Ráðherrar fara í banka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 11. febrúar 2022 19:30 Það er orðið áberandi hvað ráðherrar gera mikið af því að varpa fram yfirlýsingum án samræmis við stefnu og aðgerðir eigin ríkisstjórnar. Nú eru það bankamálin. Ólíkt mörgum hafa stóru bankarnir hagnast mikið á síðustu misserum. Eftir að nýjustu tölur birtust lýsti menningar- og viðskiptaráðherra (sem fer ekki með bankamál) því allt í einu yfir að bankarnir þyrftu að greiðan niður vexti til að létta undir með viðskiptavinum sínum, ella gæti þurft að setja bankaskattinn á aftur. Áhugavert útspil frá ráðherra ríkisstjórnar sem er nýbúin að afnema bankaskattinn og hæðast að þeim sem svo mikið sem spurðu út í framkvæmdina. Ráðherrann hlýtur að hafa verið búinn að ræða málið við ráðherra bankamála, fjármálaráðherrann, sem myndi sjá um að leggja bankaskattinn á að nýju (rétt eftir að hann sagði fráleitt að viðhalda skattinum og státaði sig ítrekað af afléttingunni). Forsætisráðherra benti svo á að ríkið ætti enn Landsbankann og meirihluta í Íslandsbanka og sagði að arðgreiðslur þaðan yrðu „nýttar í mikilvægar félagslegar aðgerðir til þess að takast á við uppbyggingu að loknum faraldri“. Samtímis tilkynnti fjármálaráðuneytið að fjármálaráðherra hefði samþykkt að selja Íslandsbanka að fullu. Forsætisráðherrann taldi lykilatriði að bankarnir sýni almenningi svigrúm og skilning: „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því verkefni með okkur að komast út úr faraldrinum og sýni sínum viðskiptamönnum þetta svigrúm“. Þegar fréttamaður Ríkisútvarpsins spurði hvernig það yrði tryggt svaraði ráðherrann því til að viðskiptaráðherrann (sá sem ekki fer með bankamál) hefði sagst ætla að eiga samtal við forsvarsmenn bankanna. Þegar ríkið endurheimti bankana auk gríðarhárra greiðslna frá slitabúunum gerðist það ekki með því að spyrja vogunarsjóðina einfaldlega hvort það hljómaði ekki vel að sýna ábyrgð og styðja uppbyggingu efnahagslífsins eftir mikið áfall. Það gerðist með pólitískri sýn, ákvarðanatöku og framkvæmdum. Á þeim tíma nýtti ég hvert tækifæri til að minna á að yfirtaka bankanna væri bara fyrri hlutinn. Næst þyrfti að nýta þá einstöku stöðu sem þannig skapaðist til að endurskipuleggja og laga fjármálakerfið svo það myndi þjóna íslenskum almenningi og fyrirtækjum betur. Fyrir kosningarnar 2017 lagði Miðflokkurinn fram heildaráætlun um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Ríkisstjórnin fór í þveröfuga átt. Stærsta bankanum var skilað til vogunarsjóðanna (sem biðu ekki lengi með að útdeila arði) og svo ráðist í að selja Íslandsbanka. Það var gert án þess að nýta fyrst tækifærið til að endurbæta fjármálakerfið. Ekki var tekið í mál að veita almenningi beina aðkomu að bankakerfinu með því að afhenda öllum landsmönnum til jafns hlut í Íslandsbanka. Það eitt hefði haft meiri áhrif til að bæta kjör almennings en spjall um samfélagslega ábyrgð. Bankarnir gætu þó brugðist við. Þeir gætu tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar sér til fyrirmyndar og sagt eitthvað sem þeir telja að fólk vilji heyra án þess að þurfa nokkurn tímann að standa við það. Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið áberandi hvað ráðherrar gera mikið af því að varpa fram yfirlýsingum án samræmis við stefnu og aðgerðir eigin ríkisstjórnar. Nú eru það bankamálin. Ólíkt mörgum hafa stóru bankarnir hagnast mikið á síðustu misserum. Eftir að nýjustu tölur birtust lýsti menningar- og viðskiptaráðherra (sem fer ekki með bankamál) því allt í einu yfir að bankarnir þyrftu að greiðan niður vexti til að létta undir með viðskiptavinum sínum, ella gæti þurft að setja bankaskattinn á aftur. Áhugavert útspil frá ráðherra ríkisstjórnar sem er nýbúin að afnema bankaskattinn og hæðast að þeim sem svo mikið sem spurðu út í framkvæmdina. Ráðherrann hlýtur að hafa verið búinn að ræða málið við ráðherra bankamála, fjármálaráðherrann, sem myndi sjá um að leggja bankaskattinn á að nýju (rétt eftir að hann sagði fráleitt að viðhalda skattinum og státaði sig ítrekað af afléttingunni). Forsætisráðherra benti svo á að ríkið ætti enn Landsbankann og meirihluta í Íslandsbanka og sagði að arðgreiðslur þaðan yrðu „nýttar í mikilvægar félagslegar aðgerðir til þess að takast á við uppbyggingu að loknum faraldri“. Samtímis tilkynnti fjármálaráðuneytið að fjármálaráðherra hefði samþykkt að selja Íslandsbanka að fullu. Forsætisráðherrann taldi lykilatriði að bankarnir sýni almenningi svigrúm og skilning: „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því verkefni með okkur að komast út úr faraldrinum og sýni sínum viðskiptamönnum þetta svigrúm“. Þegar fréttamaður Ríkisútvarpsins spurði hvernig það yrði tryggt svaraði ráðherrann því til að viðskiptaráðherrann (sá sem ekki fer með bankamál) hefði sagst ætla að eiga samtal við forsvarsmenn bankanna. Þegar ríkið endurheimti bankana auk gríðarhárra greiðslna frá slitabúunum gerðist það ekki með því að spyrja vogunarsjóðina einfaldlega hvort það hljómaði ekki vel að sýna ábyrgð og styðja uppbyggingu efnahagslífsins eftir mikið áfall. Það gerðist með pólitískri sýn, ákvarðanatöku og framkvæmdum. Á þeim tíma nýtti ég hvert tækifæri til að minna á að yfirtaka bankanna væri bara fyrri hlutinn. Næst þyrfti að nýta þá einstöku stöðu sem þannig skapaðist til að endurskipuleggja og laga fjármálakerfið svo það myndi þjóna íslenskum almenningi og fyrirtækjum betur. Fyrir kosningarnar 2017 lagði Miðflokkurinn fram heildaráætlun um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Ríkisstjórnin fór í þveröfuga átt. Stærsta bankanum var skilað til vogunarsjóðanna (sem biðu ekki lengi með að útdeila arði) og svo ráðist í að selja Íslandsbanka. Það var gert án þess að nýta fyrst tækifærið til að endurbæta fjármálakerfið. Ekki var tekið í mál að veita almenningi beina aðkomu að bankakerfinu með því að afhenda öllum landsmönnum til jafns hlut í Íslandsbanka. Það eitt hefði haft meiri áhrif til að bæta kjör almennings en spjall um samfélagslega ábyrgð. Bankarnir gætu þó brugðist við. Þeir gætu tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar sér til fyrirmyndar og sagt eitthvað sem þeir telja að fólk vilji heyra án þess að þurfa nokkurn tímann að standa við það. Höfundur er formaður Miðflokksins.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun