Nostalgía í því að skrifa eða fá sent eldheitt ástarbréf Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 09:17 Kassinn er gerður úr tveimur gömlum póstkössum sem nú hafa fengið nýtt hlutverk við að aðstoða ástarengilinn Amor. Ástin svífur yfir vötnum um þessar mundir enda er Valentínusardagurinn á mánudag. Ákvað Pósturinn að leggja sitt af mörkum og aðstoða Amor við að hugsanlega kveikja smá ástarbál í brjósti þjóðar. Settur var á laggirnar hjartnæmur Valentínusarviðburður þar sem fólk er hvatt til að skrifa ástarbréf og póstleggja frítt. Ástarbréfin fara hefðbundna leið í póstdreifingu. Pósturinn hefur sett upp hjartalaga póstkassa í Kringlunni ásamt kortum og þar gefst fólki tækifæri á að skrifa og senda ástarbréf. Að auki standa nú yfir dagar í Kringlunni sem bera yfirskriftina „Allt fyrir ástina.“ „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í kringum Valentínusardaginn og ákváðum að gefa tveimur gömlum póstkössum nýtt líf með því breyta þeim í hjarta, og þannig fæddist hugmyndin. Við bjóðum því öllum hjartaknúsurum landsins að senda ástarbréf frítt með Póstinum um helgina og á Valentínusardaginn en um leið viljum við bara hvetja alla til að senda falleg skilaboð á ástvini sína í hvaða formi sem það er,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Póstinum. Hjartakassinn sem settur var upp í Kringlunni í gær. „Hér áður fyrr voru bréfsendingar mjög vinsæl leið meðal fólks til að tjá ást sína hvert á öðru en í tæknivæddum nútímaheimi eru ótal leiðir til að koma ástarjátningum og öðrum skilaboðum frá A til B. Við lítum þessa þróun jákvæðum augum en bréfin eiga sér langa sögu innan Póstsins og það er eitthvað svo mikil nostalgía í því að skrifa og fá handskrifuð bréf, tala nú ekki um ef það er einlægt eða eldheitt ástarbréf,“ segir Vilborg. Fólk getur sett bréfin í hjartalaga póstkassann í Kringlunni eða skilað þeim á aðra afgreiðslustaði Póstsins um allt land út mánudaginn. Ástin og lífið Valentínusardagurinn Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Settur var á laggirnar hjartnæmur Valentínusarviðburður þar sem fólk er hvatt til að skrifa ástarbréf og póstleggja frítt. Ástarbréfin fara hefðbundna leið í póstdreifingu. Pósturinn hefur sett upp hjartalaga póstkassa í Kringlunni ásamt kortum og þar gefst fólki tækifæri á að skrifa og senda ástarbréf. Að auki standa nú yfir dagar í Kringlunni sem bera yfirskriftina „Allt fyrir ástina.“ „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í kringum Valentínusardaginn og ákváðum að gefa tveimur gömlum póstkössum nýtt líf með því breyta þeim í hjarta, og þannig fæddist hugmyndin. Við bjóðum því öllum hjartaknúsurum landsins að senda ástarbréf frítt með Póstinum um helgina og á Valentínusardaginn en um leið viljum við bara hvetja alla til að senda falleg skilaboð á ástvini sína í hvaða formi sem það er,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Póstinum. Hjartakassinn sem settur var upp í Kringlunni í gær. „Hér áður fyrr voru bréfsendingar mjög vinsæl leið meðal fólks til að tjá ást sína hvert á öðru en í tæknivæddum nútímaheimi eru ótal leiðir til að koma ástarjátningum og öðrum skilaboðum frá A til B. Við lítum þessa þróun jákvæðum augum en bréfin eiga sér langa sögu innan Póstsins og það er eitthvað svo mikil nostalgía í því að skrifa og fá handskrifuð bréf, tala nú ekki um ef það er einlægt eða eldheitt ástarbréf,“ segir Vilborg. Fólk getur sett bréfin í hjartalaga póstkassann í Kringlunni eða skilað þeim á aðra afgreiðslustaði Póstsins um allt land út mánudaginn.
Ástin og lífið Valentínusardagurinn Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira