Við viljum bara einfaldara líf Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 06:00 Í Silfrinu í gær ræddi reynt sveitarstjórnarfólk um mikilvægi þess að einfalda þjónustuna fyrir fólk. Að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur er ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík og að því hef ég unnið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Með einfaldara lífi á ég við að fólk fái auðveldlega þjónustu, á sínum forsendum. Reykvíkingar eiga ekki að þurfa að þekkja síló borgarkerfisins til að vita hvert leita þarf eftir þjónustu. Við viljum bara auðveldlega geta óskað eftir henni, að það sé skýrt hvaða þjónustu við megum eiga von á. Svo viljum við einfalda leið til að láta vita ef þjónustan er ekki í samræmi við væntingar okkar. Í því augnamiði opnuðum við t.d. rafræna velferðarþjónustumiðstöð um áramótin, þvert á hverfi. Þjónusta út frá forsendum borgarbúa Það eru mörg skref í því fólgin að einfalda þjónustuna. Eitt skrefið var að taka upp nýja þjónustustefnu, sem ég hef leitt innleiðingu á. Þjónustustefnan byggir á að setja notendur og borgarbúa alltaf í forgrunn og hanna aðgengi að allri þjónustu út frá fólkinu en ekki kerfinu. Einföld starfræn skref Annað skref voru stóru rafrænu skrefin til að gera lífið einfaldara. Bæjarfulltrúi í Garðabæ skrifaði fyrir helgi grein um nýju rafrænu fjárhagsaðstoðina sem sveitarfélög víða um land eru nú að taka upp. Það er kerfi sem byggir á hönnun fyrir Reykjavíkurborg og var hér tekið í notkun árið 2019. Með vaxandi atvinnuleysi á Covid tímum höfum við séð hvað það er miklu einfaldara fyrir Reykvíkinga að nýta sér þetta umsóknarkerfi og hvað hægt er að afgreiða umsóknir og veita þjónustu hraðar. Þetta ferli er ákveðið módel fyrir stafrænu byltinguna og sýnir hvers má vænta út um allt borgarkerfi. Nýjasta stóra stafræna skrefið einfaldar til muna öll samskipti vegna þjónustu við aldraða og fatlaða. Kerfið sem á nú að innleiða heldur utan um daglega þjónustu í heimaþjónustu- og heimahjúkrun og innan búsetukjarna. Með þessu verða allar boðleiðir einfaldari á milli borgarinnar, þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra. Þetta er stórt velferðartækniskref, eitt af mörgum þar sem stafrænar lausnir eru að einfalda lífið. Önnur stafræn skref sem eru í vinnslu eru ný umsóknarkerfi fyrir leik- og grunnskóla og einföldun á kerfum fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúa. Og einfaldari skref, eins og birting raunupplýsinga um hversu mörg eru í sundlaugum borgarinnar á hverjum tíma. Einfaldari skipulagsmál Rafrænu skrefin eru mikilvæg til að einfalda lífið. En við þurfum að hugsa stærra en það. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið að nýju hverfaskipulagi fyrir hverfi borgarinnar. Þau hafa fengið mesta athygli fyrir tillögur að ákveðnum þéttingum. En mesta umbyltingin með hverfaskipulaginu er að með því er búið að afmarka betur hvað húseigendur mega og þá mega ekki gera við eignir sínar og einfalda verulega skipulagsferli vegna breytinga við þær. Einfaldari þjónusta heim Reykjavíkurborg hefur um hríð verið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að þróa betur samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samþætting þjónustu. Fyrir þau sem þjónustuna fá á ekki að skipta máli hvort launagreiðsla starfsmanna komi frá ríki eða borg og hvort stjórnsýslustigið sé að veita þjónustuna. Það sem skiptir máli er að ríki og borg tali saman og viti hvaða þjónustu viðkomandi þarf og vill, til að geta búið í öryggi eigin heimilis eins lengi og hægt er. Önnur sveitarfélög og heilsugæslan ættu að líta til þessa samstarfs. Það liggja að mínu mati mikil tækifæri í samþættri þjónustu við fólk í heimahúsum. Tækifæri til að bæta samfellda einstaklingsbundna þjónustu út frá þörfum íbúa en þá verður líka stafræna þróunin að fylgja með. Þetta eru bara nokkur dæmi um leiðir til að einfalda lífið okkar. Flækjur lífsins eru nógu miklar til að það bætist ekki ofan á að þurfa að sigla í gegnum flækjur hins opinbera. Úr þeim flækjum viljum við leysa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í Silfrinu í gær ræddi reynt sveitarstjórnarfólk um mikilvægi þess að einfalda þjónustuna fyrir fólk. Að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur er ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík og að því hef ég unnið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Með einfaldara lífi á ég við að fólk fái auðveldlega þjónustu, á sínum forsendum. Reykvíkingar eiga ekki að þurfa að þekkja síló borgarkerfisins til að vita hvert leita þarf eftir þjónustu. Við viljum bara auðveldlega geta óskað eftir henni, að það sé skýrt hvaða þjónustu við megum eiga von á. Svo viljum við einfalda leið til að láta vita ef þjónustan er ekki í samræmi við væntingar okkar. Í því augnamiði opnuðum við t.d. rafræna velferðarþjónustumiðstöð um áramótin, þvert á hverfi. Þjónusta út frá forsendum borgarbúa Það eru mörg skref í því fólgin að einfalda þjónustuna. Eitt skrefið var að taka upp nýja þjónustustefnu, sem ég hef leitt innleiðingu á. Þjónustustefnan byggir á að setja notendur og borgarbúa alltaf í forgrunn og hanna aðgengi að allri þjónustu út frá fólkinu en ekki kerfinu. Einföld starfræn skref Annað skref voru stóru rafrænu skrefin til að gera lífið einfaldara. Bæjarfulltrúi í Garðabæ skrifaði fyrir helgi grein um nýju rafrænu fjárhagsaðstoðina sem sveitarfélög víða um land eru nú að taka upp. Það er kerfi sem byggir á hönnun fyrir Reykjavíkurborg og var hér tekið í notkun árið 2019. Með vaxandi atvinnuleysi á Covid tímum höfum við séð hvað það er miklu einfaldara fyrir Reykvíkinga að nýta sér þetta umsóknarkerfi og hvað hægt er að afgreiða umsóknir og veita þjónustu hraðar. Þetta ferli er ákveðið módel fyrir stafrænu byltinguna og sýnir hvers má vænta út um allt borgarkerfi. Nýjasta stóra stafræna skrefið einfaldar til muna öll samskipti vegna þjónustu við aldraða og fatlaða. Kerfið sem á nú að innleiða heldur utan um daglega þjónustu í heimaþjónustu- og heimahjúkrun og innan búsetukjarna. Með þessu verða allar boðleiðir einfaldari á milli borgarinnar, þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra. Þetta er stórt velferðartækniskref, eitt af mörgum þar sem stafrænar lausnir eru að einfalda lífið. Önnur stafræn skref sem eru í vinnslu eru ný umsóknarkerfi fyrir leik- og grunnskóla og einföldun á kerfum fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúa. Og einfaldari skref, eins og birting raunupplýsinga um hversu mörg eru í sundlaugum borgarinnar á hverjum tíma. Einfaldari skipulagsmál Rafrænu skrefin eru mikilvæg til að einfalda lífið. En við þurfum að hugsa stærra en það. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið að nýju hverfaskipulagi fyrir hverfi borgarinnar. Þau hafa fengið mesta athygli fyrir tillögur að ákveðnum þéttingum. En mesta umbyltingin með hverfaskipulaginu er að með því er búið að afmarka betur hvað húseigendur mega og þá mega ekki gera við eignir sínar og einfalda verulega skipulagsferli vegna breytinga við þær. Einfaldari þjónusta heim Reykjavíkurborg hefur um hríð verið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að þróa betur samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samþætting þjónustu. Fyrir þau sem þjónustuna fá á ekki að skipta máli hvort launagreiðsla starfsmanna komi frá ríki eða borg og hvort stjórnsýslustigið sé að veita þjónustuna. Það sem skiptir máli er að ríki og borg tali saman og viti hvaða þjónustu viðkomandi þarf og vill, til að geta búið í öryggi eigin heimilis eins lengi og hægt er. Önnur sveitarfélög og heilsugæslan ættu að líta til þessa samstarfs. Það liggja að mínu mati mikil tækifæri í samþættri þjónustu við fólk í heimahúsum. Tækifæri til að bæta samfellda einstaklingsbundna þjónustu út frá þörfum íbúa en þá verður líka stafræna þróunin að fylgja með. Þetta eru bara nokkur dæmi um leiðir til að einfalda lífið okkar. Flækjur lífsins eru nógu miklar til að það bætist ekki ofan á að þurfa að sigla í gegnum flækjur hins opinbera. Úr þeim flækjum viljum við leysa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar