kanada í dag en hélt svo áfram för til Kúbu.@patrekurjaime Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvél Icelandair tekin á leigu fyrir afmælisferðina og gestum gefinn kostur á að kaupa sig inn í ferðina í glæsilegan pakka. Innifalið var flug, gisting á glæsilegu hóteli þar sem allt er innifalið og skemmtanahald en þess utan mun fólk hafa frjálsan tíma til að upplifa eyjuna. Guðjón vildi lítið ræða skemmtiferðina í tilefni af tímamótunum þegar fréttastofa hafði samband við hann í gær. Rós Kristjánsdóttir spennt fyrir fluginu til Kúbu.@thorsteinnf Flugvélin er sem fyrr segir á vegum Icelandair. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að um sé að ræða ein af fjölmörgum ferðum í leiguflugi sem skipulögð séu á vegum Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair, fyrir hópa og fyrirtæki. Áhöfnin sé mönnuð starfsfólki Icelandair. Flugvélin tekur um 180 manns í sæti og er þéttsetin samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki er aðeins um vini, ættingja og kunningja Guðjóns að ræða heldur er einnig nokkuð um að vinir vina skelltu sér með enda ekki á hverjum degi sem gefst færi á að heimsækja Kúbu. Flogið verður heim að fimm dögum liðnum og verður fróðlegt að fylgjast með tæplega tvö hundruð Íslendingum mála Kúbu rauða næstu dagana. Flugvélin lenti á Kúbu um tíuleytið í kvöld en flogið verður aftur heim á leið á sunnudaginn.
Tímamót Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira