Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2022 11:54 Hermann Björnsson hefur verið forstjóri Sjóvár frá árinu 2011. Sjóvá Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða króna á seinasta ári, en þar af var hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 7,83 milljarðar. Til samanburðar nam heildarhagnaður 5,32 milljörðum króna árið 2020, þar af 3,96 vegna fjárfestingarstarfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu Sjóvár til Kauphallar. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta hækkaði úr 1,97 í 2,52 milljarða milli ára. Samsett hlutfall var 90,9% á árinu samanborið við 92,0% árið áður. Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu fór úr 13,2% í 18,5%. Samþykkt var á stjórnarfundi í gær að leggja til við hluthafafund að greiða út 3,85 milljarða króna arð eða 3,14 krónur á hlut. Stjórn leggur jafnframt til við aðalfund að endurnýja heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum í félaginu. Iðgjaldavöxtur nam 15,0% á árinu í heild og vöxtur eigin iðgjalda var 15,7%. Að sögn Sjóvá eru árin tvö þó ekki að fullu samanburðarhæf þar sem gjalddagi ökutækjatrygginga var felldur niður í maí 2020 og nam sú niðurfelling 650 milljónum króna. Eigin tjón ársins hækkuðu á sama tíma um 14,6% og voru 16.307 milljónir króna en 14.223 milljónir króna árið 2020. Tjónahlutfall ársins 2021 var 69,1% samanborið við 70,7% árið á undan. Vaxa iðgjöld því umfram vöxt eigin tjóna. Ávöxtun skráðra hlutabréfa 52,8% „Afkoma af fjárfestingum var góð og langt umfram væntingar á árinu en allir eignaflokkar skiluðu jákvæðri ávöxtun. Ávöxtun skráðra hlutabréfa var 52,8% á árinu og voru tekjur af þeim 5.541 m.kr. Ávöxtun óskráðra hlutabréfa var 63,2% og tekjur af þeim 1.419 m.kr. en það er sá flokkur sem skilaði hlutfallslega bestu ávöxtuninni,“ kemur fram í tilkynningu. „Rekstur Sjóvár gekk með ágætum árið 2021. Afkoma af rekstri félagsins nam 9.570 m.kr. og er niðurstaðan afar góð hvort sem litið er til vátryggingarekstrar eða fjárfestingarstarfsemi. Arðsemi eigin fjár nam 41,9% á árinu,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. Tryggingar Sjóvá Tengdar fréttir Sjóvá semur við nýja aðila til að sjá um vegaaðstoðina Tryggingafélagið Sjóvá hefur gert samning við Securitas um að sinna vegaaðstoð fyrir viðskiptavini tryggingafélagsins. 8. febrúar 2022 07:54 Verðmetur Sjóvá 15 prósentum yfir markaðsgengi Verðmatsgengi Sjóvár, samkvæmt greiningu Jakobsson Capital, er 43,4 krónur á hlut en það er tæplega 15 prósentum yfir markaðsgengi tryggingafélagsins. Þetta kemur fram í nýju verðmati Jakobsson Capital. 9. desember 2021 14:33 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Sjóvár til Kauphallar. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta hækkaði úr 1,97 í 2,52 milljarða milli ára. Samsett hlutfall var 90,9% á árinu samanborið við 92,0% árið áður. Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu fór úr 13,2% í 18,5%. Samþykkt var á stjórnarfundi í gær að leggja til við hluthafafund að greiða út 3,85 milljarða króna arð eða 3,14 krónur á hlut. Stjórn leggur jafnframt til við aðalfund að endurnýja heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum í félaginu. Iðgjaldavöxtur nam 15,0% á árinu í heild og vöxtur eigin iðgjalda var 15,7%. Að sögn Sjóvá eru árin tvö þó ekki að fullu samanburðarhæf þar sem gjalddagi ökutækjatrygginga var felldur niður í maí 2020 og nam sú niðurfelling 650 milljónum króna. Eigin tjón ársins hækkuðu á sama tíma um 14,6% og voru 16.307 milljónir króna en 14.223 milljónir króna árið 2020. Tjónahlutfall ársins 2021 var 69,1% samanborið við 70,7% árið á undan. Vaxa iðgjöld því umfram vöxt eigin tjóna. Ávöxtun skráðra hlutabréfa 52,8% „Afkoma af fjárfestingum var góð og langt umfram væntingar á árinu en allir eignaflokkar skiluðu jákvæðri ávöxtun. Ávöxtun skráðra hlutabréfa var 52,8% á árinu og voru tekjur af þeim 5.541 m.kr. Ávöxtun óskráðra hlutabréfa var 63,2% og tekjur af þeim 1.419 m.kr. en það er sá flokkur sem skilaði hlutfallslega bestu ávöxtuninni,“ kemur fram í tilkynningu. „Rekstur Sjóvár gekk með ágætum árið 2021. Afkoma af rekstri félagsins nam 9.570 m.kr. og er niðurstaðan afar góð hvort sem litið er til vátryggingarekstrar eða fjárfestingarstarfsemi. Arðsemi eigin fjár nam 41,9% á árinu,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Tryggingar Sjóvá Tengdar fréttir Sjóvá semur við nýja aðila til að sjá um vegaaðstoðina Tryggingafélagið Sjóvá hefur gert samning við Securitas um að sinna vegaaðstoð fyrir viðskiptavini tryggingafélagsins. 8. febrúar 2022 07:54 Verðmetur Sjóvá 15 prósentum yfir markaðsgengi Verðmatsgengi Sjóvár, samkvæmt greiningu Jakobsson Capital, er 43,4 krónur á hlut en það er tæplega 15 prósentum yfir markaðsgengi tryggingafélagsins. Þetta kemur fram í nýju verðmati Jakobsson Capital. 9. desember 2021 14:33 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Sjóvá semur við nýja aðila til að sjá um vegaaðstoðina Tryggingafélagið Sjóvá hefur gert samning við Securitas um að sinna vegaaðstoð fyrir viðskiptavini tryggingafélagsins. 8. febrúar 2022 07:54
Verðmetur Sjóvá 15 prósentum yfir markaðsgengi Verðmatsgengi Sjóvár, samkvæmt greiningu Jakobsson Capital, er 43,4 krónur á hlut en það er tæplega 15 prósentum yfir markaðsgengi tryggingafélagsins. Þetta kemur fram í nýju verðmati Jakobsson Capital. 9. desember 2021 14:33