Framfarir í Garðabær byggja á nýsköpun Stella Stefánsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 11:00 Ég hef skýra framtíðarsýn fyrir Garðabæ. Hún byggir á traustum fjárhag og nýsköpun í þjónustu og rekstri – sem kristallast í framsækinni þjónustu, velsæld íbúa á öllum aldri og fjölbreyttum lífsgæðum í nærumhverfinu. Mikilvægi nýsköpunar er óumdeilt og þarf að gera hátt undir höfði. Sveitarfélög þurfa líkt og aðrir að huga að nýsköpun í rekstri og þjónustu. Ég tel að nýsköpun ásamt traustum fjárhag séu lykilforsendur framfara í Garðabæ. Sveitarfélagið Garðabær hefur verið framsækið og leiðandi á ýmsum sviðum, en það er alltaf hægt að gera betur. Það þarf að hvetja til og styðja nýsköpun í rekstri og þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Ekki aðeins í átaksverkefnum heldur þarf að skapa nýsköpunarmenningu og hvatningu í stjórnsýslunni. Nýsköpun getur ýtt undir framsækna þjónustu, aukið skilvirkni og bætt lausnir í stjórnsýslu, stutt við betri nýtingu skattfjár, velsæld íbúa og lífsgæði í nærumhverfinu. Samstarf um nýsköpun skilar oft hraðari ávinningi og skoða þarf tækifæri um samstarf með opnum huga. Skýrt dæmi um samstarf um nýsköpun er t.d. samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga um starfræna umbreytingu sveitarfélaga sem er komin vel á veg. Það eru fjölmörg ónýtt tækifæri til að beita hugmyndafræði nýsköpunar hjá sveitarfélaginu, Garðabæ. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu sem leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir sem auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Nýsköpun getur stutt við framsækna þjónustu sveitarfélagsins með stuttum og skilvirkum boðleiðum í samskiptum og samtali. Nýsköpun getur ýtt undir framfarir í skólastarfi. Bæði til hagræðingar og umbóta í skólastarfi til að mæta þörfum framtíðarinnar og með innleiðingu nýsköpunar í námsefnið. Samstarf um nýsköpun gæti einnig stutt við framfarir í skipulagsmálum og við hönnun skóla, íþróttamannvirkja og opinna svæða. Þá getur nýsköpun stutt við þróun grænna lausna. Ýmsar áskoranir felast í ört vaxandi sveitarfélagi. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Skýrir nýsköpunarferlar geta stytt viðbragðstíma þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stella Stefánsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef skýra framtíðarsýn fyrir Garðabæ. Hún byggir á traustum fjárhag og nýsköpun í þjónustu og rekstri – sem kristallast í framsækinni þjónustu, velsæld íbúa á öllum aldri og fjölbreyttum lífsgæðum í nærumhverfinu. Mikilvægi nýsköpunar er óumdeilt og þarf að gera hátt undir höfði. Sveitarfélög þurfa líkt og aðrir að huga að nýsköpun í rekstri og þjónustu. Ég tel að nýsköpun ásamt traustum fjárhag séu lykilforsendur framfara í Garðabæ. Sveitarfélagið Garðabær hefur verið framsækið og leiðandi á ýmsum sviðum, en það er alltaf hægt að gera betur. Það þarf að hvetja til og styðja nýsköpun í rekstri og þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Ekki aðeins í átaksverkefnum heldur þarf að skapa nýsköpunarmenningu og hvatningu í stjórnsýslunni. Nýsköpun getur ýtt undir framsækna þjónustu, aukið skilvirkni og bætt lausnir í stjórnsýslu, stutt við betri nýtingu skattfjár, velsæld íbúa og lífsgæði í nærumhverfinu. Samstarf um nýsköpun skilar oft hraðari ávinningi og skoða þarf tækifæri um samstarf með opnum huga. Skýrt dæmi um samstarf um nýsköpun er t.d. samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga um starfræna umbreytingu sveitarfélaga sem er komin vel á veg. Það eru fjölmörg ónýtt tækifæri til að beita hugmyndafræði nýsköpunar hjá sveitarfélaginu, Garðabæ. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu sem leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir sem auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Nýsköpun getur stutt við framsækna þjónustu sveitarfélagsins með stuttum og skilvirkum boðleiðum í samskiptum og samtali. Nýsköpun getur ýtt undir framfarir í skólastarfi. Bæði til hagræðingar og umbóta í skólastarfi til að mæta þörfum framtíðarinnar og með innleiðingu nýsköpunar í námsefnið. Samstarf um nýsköpun gæti einnig stutt við framfarir í skipulagsmálum og við hönnun skóla, íþróttamannvirkja og opinna svæða. Þá getur nýsköpun stutt við þróun grænna lausna. Ýmsar áskoranir felast í ört vaxandi sveitarfélagi. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Skýrir nýsköpunarferlar geta stytt viðbragðstíma þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar