Að vera leiðtogi af erlendum uppruna Derek Terell Allen skrifar 15. febrúar 2022 11:31 „Ég geri það þegar ég sé einhvern lit“ var mér sagt þegar aðili greip sig við að tala ensku við mig. Við höfðum hist á Austurvelli á meðan loftslagsverkfalli stóð á, og viðkomandi sýndi áhuga á LÍS, Landssamtökum íslenskra stúdenta, þar sem ég gegni embætti forseta. Eftir lok verkfallsins skrapp ég aðeins frá vellinum og kom svo aftur til að spjalla við þennan einstakling frekar og þá minnti hann mig á að ég var með „einhvern lit“. Það að ég er smá frábrugðinn hinum leiðtogunum í kringum mig er eitthvað hefur ekki gleymst á þessu kjörtímabili og ég hef þess vegna lært frekar áhugaverða hluti um mig sjálfan í ferlinu. Í tilefni Jafnréttisdaga tel ég að það sé tímabært að telja þessa hluti upp. Þó að ég sé leiðtogi íslenskra stúdenta kann ég ekki íslensku Það gerist inn á milli að ókunnugir tala við mig á ensku út frá mínu útliti sem er „óíslenskt“. Þáverandi ókunnugir sem starfa í nærveru skrifstofu LÍS eru engin undantekning, þó að sem betur fer er einungis um fáa einstaklinga að ræða. Rekist hefur verið stundum á mig víða um vinnustaðinn og tekið til máls á ensku án þess að kanna almennilega hvort ég væri íslenskumælandi. Þetta er aldrei í lagi, en ef einstaklingur, samtök, o.s.frv. segist stoða sig á jafnrétti er það mikilvægt að varpa ljósi á þessari hegðun. Haft var samband við viðeigandi aðila og beðist voru afsökunar nokkrum sinnum. Málið var dautt, en hafði samt nokkur áhrif á minni sýn á vinnustaðnum, enda ég furðaði mig á hvernig þetta myndi gerast í umhverfi sem á að vera. Ævisagan mín kemur öllum við Fólk getur verið svo forvitið um mig að það getur ekki beðið að aflast sér upplýsingar um einkalífið mitt og hvernig ég kom til að vera hér á landi. Í september sá LÍS um pallborð með frambjóðendum til Alþingiskosninga þar sem við ræddum helstu málefni stúdenta. Ég tók á móti þeim flestum og tók nokkur góð spjöll. Fjöldi þessara frambjóðenda vildi hins vegar ekki ræða við mig um viðburðinn, málefni stúdenta, LÍS, eða eitthvað nátengt, Viðfangsefni umræðanna sneru að upprunina mínum, hvað ég hef búið hér lengi, og annað sem átti ekki við. Það er staður og stund fyrir slíkar spurningar, og almennt ég hef ekkert á móti því að útskýra hvers vegna ég er með hreim, hvers vegna ég heiti Derek, hvers vegna ég er dökkur á hörund, og allt annað sem einstaklingur meinar þegar spurt er „Hvaðan ertu?“. Mér þótti það samt undarlegt að sagan mín var talin mikilvægari en tilefni samkomunnar: málefni stúdenta. Ég er bara útlendingur Það sem ég óttaðist mest þegar ég tók við embætti forsetans var að ég myndi alltaf vera séður sem einhver utanaðkomandi sem átti ekkert annað fram að færa en að vera gervitákn af fjölbreytni og framförum. Þetta var nánast staðfest þegar ég rakst á starfskraft hjá ónefndum háskóla í matvöruverslun. Í staðinn fyrir að spjalla um hvernig allt gekk í vinnunni eða í lífinu almennt snerist allt samtalið um hvað það var einfalt að greina mig að öllum hinum jafnvel með grímu, og hvort ég ætlaði að búa áfram á Íslandi, og allt á milli himins og jarðar sem benti til þess að ég væri bara útlendingur. Mér ber að ítreka að ekkert er að því að vera öðruvísi, en öðruvísi fólk er samt eins margþætt og aðrar mannverur. Öðruvísi fólk er með persónuleika, skoðanir, og allt annað sem „venjulegt“ fólk býr yfir. Þessi málefni eru ekki þess virði að ræða Það ber að fagna að íslenska stúdentahreyfingin er leiðandi í jafnréttismálum. Þó að ástandið sé langt frá fullkomið er verið að hlusta á raddir jaðarhópa með auknum mæli (t.d.trans og kynsegin stúdentar hjá HÍ sem mega nú fá prófskírteini með nafnið sitt eins og það á að vera). Því miður fá ekki allir jaðarhópar sama stuðninginn frá stúdentahreyfingunni, sérlega stúdentahreyfing Evrópu. Evrópusamtök stúdenta (e. European Students‘ Union, eða ESU) er með kynjasamþættingarstefnu (e. gender mainstreaming strategy) sem býr til vettvang fyrir konur og hinsegin stúdenta til að ræða sín málefni. Þetta er gott og gilt, enda hafa þessir hópar orðið fyrir mismunun í háskólaumhverfinu. Aðrir jaðarhópar (stúdentar af erlendum uppruna þar á meðal) fá hins vegar ekki sambærilegan vettvang á vegum þessara samtaka, algjör synd fyrir stúdenta sem myndi þurfa á því að halda. Af þeim sökum lagði LÍS fram tillögu með þeim markmiði að breyta þessu fyrirkomulagi á síðastliðnum stjórnarfundi ESU. Til þess að ná tillögunni í gegn þyrftu 2/3, eða 44 atkvæði, að vera með. 43 kusu með, og þar af leiðandi var tillagan felld. Ofan á það var framkvæmdastjórn ESU, sem eru foringjar stúdenta heillar heimsálfu, á móti tillögunni vegna meints tímaskorts. Hvers vegna eiga stúdentar af öðrum jaðarhópum það ekki skilið að tjá sig? Er ekki verið að berjast fyrir hagsmuni allra stúdenta? Ef svo er, af hverju er ekki skapað tíma fyrir umræður mismunarbreytur og margþætta mismunun (e. intersectionality) ? Hvernig eigum við að gera betur? Mikilvægt er að nefna að þetta er ekki tilraun að slaufa neinum sem koma hér að, enda er búið að tala við þau flest. Mannverur gera mistök. Forvitnin er vel skiljanleg, þar sem ég væri einnig forvitinn um mig, en ég og allir aðrir sem eru „öðruvísi“ eigum rétt á fagmennsku og almennri kurteisi. Við erum meira en hreimar, eða brún andlit, eða framandi nöfn. Ef við snúum aftur að manninum á skrifstofunni, eitt sem hann sagði mér var „Ég er búinn hér“ á meðan hann benti á hausinn á sér. En hann var það klárlega ekki. Enginn er búinn að vinna úr sínum innra bjögunum gagnvart öðrum. Það sem við eigum að stefna að er að viðurkenna okkar neikvæðu hugsanir og láta þær hafa sem minnst áhrif á aðra. Búum til pláss fyrir stúdenta af erlendu bergi brotnir til að vera besta útgáfan af sjálfum sér, og tökum á móti þeim eins og þau eru. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég geri það þegar ég sé einhvern lit“ var mér sagt þegar aðili greip sig við að tala ensku við mig. Við höfðum hist á Austurvelli á meðan loftslagsverkfalli stóð á, og viðkomandi sýndi áhuga á LÍS, Landssamtökum íslenskra stúdenta, þar sem ég gegni embætti forseta. Eftir lok verkfallsins skrapp ég aðeins frá vellinum og kom svo aftur til að spjalla við þennan einstakling frekar og þá minnti hann mig á að ég var með „einhvern lit“. Það að ég er smá frábrugðinn hinum leiðtogunum í kringum mig er eitthvað hefur ekki gleymst á þessu kjörtímabili og ég hef þess vegna lært frekar áhugaverða hluti um mig sjálfan í ferlinu. Í tilefni Jafnréttisdaga tel ég að það sé tímabært að telja þessa hluti upp. Þó að ég sé leiðtogi íslenskra stúdenta kann ég ekki íslensku Það gerist inn á milli að ókunnugir tala við mig á ensku út frá mínu útliti sem er „óíslenskt“. Þáverandi ókunnugir sem starfa í nærveru skrifstofu LÍS eru engin undantekning, þó að sem betur fer er einungis um fáa einstaklinga að ræða. Rekist hefur verið stundum á mig víða um vinnustaðinn og tekið til máls á ensku án þess að kanna almennilega hvort ég væri íslenskumælandi. Þetta er aldrei í lagi, en ef einstaklingur, samtök, o.s.frv. segist stoða sig á jafnrétti er það mikilvægt að varpa ljósi á þessari hegðun. Haft var samband við viðeigandi aðila og beðist voru afsökunar nokkrum sinnum. Málið var dautt, en hafði samt nokkur áhrif á minni sýn á vinnustaðnum, enda ég furðaði mig á hvernig þetta myndi gerast í umhverfi sem á að vera. Ævisagan mín kemur öllum við Fólk getur verið svo forvitið um mig að það getur ekki beðið að aflast sér upplýsingar um einkalífið mitt og hvernig ég kom til að vera hér á landi. Í september sá LÍS um pallborð með frambjóðendum til Alþingiskosninga þar sem við ræddum helstu málefni stúdenta. Ég tók á móti þeim flestum og tók nokkur góð spjöll. Fjöldi þessara frambjóðenda vildi hins vegar ekki ræða við mig um viðburðinn, málefni stúdenta, LÍS, eða eitthvað nátengt, Viðfangsefni umræðanna sneru að upprunina mínum, hvað ég hef búið hér lengi, og annað sem átti ekki við. Það er staður og stund fyrir slíkar spurningar, og almennt ég hef ekkert á móti því að útskýra hvers vegna ég er með hreim, hvers vegna ég heiti Derek, hvers vegna ég er dökkur á hörund, og allt annað sem einstaklingur meinar þegar spurt er „Hvaðan ertu?“. Mér þótti það samt undarlegt að sagan mín var talin mikilvægari en tilefni samkomunnar: málefni stúdenta. Ég er bara útlendingur Það sem ég óttaðist mest þegar ég tók við embætti forsetans var að ég myndi alltaf vera séður sem einhver utanaðkomandi sem átti ekkert annað fram að færa en að vera gervitákn af fjölbreytni og framförum. Þetta var nánast staðfest þegar ég rakst á starfskraft hjá ónefndum háskóla í matvöruverslun. Í staðinn fyrir að spjalla um hvernig allt gekk í vinnunni eða í lífinu almennt snerist allt samtalið um hvað það var einfalt að greina mig að öllum hinum jafnvel með grímu, og hvort ég ætlaði að búa áfram á Íslandi, og allt á milli himins og jarðar sem benti til þess að ég væri bara útlendingur. Mér ber að ítreka að ekkert er að því að vera öðruvísi, en öðruvísi fólk er samt eins margþætt og aðrar mannverur. Öðruvísi fólk er með persónuleika, skoðanir, og allt annað sem „venjulegt“ fólk býr yfir. Þessi málefni eru ekki þess virði að ræða Það ber að fagna að íslenska stúdentahreyfingin er leiðandi í jafnréttismálum. Þó að ástandið sé langt frá fullkomið er verið að hlusta á raddir jaðarhópa með auknum mæli (t.d.trans og kynsegin stúdentar hjá HÍ sem mega nú fá prófskírteini með nafnið sitt eins og það á að vera). Því miður fá ekki allir jaðarhópar sama stuðninginn frá stúdentahreyfingunni, sérlega stúdentahreyfing Evrópu. Evrópusamtök stúdenta (e. European Students‘ Union, eða ESU) er með kynjasamþættingarstefnu (e. gender mainstreaming strategy) sem býr til vettvang fyrir konur og hinsegin stúdenta til að ræða sín málefni. Þetta er gott og gilt, enda hafa þessir hópar orðið fyrir mismunun í háskólaumhverfinu. Aðrir jaðarhópar (stúdentar af erlendum uppruna þar á meðal) fá hins vegar ekki sambærilegan vettvang á vegum þessara samtaka, algjör synd fyrir stúdenta sem myndi þurfa á því að halda. Af þeim sökum lagði LÍS fram tillögu með þeim markmiði að breyta þessu fyrirkomulagi á síðastliðnum stjórnarfundi ESU. Til þess að ná tillögunni í gegn þyrftu 2/3, eða 44 atkvæði, að vera með. 43 kusu með, og þar af leiðandi var tillagan felld. Ofan á það var framkvæmdastjórn ESU, sem eru foringjar stúdenta heillar heimsálfu, á móti tillögunni vegna meints tímaskorts. Hvers vegna eiga stúdentar af öðrum jaðarhópum það ekki skilið að tjá sig? Er ekki verið að berjast fyrir hagsmuni allra stúdenta? Ef svo er, af hverju er ekki skapað tíma fyrir umræður mismunarbreytur og margþætta mismunun (e. intersectionality) ? Hvernig eigum við að gera betur? Mikilvægt er að nefna að þetta er ekki tilraun að slaufa neinum sem koma hér að, enda er búið að tala við þau flest. Mannverur gera mistök. Forvitnin er vel skiljanleg, þar sem ég væri einnig forvitinn um mig, en ég og allir aðrir sem eru „öðruvísi“ eigum rétt á fagmennsku og almennri kurteisi. Við erum meira en hreimar, eða brún andlit, eða framandi nöfn. Ef við snúum aftur að manninum á skrifstofunni, eitt sem hann sagði mér var „Ég er búinn hér“ á meðan hann benti á hausinn á sér. En hann var það klárlega ekki. Enginn er búinn að vinna úr sínum innra bjögunum gagnvart öðrum. Það sem við eigum að stefna að er að viðurkenna okkar neikvæðu hugsanir og láta þær hafa sem minnst áhrif á aðra. Búum til pláss fyrir stúdenta af erlendu bergi brotnir til að vera besta útgáfan af sjálfum sér, og tökum á móti þeim eins og þau eru. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun