Gaf sjö hundruð milljarða til góðgerðafélags Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2022 16:25 Elon Musk, stofnandi og eigandi Tesla, er einn auðugasti maður heims. AP/Susan Walsh Auðjöfurinn Elon Musk gaf ónefndu góðgerðafélagi hlutabréf í bílafyrirtækinu Tesla sem þá voru um 5,7 milljarða dala virði. Gjöfina gaf hann í nóvember í fyrra yfir nokkurra daga tímabil. Þetta kom fram í gögnum sem birt voru af Fjármálaeftirliti Bandaríkjanna í gær og er sagt frá í frétt Reuters. Gjöfin samsvarar rúmum sjö hundruð milljörðum króna (710.000.000.000). Samhliða þessar gjöf seldi Musk hlutabréf í Tesla fyrir 16,4 milljarða dala. Það þurfti hann að gera vegna skattareiknings upp á tæpar tvær billjónir króna eða tvö þúsund milljarða. Sá reikningur var til kominn vegna hlutabréfakaupréttar Musks frá árinu 2012. Sjá einnig: Selur hlutabréf til að borga tvö þúsund milljarða í skatta Þá hefur Reuters eftir sérfræðingi að Musk hafi með gjöfinni getað sparað sér háar upphæðir sem annars hefðu þurft að fara í skattgreiðslur. Musk fær hvorki laun né bónusa frá Tesla og er auður hans tilkominn vegna hlutabréfaeigna hans í fyrirtækinu, sem hefur aukist gífurlega í virði á undanförnum árum. Árið 2012 fékk hann kauprétt á 22,8 milljónum hluta á 6,24 dali stykkið. Þegar þetta er skrifað er virði eins hlutar í Tesla metinn á rúma 917 dali. Samkvæmt frétt CNN gerir gjöfin Musk að þeim Bandaríkjamanni sem gaf næst mest til góðgerðarmála á eftir Bill Gates og Melindu French Gates. Talsmenn Tesla hafa ekki svarað fyrirspurnum um hvert gjöfin fór. Fjölmiðlar ytra rifja þó upp að Musk hét því í fyrra að gefa Sameinuðu þjóðunum sambærilega upphæð ef forsvarsmenn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna gætu sýnt fram á hvernig sex milljarðar dala gætu leyst hungurvanda heimsins. Stofnunin lagði fram áætlun en talsmenn hennar hafa heldur ekki svarað fyrirspurnum um hvort gjöfin hafi verið til þeirra. Tesla Bandaríkin Tengdar fréttir Auðæfi tíu ríkustu manna heims tvöfaldast í heimsfaraldrinum Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að ríkasta fólk jarðar hefur orðið enn ríkara á meðan það fjölgar í þeim hópi sem lifir undir fátæktarmörkum. 17. janúar 2022 08:05 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þetta kom fram í gögnum sem birt voru af Fjármálaeftirliti Bandaríkjanna í gær og er sagt frá í frétt Reuters. Gjöfin samsvarar rúmum sjö hundruð milljörðum króna (710.000.000.000). Samhliða þessar gjöf seldi Musk hlutabréf í Tesla fyrir 16,4 milljarða dala. Það þurfti hann að gera vegna skattareiknings upp á tæpar tvær billjónir króna eða tvö þúsund milljarða. Sá reikningur var til kominn vegna hlutabréfakaupréttar Musks frá árinu 2012. Sjá einnig: Selur hlutabréf til að borga tvö þúsund milljarða í skatta Þá hefur Reuters eftir sérfræðingi að Musk hafi með gjöfinni getað sparað sér háar upphæðir sem annars hefðu þurft að fara í skattgreiðslur. Musk fær hvorki laun né bónusa frá Tesla og er auður hans tilkominn vegna hlutabréfaeigna hans í fyrirtækinu, sem hefur aukist gífurlega í virði á undanförnum árum. Árið 2012 fékk hann kauprétt á 22,8 milljónum hluta á 6,24 dali stykkið. Þegar þetta er skrifað er virði eins hlutar í Tesla metinn á rúma 917 dali. Samkvæmt frétt CNN gerir gjöfin Musk að þeim Bandaríkjamanni sem gaf næst mest til góðgerðarmála á eftir Bill Gates og Melindu French Gates. Talsmenn Tesla hafa ekki svarað fyrirspurnum um hvert gjöfin fór. Fjölmiðlar ytra rifja þó upp að Musk hét því í fyrra að gefa Sameinuðu þjóðunum sambærilega upphæð ef forsvarsmenn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna gætu sýnt fram á hvernig sex milljarðar dala gætu leyst hungurvanda heimsins. Stofnunin lagði fram áætlun en talsmenn hennar hafa heldur ekki svarað fyrirspurnum um hvort gjöfin hafi verið til þeirra.
Tesla Bandaríkin Tengdar fréttir Auðæfi tíu ríkustu manna heims tvöfaldast í heimsfaraldrinum Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að ríkasta fólk jarðar hefur orðið enn ríkara á meðan það fjölgar í þeim hópi sem lifir undir fátæktarmörkum. 17. janúar 2022 08:05 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Auðæfi tíu ríkustu manna heims tvöfaldast í heimsfaraldrinum Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að ríkasta fólk jarðar hefur orðið enn ríkara á meðan það fjölgar í þeim hópi sem lifir undir fátæktarmörkum. 17. janúar 2022 08:05
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53