Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2022 19:20 Sex vikna prófkjörslota flokkanna hefst með flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og Reykjavík um helgina. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sækist einn eftir forystusætinu í borginni. Stöð 2/Egill Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. Sjálfstæðismenn voru með fyrsta prófkjörið i Mosfellsbæ síðast liðin laugardag. En svona lítur prófkjörsdagatalið út fyrir febrúarmánuð annars vegar og mars hins vegar þar sem Samfylkingin, Píratar, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn bjóða flokksfélögum að velja fólk á lista sína í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins. Í sveitarstjórnarkosningunum í maí verður kosið um 23 fulltrúa til setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meirihlutanum í dag sitja sjö fulltrúar Samfylkingarinnar, tveir frá Pírötum, tveir frá Viðreisn og og Vinstri græn eru með einn fulltrúa. Í minnihlutanum sitja síðan átta fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, einn frá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sósíalistaflokknum. Um helgina hefst törnin fyrir alvöru með flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á laugardag og í Reykjavík á laugardag og sunnudag. Ingibjörg Stefánsdóttir í kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík segir einvala lið keppa um efstu sæti á lista flokksins í borginni.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Stefánsdóttir fulltrúi í kjörstjórn Samfylkingarinnar segir rafræna kosningu hefjast klukkan átta að morgni laugardags. „Og það verður kosning fram til klukkan þrjú á sunnudeginum.“ Hvenær reiknið þið með að úrslit liggi fyrir? „Fljótlega upp úr því,“ segir Ingibjörg. Enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni í fyrsta sætið og Heiðu Björgu Hilmisdóttur í annað sætið í Reykjavík. Sextán eru hins vegar í boði í sex efstu sæti listans í borginni. Kosið verður um 23 borgarfulltrúa til að sitja í þessum sal á næsta kjörtímabili.Stöð 2/Sigurjón „Kjósendur mega velja fjóra til sex frambjóðendur. Það eru miklu fleiri að bjóða sig fram. Þetta er ákveðið lúxúsvandamál,“ segir Ingibjörg. Í Hafnarfirði lýkur flokksvalinu klukkan 18:00 á laugardag og úrslit ættu að liggja fyrir þá um kvöldið. Þar raða kjósendur í átta efstu sætin þar sem tólf frambjóðendur eru um hituna. Gamla kempan Guðmundur Árni Stefánsson sækist þar eftir fyrsta sætinu ásamt Árna Rúnari Þorvaldssyni. Samfylkingin Reykjavík Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Búist við hitafundi fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á morgun Ákvörðun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, um að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst umdeild meðal flokksmanna. 9. febrúar 2022 18:01 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Dagur segir hvergi hafa borið skugga á meirihlutasamstarfið en Viðreisn heldur öllu opnu Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni, Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata segja samstarfið hafa gengið vel og myndu vilja halda því áfram. Oddviti Viðreisnar ítrekar að samstarfið sé gott en er sá oddviti sem sker sig úr um að leggja áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. 5. febrúar 2022 15:01 Þórdís Lóa vill áfram leiða lista Viðreisnar í borginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að áfram leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 4. febrúar 2022 08:45 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Sjálfstæðismenn voru með fyrsta prófkjörið i Mosfellsbæ síðast liðin laugardag. En svona lítur prófkjörsdagatalið út fyrir febrúarmánuð annars vegar og mars hins vegar þar sem Samfylkingin, Píratar, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn bjóða flokksfélögum að velja fólk á lista sína í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins. Í sveitarstjórnarkosningunum í maí verður kosið um 23 fulltrúa til setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meirihlutanum í dag sitja sjö fulltrúar Samfylkingarinnar, tveir frá Pírötum, tveir frá Viðreisn og og Vinstri græn eru með einn fulltrúa. Í minnihlutanum sitja síðan átta fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, einn frá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sósíalistaflokknum. Um helgina hefst törnin fyrir alvöru með flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á laugardag og í Reykjavík á laugardag og sunnudag. Ingibjörg Stefánsdóttir í kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík segir einvala lið keppa um efstu sæti á lista flokksins í borginni.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Stefánsdóttir fulltrúi í kjörstjórn Samfylkingarinnar segir rafræna kosningu hefjast klukkan átta að morgni laugardags. „Og það verður kosning fram til klukkan þrjú á sunnudeginum.“ Hvenær reiknið þið með að úrslit liggi fyrir? „Fljótlega upp úr því,“ segir Ingibjörg. Enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni í fyrsta sætið og Heiðu Björgu Hilmisdóttur í annað sætið í Reykjavík. Sextán eru hins vegar í boði í sex efstu sæti listans í borginni. Kosið verður um 23 borgarfulltrúa til að sitja í þessum sal á næsta kjörtímabili.Stöð 2/Sigurjón „Kjósendur mega velja fjóra til sex frambjóðendur. Það eru miklu fleiri að bjóða sig fram. Þetta er ákveðið lúxúsvandamál,“ segir Ingibjörg. Í Hafnarfirði lýkur flokksvalinu klukkan 18:00 á laugardag og úrslit ættu að liggja fyrir þá um kvöldið. Þar raða kjósendur í átta efstu sætin þar sem tólf frambjóðendur eru um hituna. Gamla kempan Guðmundur Árni Stefánsson sækist þar eftir fyrsta sætinu ásamt Árna Rúnari Þorvaldssyni.
Samfylkingin Reykjavík Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Búist við hitafundi fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á morgun Ákvörðun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, um að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst umdeild meðal flokksmanna. 9. febrúar 2022 18:01 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Dagur segir hvergi hafa borið skugga á meirihlutasamstarfið en Viðreisn heldur öllu opnu Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni, Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata segja samstarfið hafa gengið vel og myndu vilja halda því áfram. Oddviti Viðreisnar ítrekar að samstarfið sé gott en er sá oddviti sem sker sig úr um að leggja áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. 5. febrúar 2022 15:01 Þórdís Lóa vill áfram leiða lista Viðreisnar í borginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að áfram leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 4. febrúar 2022 08:45 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Búist við hitafundi fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á morgun Ákvörðun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, um að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst umdeild meðal flokksmanna. 9. febrúar 2022 18:01
Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00
Dagur segir hvergi hafa borið skugga á meirihlutasamstarfið en Viðreisn heldur öllu opnu Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni, Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata segja samstarfið hafa gengið vel og myndu vilja halda því áfram. Oddviti Viðreisnar ítrekar að samstarfið sé gott en er sá oddviti sem sker sig úr um að leggja áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. 5. febrúar 2022 15:01
Þórdís Lóa vill áfram leiða lista Viðreisnar í borginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að áfram leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 4. febrúar 2022 08:45