Nostalgía í því að skrifa eða fá sent eldheitt ástarbréf Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 09:17 Kassinn er gerður úr tveimur gömlum póstkössum sem nú hafa fengið nýtt hlutverk við að aðstoða ástarengilinn Amor. Ástin svífur yfir vötnum um þessar mundir enda er Valentínusardagurinn á mánudag. Ákvað Pósturinn að leggja sitt af mörkum og aðstoða Amor við að hugsanlega kveikja smá ástarbál í brjósti þjóðar. Settur var á laggirnar hjartnæmur Valentínusarviðburður þar sem fólk er hvatt til að skrifa ástarbréf og póstleggja frítt. Ástarbréfin fara hefðbundna leið í póstdreifingu. Pósturinn hefur sett upp hjartalaga póstkassa í Kringlunni ásamt kortum og þar gefst fólki tækifæri á að skrifa og senda ástarbréf. Að auki standa nú yfir dagar í Kringlunni sem bera yfirskriftina „Allt fyrir ástina.“ „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í kringum Valentínusardaginn og ákváðum að gefa tveimur gömlum póstkössum nýtt líf með því breyta þeim í hjarta, og þannig fæddist hugmyndin. Við bjóðum því öllum hjartaknúsurum landsins að senda ástarbréf frítt með Póstinum um helgina og á Valentínusardaginn en um leið viljum við bara hvetja alla til að senda falleg skilaboð á ástvini sína í hvaða formi sem það er,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Póstinum. Hjartakassinn sem settur var upp í Kringlunni í gær. „Hér áður fyrr voru bréfsendingar mjög vinsæl leið meðal fólks til að tjá ást sína hvert á öðru en í tæknivæddum nútímaheimi eru ótal leiðir til að koma ástarjátningum og öðrum skilaboðum frá A til B. Við lítum þessa þróun jákvæðum augum en bréfin eiga sér langa sögu innan Póstsins og það er eitthvað svo mikil nostalgía í því að skrifa og fá handskrifuð bréf, tala nú ekki um ef það er einlægt eða eldheitt ástarbréf,“ segir Vilborg. Fólk getur sett bréfin í hjartalaga póstkassann í Kringlunni eða skilað þeim á aðra afgreiðslustaði Póstsins um allt land út mánudaginn. Ástin og lífið Valentínusardagurinn Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Settur var á laggirnar hjartnæmur Valentínusarviðburður þar sem fólk er hvatt til að skrifa ástarbréf og póstleggja frítt. Ástarbréfin fara hefðbundna leið í póstdreifingu. Pósturinn hefur sett upp hjartalaga póstkassa í Kringlunni ásamt kortum og þar gefst fólki tækifæri á að skrifa og senda ástarbréf. Að auki standa nú yfir dagar í Kringlunni sem bera yfirskriftina „Allt fyrir ástina.“ „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í kringum Valentínusardaginn og ákváðum að gefa tveimur gömlum póstkössum nýtt líf með því breyta þeim í hjarta, og þannig fæddist hugmyndin. Við bjóðum því öllum hjartaknúsurum landsins að senda ástarbréf frítt með Póstinum um helgina og á Valentínusardaginn en um leið viljum við bara hvetja alla til að senda falleg skilaboð á ástvini sína í hvaða formi sem það er,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Póstinum. Hjartakassinn sem settur var upp í Kringlunni í gær. „Hér áður fyrr voru bréfsendingar mjög vinsæl leið meðal fólks til að tjá ást sína hvert á öðru en í tæknivæddum nútímaheimi eru ótal leiðir til að koma ástarjátningum og öðrum skilaboðum frá A til B. Við lítum þessa þróun jákvæðum augum en bréfin eiga sér langa sögu innan Póstsins og það er eitthvað svo mikil nostalgía í því að skrifa og fá handskrifuð bréf, tala nú ekki um ef það er einlægt eða eldheitt ástarbréf,“ segir Vilborg. Fólk getur sett bréfin í hjartalaga póstkassann í Kringlunni eða skilað þeim á aðra afgreiðslustaði Póstsins um allt land út mánudaginn.
Ástin og lífið Valentínusardagurinn Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira