Ráðherrar fara í banka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 11. febrúar 2022 19:30 Það er orðið áberandi hvað ráðherrar gera mikið af því að varpa fram yfirlýsingum án samræmis við stefnu og aðgerðir eigin ríkisstjórnar. Nú eru það bankamálin. Ólíkt mörgum hafa stóru bankarnir hagnast mikið á síðustu misserum. Eftir að nýjustu tölur birtust lýsti menningar- og viðskiptaráðherra (sem fer ekki með bankamál) því allt í einu yfir að bankarnir þyrftu að greiðan niður vexti til að létta undir með viðskiptavinum sínum, ella gæti þurft að setja bankaskattinn á aftur. Áhugavert útspil frá ráðherra ríkisstjórnar sem er nýbúin að afnema bankaskattinn og hæðast að þeim sem svo mikið sem spurðu út í framkvæmdina. Ráðherrann hlýtur að hafa verið búinn að ræða málið við ráðherra bankamála, fjármálaráðherrann, sem myndi sjá um að leggja bankaskattinn á að nýju (rétt eftir að hann sagði fráleitt að viðhalda skattinum og státaði sig ítrekað af afléttingunni). Forsætisráðherra benti svo á að ríkið ætti enn Landsbankann og meirihluta í Íslandsbanka og sagði að arðgreiðslur þaðan yrðu „nýttar í mikilvægar félagslegar aðgerðir til þess að takast á við uppbyggingu að loknum faraldri“. Samtímis tilkynnti fjármálaráðuneytið að fjármálaráðherra hefði samþykkt að selja Íslandsbanka að fullu. Forsætisráðherrann taldi lykilatriði að bankarnir sýni almenningi svigrúm og skilning: „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því verkefni með okkur að komast út úr faraldrinum og sýni sínum viðskiptamönnum þetta svigrúm“. Þegar fréttamaður Ríkisútvarpsins spurði hvernig það yrði tryggt svaraði ráðherrann því til að viðskiptaráðherrann (sá sem ekki fer með bankamál) hefði sagst ætla að eiga samtal við forsvarsmenn bankanna. Þegar ríkið endurheimti bankana auk gríðarhárra greiðslna frá slitabúunum gerðist það ekki með því að spyrja vogunarsjóðina einfaldlega hvort það hljómaði ekki vel að sýna ábyrgð og styðja uppbyggingu efnahagslífsins eftir mikið áfall. Það gerðist með pólitískri sýn, ákvarðanatöku og framkvæmdum. Á þeim tíma nýtti ég hvert tækifæri til að minna á að yfirtaka bankanna væri bara fyrri hlutinn. Næst þyrfti að nýta þá einstöku stöðu sem þannig skapaðist til að endurskipuleggja og laga fjármálakerfið svo það myndi þjóna íslenskum almenningi og fyrirtækjum betur. Fyrir kosningarnar 2017 lagði Miðflokkurinn fram heildaráætlun um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Ríkisstjórnin fór í þveröfuga átt. Stærsta bankanum var skilað til vogunarsjóðanna (sem biðu ekki lengi með að útdeila arði) og svo ráðist í að selja Íslandsbanka. Það var gert án þess að nýta fyrst tækifærið til að endurbæta fjármálakerfið. Ekki var tekið í mál að veita almenningi beina aðkomu að bankakerfinu með því að afhenda öllum landsmönnum til jafns hlut í Íslandsbanka. Það eitt hefði haft meiri áhrif til að bæta kjör almennings en spjall um samfélagslega ábyrgð. Bankarnir gætu þó brugðist við. Þeir gætu tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar sér til fyrirmyndar og sagt eitthvað sem þeir telja að fólk vilji heyra án þess að þurfa nokkurn tímann að standa við það. Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Það er orðið áberandi hvað ráðherrar gera mikið af því að varpa fram yfirlýsingum án samræmis við stefnu og aðgerðir eigin ríkisstjórnar. Nú eru það bankamálin. Ólíkt mörgum hafa stóru bankarnir hagnast mikið á síðustu misserum. Eftir að nýjustu tölur birtust lýsti menningar- og viðskiptaráðherra (sem fer ekki með bankamál) því allt í einu yfir að bankarnir þyrftu að greiðan niður vexti til að létta undir með viðskiptavinum sínum, ella gæti þurft að setja bankaskattinn á aftur. Áhugavert útspil frá ráðherra ríkisstjórnar sem er nýbúin að afnema bankaskattinn og hæðast að þeim sem svo mikið sem spurðu út í framkvæmdina. Ráðherrann hlýtur að hafa verið búinn að ræða málið við ráðherra bankamála, fjármálaráðherrann, sem myndi sjá um að leggja bankaskattinn á að nýju (rétt eftir að hann sagði fráleitt að viðhalda skattinum og státaði sig ítrekað af afléttingunni). Forsætisráðherra benti svo á að ríkið ætti enn Landsbankann og meirihluta í Íslandsbanka og sagði að arðgreiðslur þaðan yrðu „nýttar í mikilvægar félagslegar aðgerðir til þess að takast á við uppbyggingu að loknum faraldri“. Samtímis tilkynnti fjármálaráðuneytið að fjármálaráðherra hefði samþykkt að selja Íslandsbanka að fullu. Forsætisráðherrann taldi lykilatriði að bankarnir sýni almenningi svigrúm og skilning: „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því verkefni með okkur að komast út úr faraldrinum og sýni sínum viðskiptamönnum þetta svigrúm“. Þegar fréttamaður Ríkisútvarpsins spurði hvernig það yrði tryggt svaraði ráðherrann því til að viðskiptaráðherrann (sá sem ekki fer með bankamál) hefði sagst ætla að eiga samtal við forsvarsmenn bankanna. Þegar ríkið endurheimti bankana auk gríðarhárra greiðslna frá slitabúunum gerðist það ekki með því að spyrja vogunarsjóðina einfaldlega hvort það hljómaði ekki vel að sýna ábyrgð og styðja uppbyggingu efnahagslífsins eftir mikið áfall. Það gerðist með pólitískri sýn, ákvarðanatöku og framkvæmdum. Á þeim tíma nýtti ég hvert tækifæri til að minna á að yfirtaka bankanna væri bara fyrri hlutinn. Næst þyrfti að nýta þá einstöku stöðu sem þannig skapaðist til að endurskipuleggja og laga fjármálakerfið svo það myndi þjóna íslenskum almenningi og fyrirtækjum betur. Fyrir kosningarnar 2017 lagði Miðflokkurinn fram heildaráætlun um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Ríkisstjórnin fór í þveröfuga átt. Stærsta bankanum var skilað til vogunarsjóðanna (sem biðu ekki lengi með að útdeila arði) og svo ráðist í að selja Íslandsbanka. Það var gert án þess að nýta fyrst tækifærið til að endurbæta fjármálakerfið. Ekki var tekið í mál að veita almenningi beina aðkomu að bankakerfinu með því að afhenda öllum landsmönnum til jafns hlut í Íslandsbanka. Það eitt hefði haft meiri áhrif til að bæta kjör almennings en spjall um samfélagslega ábyrgð. Bankarnir gætu þó brugðist við. Þeir gætu tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar sér til fyrirmyndar og sagt eitthvað sem þeir telja að fólk vilji heyra án þess að þurfa nokkurn tímann að standa við það. Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar